Talsmenn hersins segja að ráðist hafi verið að eldflaugaskotpöllum sem hafi verið tilbúnir til að gera árásir á skip á Rauðahafi. Einnig voru gerðar árásir á laugardag og tók breski herinn þátt í þeim en í gær voru Bandaríkjamenn einir að verki.
Breska ríkisstjórnin segir að árásirnar séu gerðar í sjálfsvörn til að stöðva tíðar árásir Húta á flutningaskip á Rauðahafi.
Hútar heita því að hefna fyrir árásir vesturveldanna en þeir segjast gera árásirnar á Rauðahafi til stuðnings Palestínumönnum á Gasa. Halda þeir því fram að skipin sem ráðist sé á séu að aðstoða Ísreala í herleiðangri sínum en Bandaríkjamenn segja að ráðist sé á hvaða skip sem er, óháð tengslum við Ísrael eða Bandaríkin.