Sport

Dag­skráin í dag: Sú elsta og virtasta, KR og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR er í beinni í dag.
KR er í beinni í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á knattspyrnu, körfubolta, rafíþróttir sem og þættirnir Lokasóknin og Körfuboltakvöld Extra eru á sínum stað.

Stöð 2 Sport

Fjölnir tekur á móti Val í Subway-deild karla í körfubolta klukkan 19.05. Klukkan 21.05 er Körfuboltakvöld Extra á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.50 er leikur Midtjylland og Leipzig í UEFA Youth League, Meistaradeild Evrópu U-19 ára liða.

Klukkan 16.50 er leikur Mainz og Barcelona í sömu keppni á dagskrá.

Klukkan 20.00 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður farið yfir Ofurskálina sem er næsta sunnudag. Þar mætast San Francisco 49ers og ríkjandi meistarar Kansas City Chiefs.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19.35 er leikur Plymouth Argyle og Leeds United í FA Cup, ensku bikarkeppninni.

Stöð 2 ESport

Klukkan 19.15 er Ljósleiðaradeildin á dagskrá. Þar er að venju keppt í Counter-Strike: Global Offensive.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.55 er leikur HK og KR í Lengjubikar karla í knattspyrnu á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 19.55 er leikur Rangers og Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dagskrá. Aberdeen voru að ráða gamla brýnið Neil Warnock sem stjóra.

Klukkan 00.05 er leikur Boston Bruins og Calgary Flames í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Subway-deildin

Klukkan 19.10 er leikur Snæfelld og Þór Akureyrar í Subway-deild kvenna á dagskrá.

Subway-deildin 2

Klukkan 17.40 er leikur Stjörnunnar og Hauka í Subway-deild kvenna á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×