Írskur þjóðernissinni forsætisráðherra Norður-Írlands í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 18:44 O'Neill ávarpar þingið eftir að hún tók við embætti forsætisráðherra Norður-Írlands í dag. AP Michelle O'Neill, þingkona Sinn Féin, skráði sig í sögubækurnar þegar hún tók við embætti sem forsætisráðherra Norður-Írlands þegar þing kom saman í dag eftir tveggja ára sniðgöngu sameiningarsinna. Michelle O'Neill sem er varaforseti Sinn Féin, flokks írskra lýðveldissinna og sósíaldemókrata, var tilnefnd í dag sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Norður-Írlands. Hún er þrettándi forsætisráðherra landsins en sá fyrsti úr röðum Sinn Féin. „Dagar annars flokks ríkisborgararéttar eru löngu liðnir. Dagurinn í dag staðfestir að við ætlum aldrei að snúa aftur til baka,“ sagði O'Neill þegar hún tók við embættinu. „Sem írskur lýðveldissinni heiti ég samstarfi og raunverulegri heiðarlegri viðleitni með þessum kollegum sem eru breskir bandalagssinnar og þykir vænt um konungsríki Bretlands. Þetta er þing fyrir alla, kaþólikka, mótmælendatrúar og utankirkjumenn,“ sagði hún einnig. Þingið ekki starfað í tvö ár Ríkisstjórn Norður-Íra byggir á Friðarsamkomulagi föstudagsins langa (e. Good Friday Peace Accors) sem var handsalað árið 1998 eftir þrjátíu ára átök sem hafa verið kölluð Vandræðin (e. The Troubles). Samkomulagið deilir valdi milli tveggja stærstu stjórnmálahópa landsins, breskra bandalagssinna sem vilja vera áfram í Sameinuðu konungsríki Stóra-Bretlands og írskra þjóðernissinna sem vilja sameinast Írlandi. Hvorugur hópurinn getur stjórnað án samþykkis hins og undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin verið óstarfhæf eftir að DUP, bandalagssinnaðir demókratar, sniðgengu þingið til að mótmæla verslunarmálum tengdum Brexit. O'Neill mun deila völdum í tveggja manna stjórn með Emmu Little-Pengally úr flokki DUP sem tekur embætti sem staðgengill forsætisráðherra. Þær eru jafnvaldamiklar en O'Neill ber virtari titil eftir að Sinn Féin fékk flest þingsæti í kosningunum 2022. Norður-Írland Bretland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Michelle O'Neill sem er varaforseti Sinn Féin, flokks írskra lýðveldissinna og sósíaldemókrata, var tilnefnd í dag sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Norður-Írlands. Hún er þrettándi forsætisráðherra landsins en sá fyrsti úr röðum Sinn Féin. „Dagar annars flokks ríkisborgararéttar eru löngu liðnir. Dagurinn í dag staðfestir að við ætlum aldrei að snúa aftur til baka,“ sagði O'Neill þegar hún tók við embættinu. „Sem írskur lýðveldissinni heiti ég samstarfi og raunverulegri heiðarlegri viðleitni með þessum kollegum sem eru breskir bandalagssinnar og þykir vænt um konungsríki Bretlands. Þetta er þing fyrir alla, kaþólikka, mótmælendatrúar og utankirkjumenn,“ sagði hún einnig. Þingið ekki starfað í tvö ár Ríkisstjórn Norður-Íra byggir á Friðarsamkomulagi föstudagsins langa (e. Good Friday Peace Accors) sem var handsalað árið 1998 eftir þrjátíu ára átök sem hafa verið kölluð Vandræðin (e. The Troubles). Samkomulagið deilir valdi milli tveggja stærstu stjórnmálahópa landsins, breskra bandalagssinna sem vilja vera áfram í Sameinuðu konungsríki Stóra-Bretlands og írskra þjóðernissinna sem vilja sameinast Írlandi. Hvorugur hópurinn getur stjórnað án samþykkis hins og undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin verið óstarfhæf eftir að DUP, bandalagssinnaðir demókratar, sniðgengu þingið til að mótmæla verslunarmálum tengdum Brexit. O'Neill mun deila völdum í tveggja manna stjórn með Emmu Little-Pengally úr flokki DUP sem tekur embætti sem staðgengill forsætisráðherra. Þær eru jafnvaldamiklar en O'Neill ber virtari titil eftir að Sinn Féin fékk flest þingsæti í kosningunum 2022.
Norður-Írland Bretland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira