Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. janúar 2024 20:01 Kristín Jónsdóttir segir í undirbúningi að vinna mat á hættu vegna jarðhræringa á Reykjanesfjallgarðsvæðinu öllu. Vísir/Arnar Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. Um tuttugu jarðskjálftar mældust nærri Bláfjöllum um helgina og sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í fréttum okkar í gær þá til marks að allt eldstöðvakerfið í Reykjanesfjallgarðinum væri komið í gang. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nær allt frá ysta hluta Reykjaness að Henglinum. Eldgosin geti færst nær höfuðborgarsvæðinu og telur Ármann mikilvægt að bregðast tímanlega við, meðal annars með því að skipuleggja fleiri varnargarða. „Ég tel alveg eðlilegt að trúa þessum reyndu vísindamönnum okkar, með mikla þekkingu, þegar þeir segja að þessi risi sé vaknaður og taka það alvarlega og taka það til skoðunar. Hvort það komi til þess að við setjum af stað vinnu við að meta eða hanna einhvers konar varnir það er bara eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar en í gegnum þau kerfi sem að við höfum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir í undirbúningi að vinna mat á hættu á svæðinu öllu vegna jarðhræringa. „Það þarf auðvitað að vinna í því að gera heildstætt hættumat og áhættumat fyrir allan Reykjanesskagann og það er verið að skoða það.“ Ef til eldgos kemur nærri Bláfjöllum ætti að sjást kvikusöfnun í aðdraganda þess en Kristín segist slíkt ekki sjást nú. Hins vegar séu jarðskjálftarnir þar um helgina eitthvað sem þarf að fylgjast með í ljósi sögunnar. „Þarna er stórt misgengi og við vitum að þarna hafa orðið skjálftar sem að eru sex að stærð og rétt rúmlega sex. Þannig að það er full ástæða til að fylgjast vel með virkni á þessu misgengi og það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan að þarna var síðast stór skjálfti. Það var 6. des. 1968 sem að þarna var skjálfti ríflega sex að stærð og fannst auðvitað vel á höfuðborgarsvæðinu og það kemur að því að það verður annar slíkur á þessu misgengi.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Um tuttugu jarðskjálftar mældust nærri Bláfjöllum um helgina og sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í fréttum okkar í gær þá til marks að allt eldstöðvakerfið í Reykjanesfjallgarðinum væri komið í gang. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nær allt frá ysta hluta Reykjaness að Henglinum. Eldgosin geti færst nær höfuðborgarsvæðinu og telur Ármann mikilvægt að bregðast tímanlega við, meðal annars með því að skipuleggja fleiri varnargarða. „Ég tel alveg eðlilegt að trúa þessum reyndu vísindamönnum okkar, með mikla þekkingu, þegar þeir segja að þessi risi sé vaknaður og taka það alvarlega og taka það til skoðunar. Hvort það komi til þess að við setjum af stað vinnu við að meta eða hanna einhvers konar varnir það er bara eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar en í gegnum þau kerfi sem að við höfum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir í undirbúningi að vinna mat á hættu á svæðinu öllu vegna jarðhræringa. „Það þarf auðvitað að vinna í því að gera heildstætt hættumat og áhættumat fyrir allan Reykjanesskagann og það er verið að skoða það.“ Ef til eldgos kemur nærri Bláfjöllum ætti að sjást kvikusöfnun í aðdraganda þess en Kristín segist slíkt ekki sjást nú. Hins vegar séu jarðskjálftarnir þar um helgina eitthvað sem þarf að fylgjast með í ljósi sögunnar. „Þarna er stórt misgengi og við vitum að þarna hafa orðið skjálftar sem að eru sex að stærð og rétt rúmlega sex. Þannig að það er full ástæða til að fylgjast vel með virkni á þessu misgengi og það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan að þarna var síðast stór skjálfti. Það var 6. des. 1968 sem að þarna var skjálfti ríflega sex að stærð og fannst auðvitað vel á höfuðborgarsvæðinu og það kemur að því að það verður annar slíkur á þessu misgengi.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34