Undrun og reiði meðal vina Diego Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2024 10:42 Diegó er einn frægasti köttur landsins og þarf nú að sætta sig við anddyrið. Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. „Hann liggur hérna bara á pappír hjá okkur og fær því alveg að koma inn,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni. Hún segist skilja aðstæður Hagkaupa sem selji opin matvæli og þurfi því að fara eftir reglum um þau. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Diego, sem gert hefur sig heimakominn í Hagkaup og í A4 um árabil, megi nú einungis dvelja í anddyrinu. Haft er eftir Gunnari Steini Þórssyni, verslunarstjóra Hagkaupa, að Diegó sé mikill vinur starfsmanna sem og viðskiptavina. Hann hafi verið fastagestur í versluninni í sjö ár en ljóst er á orðum Gunnars í Mogganum að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemd við viðveru kattarins í búðinni. Gunnar segist hafa skilning á því að Diegó skilji ekki reglur og setti hann sig því í samband við eiganda kattarins á dögunum. Landsathygli vakti í fyrra þegar Diegó slasaðist. Var blásið til söfnunar handa kettinum, sem verslanir í Skeifunni komu meðal annars að. Mætti Diegó aftur í janúar í fyrra mörgum til mikillar gleði. Pappírinn tryggir Diego viðveru í A4 „Við erum ekki með nein opin matvæli hjá okkur. Þannig að hann liggur bara hér á sínum pappír og svo röltir hann stundum um,“ segir Sigurborg hjá A4 um þennan frægasta kött landsins. „Við fjarlægum hann ef hann er að leggjast ofan í ferðatöskur og svoleiðis og hann kemur stundum upp á skrifstofu og situr með mér á skrifborðinu. Leggst stundum bara ofan á lyklaborðið: „Nú er kominn tími til að þú klappir mér kerling,“ þannig að já já hann fær alveg að vera hér.“ Hóta því að beina viðskiptum annað Diego hefur gert sig heimakominn svo lengi í verslunum A4 og í Hagkaup í Skeifunni að honum er tileinkaður sérstakur Facebook hópur tæplega fjórtán þúsund manna, eins og frægt er orðið. Þar vakti ákvörðun Hagkaupa mikla athygli, undrun og jafnvel reiði. „Þá leggur Hagkaup BARA til starfsmann sem hlúir að okkar manni og fylgir honum ljúflega út úr verslunni og fram í anddyr ef hann hefur farið inn í versluna,“ skrifar einn vina Diego í færslu í Facebook hópnum „Spottaði Diegó“ sem vakið hefur mikla athygli. Viðkomandi segist ítrekað versla í Hagkaup, A4 og í Dominos bara vegna viðveru Diego. Hann segir köttinn hafa fært sér og mörgum öðrum ómælda ánægju og gleði. „Ef þessi fyrirtæki standa ekki upp með okkur vinum Diegó og dýravinum almennt sé þá mun ég og við vinir Domino's leita annara leiða fyrir mín/okkar viðskipti og beina þeim á aðra staði en til Hagkaupa/A4 og Domino's. Domino's í Skeifunni.“ Margir leggja til að byggt verði skýli fyrir köttinn í anddyri Hagkaupa. Þeir segjast hafa skilning á því að Diegó leiti sér hlýju í verslun Hagkaupa, á köldum vetri líkt og þessum. Kettir Dýr Verslun Kötturinn Diegó Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
„Hann liggur hérna bara á pappír hjá okkur og fær því alveg að koma inn,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni. Hún segist skilja aðstæður Hagkaupa sem selji opin matvæli og þurfi því að fara eftir reglum um þau. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Diego, sem gert hefur sig heimakominn í Hagkaup og í A4 um árabil, megi nú einungis dvelja í anddyrinu. Haft er eftir Gunnari Steini Þórssyni, verslunarstjóra Hagkaupa, að Diegó sé mikill vinur starfsmanna sem og viðskiptavina. Hann hafi verið fastagestur í versluninni í sjö ár en ljóst er á orðum Gunnars í Mogganum að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemd við viðveru kattarins í búðinni. Gunnar segist hafa skilning á því að Diegó skilji ekki reglur og setti hann sig því í samband við eiganda kattarins á dögunum. Landsathygli vakti í fyrra þegar Diegó slasaðist. Var blásið til söfnunar handa kettinum, sem verslanir í Skeifunni komu meðal annars að. Mætti Diegó aftur í janúar í fyrra mörgum til mikillar gleði. Pappírinn tryggir Diego viðveru í A4 „Við erum ekki með nein opin matvæli hjá okkur. Þannig að hann liggur bara hér á sínum pappír og svo röltir hann stundum um,“ segir Sigurborg hjá A4 um þennan frægasta kött landsins. „Við fjarlægum hann ef hann er að leggjast ofan í ferðatöskur og svoleiðis og hann kemur stundum upp á skrifstofu og situr með mér á skrifborðinu. Leggst stundum bara ofan á lyklaborðið: „Nú er kominn tími til að þú klappir mér kerling,“ þannig að já já hann fær alveg að vera hér.“ Hóta því að beina viðskiptum annað Diego hefur gert sig heimakominn svo lengi í verslunum A4 og í Hagkaup í Skeifunni að honum er tileinkaður sérstakur Facebook hópur tæplega fjórtán þúsund manna, eins og frægt er orðið. Þar vakti ákvörðun Hagkaupa mikla athygli, undrun og jafnvel reiði. „Þá leggur Hagkaup BARA til starfsmann sem hlúir að okkar manni og fylgir honum ljúflega út úr verslunni og fram í anddyr ef hann hefur farið inn í versluna,“ skrifar einn vina Diego í færslu í Facebook hópnum „Spottaði Diegó“ sem vakið hefur mikla athygli. Viðkomandi segist ítrekað versla í Hagkaup, A4 og í Dominos bara vegna viðveru Diego. Hann segir köttinn hafa fært sér og mörgum öðrum ómælda ánægju og gleði. „Ef þessi fyrirtæki standa ekki upp með okkur vinum Diegó og dýravinum almennt sé þá mun ég og við vinir Domino's leita annara leiða fyrir mín/okkar viðskipti og beina þeim á aðra staði en til Hagkaupa/A4 og Domino's. Domino's í Skeifunni.“ Margir leggja til að byggt verði skýli fyrir köttinn í anddyri Hagkaupa. Þeir segjast hafa skilning á því að Diegó leiti sér hlýju í verslun Hagkaupa, á köldum vetri líkt og þessum.
Kettir Dýr Verslun Kötturinn Diegó Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira