Ferrari staðfestir komu Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2024 19:20 Lewis Hamilton færir sig yfir til Ferrari eftir komandi tímabil. Amin Jamali/Getty Images Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er á förum frá Mercedes eftir ellefu ára samstarf með liðinu. Fyrr í dag fóru að heyrast óvæntar fréttir þess efnis að Lewis Hamilton væri að öllum líkindum á förum frá Mercedes til Ferrari. Nú hefur Mercedes-liðið staðfest að komandi tímabil verði hans síðasta með liðinu. Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team and Lewis Hamilton will part ways at the end of the 2024 season. Lewis has activated a release option in the contract announced last year.— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) February 1, 2024 Þá hefur Ferrari-liðið einnig sent frá sér tilkynningu þess efnis að Hamilton sé væntanlegur til liðsins árið 2025. Team Statement Scuderia Ferrari is pleased to announce that Lewis Hamilton will be joining the team in 2025, on a multi-year contract. pic.twitter.com/moEMqUgzXH— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) February 1, 2024 Í tilkynningu Mercedes kemur fram að Hamilton hafi ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum og segja honum upp að komandi tímabili loknu. Hamilton hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 2007, en hefur keyrt fyrir Mercedes frá árinu 2013. Á ferlinum hefur Hamilton sjö sinnum orðið heimsmeistari (2008, 2014, 2015, 2017, 2018, 2019 og 2020) og er hann sá ökumaður sem hefur unnið flestar keppnir í sögunni, eða 103 talsins í 332 tilraunum. „Ég hef átt mögnuð ellefu ár með þessu liði og ég er svo stoltur af því sem við höfum afrekað saman,“ sagði Hamilton í tilkynningu Mercedes. „Mercedes hefur verið hluti af mínu lífi síðan ég var 13 ára gamall. Þetta er staðurinn þar sem ég hef alist upp, þannig að ákvörðunin um að fara er ein sú erfiðasta sem ég hef tekið á ævinni. En þetta er rétt tímasetning fyrir mig að taka þetta skref og ég er spenntur að takast á við nýja áskorun. Ég verð ávalt þakklátur fyrir þann ótrúlega stuðning sem ég hef fengið frá Mercedes-fjölskyldunni, sérstaklega vináttuna og leiðtogahæfileikana frá Toto [Wolff] og ég vil enda þetta vel. Ég er hundrað prósent ákveðinn í að gefa mig allann í þetta tímabil og að gera síðasta árið mitt hjá liðinu eftirminnilegt.“ Akstursíþróttir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fyrr í dag fóru að heyrast óvæntar fréttir þess efnis að Lewis Hamilton væri að öllum líkindum á förum frá Mercedes til Ferrari. Nú hefur Mercedes-liðið staðfest að komandi tímabil verði hans síðasta með liðinu. Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team and Lewis Hamilton will part ways at the end of the 2024 season. Lewis has activated a release option in the contract announced last year.— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) February 1, 2024 Þá hefur Ferrari-liðið einnig sent frá sér tilkynningu þess efnis að Hamilton sé væntanlegur til liðsins árið 2025. Team Statement Scuderia Ferrari is pleased to announce that Lewis Hamilton will be joining the team in 2025, on a multi-year contract. pic.twitter.com/moEMqUgzXH— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) February 1, 2024 Í tilkynningu Mercedes kemur fram að Hamilton hafi ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum og segja honum upp að komandi tímabili loknu. Hamilton hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 2007, en hefur keyrt fyrir Mercedes frá árinu 2013. Á ferlinum hefur Hamilton sjö sinnum orðið heimsmeistari (2008, 2014, 2015, 2017, 2018, 2019 og 2020) og er hann sá ökumaður sem hefur unnið flestar keppnir í sögunni, eða 103 talsins í 332 tilraunum. „Ég hef átt mögnuð ellefu ár með þessu liði og ég er svo stoltur af því sem við höfum afrekað saman,“ sagði Hamilton í tilkynningu Mercedes. „Mercedes hefur verið hluti af mínu lífi síðan ég var 13 ára gamall. Þetta er staðurinn þar sem ég hef alist upp, þannig að ákvörðunin um að fara er ein sú erfiðasta sem ég hef tekið á ævinni. En þetta er rétt tímasetning fyrir mig að taka þetta skref og ég er spenntur að takast á við nýja áskorun. Ég verð ávalt þakklátur fyrir þann ótrúlega stuðning sem ég hef fengið frá Mercedes-fjölskyldunni, sérstaklega vináttuna og leiðtogahæfileikana frá Toto [Wolff] og ég vil enda þetta vel. Ég er hundrað prósent ákveðinn í að gefa mig allann í þetta tímabil og að gera síðasta árið mitt hjá liðinu eftirminnilegt.“
Akstursíþróttir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira