Titillinn tekinn af KR: „Þetta er bara klúður“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 10:30 Víkingar og KR-ingar hafa eldað grátt silfur saman á fótboltavellinum síðustu ár. vísir/Hulda Margrét KR-ingar þurfa að öllum líkindum að horfa á eftir Reykjavíkurmeistaratitlinum í fótbolta, sem þeir fögnuðu í gærkvöld, í hendur Víkinga sem verður dæmdur 3-0 sigur í leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns KR. Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, var ekki kominn með leikheimild þegar leikurinn fór fram en þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í morgun. Alex tók þó þátt í leiknum og því verður KR dæmt tap, þrátt fyrir að hafa unnið þennan úrslitaleik í vítaspyrnukeppni. Víkingar þurfa ekki að kæra úrslitin heldur er málið í höndum skrifstofu KSÍ sem reyndar virðist eiga ákveðna sök í málinu. Ákváðu að breyta ekki planinu Málið á sér nefnilega nokkurn aðdraganda. KR-ingar fengu í fyrstu þær upplýsingar frá KSÍ að Alex og Aron Sigurðarson, sem einnig er nýr leikmaður KR, mættu spila leikinn. Það var svo dregið til baka. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, útskýrði nánar hvernig þetta gekk fyrir sig: „Ég talaði við KSÍ í gærmorgun. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir væru með leikheimild. Strákarnir fóru svo út á æfingu. Klukkutíma síðar fékk ég svo þær upplýsingar frá KSÍ að þeir væru ekki með leikheimild. Ég var svo í öðrum störfum, sem framkvæmdastjóri félagsins, og náði ekki aftur í Gregg [Ryder, þjálfara KR] fyrr en um fjögurleytið. Þá var búið að ákveða planið fyrir leikinn og við ákváðum af fótboltalegum ástæðum að spila bara leikinn eins og lagt var upp með frá æfingunni í hádeginu,“ segir Bjarni og ljóst að KR-ingar ætla ekki að svekkja sig of mikið á málinu: „Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar.“ Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR.vísir Fengu ekki að spila á sama degi og Valur eða Fram hefðu fengið Það er í höndum skrifstofu KSÍ að úrskurða um leiki á mótum á undirbúningstímabilinu, svo félög sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að kæra úrslit eins og ef um leik í bikarkeppninni eða á Íslandsmótinu væri að ræða. Það munaði aðeins einum degi að Alex mætti spila fyrir KR því í dag er hann kominn með leikheimild. Það sama má segja um Aron og einnig nýja leikmenn Víkings sem ekki tóku þátt í leiknum í gær. Bjarni lætur það þó ekki svekkja sig: „En það er auðvitað svolítið spes að KR fái að vita það á miðvikudagskvöldi klukkan 22 að það verði spilað daginn eftir klukkan 18,“ segir Bjarni en það varð ljóst eftir 3-2 sigur Fram á Val á miðvikudag hvaða lið myndu spila úrslitaleikinn. „ Við reyndum að færa leikinn, fram í helgina eða bara til 4. mars eins og ef að Valur eða Fram hefði átt að spila leikinn í stað okkar. En KR gat ekki fengið það, og allt í góðu með það.“ Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Besta deild karla KSÍ Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, var ekki kominn með leikheimild þegar leikurinn fór fram en þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í morgun. Alex tók þó þátt í leiknum og því verður KR dæmt tap, þrátt fyrir að hafa unnið þennan úrslitaleik í vítaspyrnukeppni. Víkingar þurfa ekki að kæra úrslitin heldur er málið í höndum skrifstofu KSÍ sem reyndar virðist eiga ákveðna sök í málinu. Ákváðu að breyta ekki planinu Málið á sér nefnilega nokkurn aðdraganda. KR-ingar fengu í fyrstu þær upplýsingar frá KSÍ að Alex og Aron Sigurðarson, sem einnig er nýr leikmaður KR, mættu spila leikinn. Það var svo dregið til baka. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, útskýrði nánar hvernig þetta gekk fyrir sig: „Ég talaði við KSÍ í gærmorgun. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir væru með leikheimild. Strákarnir fóru svo út á æfingu. Klukkutíma síðar fékk ég svo þær upplýsingar frá KSÍ að þeir væru ekki með leikheimild. Ég var svo í öðrum störfum, sem framkvæmdastjóri félagsins, og náði ekki aftur í Gregg [Ryder, þjálfara KR] fyrr en um fjögurleytið. Þá var búið að ákveða planið fyrir leikinn og við ákváðum af fótboltalegum ástæðum að spila bara leikinn eins og lagt var upp með frá æfingunni í hádeginu,“ segir Bjarni og ljóst að KR-ingar ætla ekki að svekkja sig of mikið á málinu: „Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar.“ Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR.vísir Fengu ekki að spila á sama degi og Valur eða Fram hefðu fengið Það er í höndum skrifstofu KSÍ að úrskurða um leiki á mótum á undirbúningstímabilinu, svo félög sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að kæra úrslit eins og ef um leik í bikarkeppninni eða á Íslandsmótinu væri að ræða. Það munaði aðeins einum degi að Alex mætti spila fyrir KR því í dag er hann kominn með leikheimild. Það sama má segja um Aron og einnig nýja leikmenn Víkings sem ekki tóku þátt í leiknum í gær. Bjarni lætur það þó ekki svekkja sig: „En það er auðvitað svolítið spes að KR fái að vita það á miðvikudagskvöldi klukkan 22 að það verði spilað daginn eftir klukkan 18,“ segir Bjarni en það varð ljóst eftir 3-2 sigur Fram á Val á miðvikudag hvaða lið myndu spila úrslitaleikinn. „ Við reyndum að færa leikinn, fram í helgina eða bara til 4. mars eins og ef að Valur eða Fram hefði átt að spila leikinn í stað okkar. En KR gat ekki fengið það, og allt í góðu með það.“
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Besta deild karla KSÍ Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira