Kötturinn Diegó Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Skeifukötturinn Diego er fundinn, heill á húfi. Hans hafði verið leitað af fjölda fólks síðan í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir köttinn hafa verið tekinn ófrjálsri hendi, en hann fannst í heimahúsi í morgun. Innlent 26.11.2024 11:51 Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. Innlent 26.11.2024 11:37 Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. Innlent 25.11.2024 19:01 Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. Innlent 25.11.2024 17:55 Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. Innlent 25.11.2024 14:14 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. Innlent 24.11.2024 20:43 Málið sem skekið hefur Skeifuna Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga. Lífið 3.2.2024 10:46 Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. Lífið 1.2.2024 10:42 Diego er mættur aftur Ófáir tóku gleði sína á ný þegar Diego, einn frægasti köttur landsins mætti aftur á vaktina í verslun A4 í Skeifunni. Lífið 25.1.2023 23:01 Seinni aðgerðin gekk vel og Diego kominn heim Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn aftur heim eftir að hafa dvalið á dýraspítala síðustu daga í kjölfar slyss sem hann lenti í á dögunum. Lífið 5.12.2022 14:20 Diego allur að braggast: Fyrsta myndin eftir slysið Frægasti köttur landsins og lukkudýr Skeifunnar, Diegó, er allur að koma til eftir bílslys fyrir rúmri viku. Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta en geta nú andað léttar, þar sem bataferlið virðist ganga vonum framar. Lífið 1.12.2022 23:14 Hagkaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. Lífið 29.11.2022 12:05 Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Innlent 26.11.2022 20:16 Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. Lífið 25.11.2022 10:03 Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. Innlent 1.9.2021 20:00
Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Skeifukötturinn Diego er fundinn, heill á húfi. Hans hafði verið leitað af fjölda fólks síðan í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir köttinn hafa verið tekinn ófrjálsri hendi, en hann fannst í heimahúsi í morgun. Innlent 26.11.2024 11:51
Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. Innlent 26.11.2024 11:37
Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. Innlent 25.11.2024 19:01
Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. Innlent 25.11.2024 17:55
Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. Innlent 25.11.2024 14:14
Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. Innlent 24.11.2024 20:43
Málið sem skekið hefur Skeifuna Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga. Lífið 3.2.2024 10:46
Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. Lífið 1.2.2024 10:42
Diego er mættur aftur Ófáir tóku gleði sína á ný þegar Diego, einn frægasti köttur landsins mætti aftur á vaktina í verslun A4 í Skeifunni. Lífið 25.1.2023 23:01
Seinni aðgerðin gekk vel og Diego kominn heim Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn aftur heim eftir að hafa dvalið á dýraspítala síðustu daga í kjölfar slyss sem hann lenti í á dögunum. Lífið 5.12.2022 14:20
Diego allur að braggast: Fyrsta myndin eftir slysið Frægasti köttur landsins og lukkudýr Skeifunnar, Diegó, er allur að koma til eftir bílslys fyrir rúmri viku. Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta en geta nú andað léttar, þar sem bataferlið virðist ganga vonum framar. Lífið 1.12.2022 23:14
Hagkaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. Lífið 29.11.2022 12:05
Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Innlent 26.11.2022 20:16
Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. Lífið 25.11.2022 10:03
Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. Innlent 1.9.2021 20:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent