Sagður vilja reka Járnherforingjann Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2024 18:21 Salúsjní og Selenskí takast í hendur. Myndin var tekin síðasta sumar en mikil spenna er sögð hafa ríkt milli mannanna undanfarna mánuði. Getty/Alecey Furman Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður ætla sér að skipta út Valerí Salúsjní, yfirmanni herafla landsins. Þeir funduðu í gær og bauð forsetinn Salúsjní að taka að sér stöðu varnarmálaráðgjafa en hann neitaði að segja af sér. Samkvæmt heimildarmönnum FT á Selenskí að hafa sagt Salúsjní að hvort sem hann tæki að sér ráðgjafastöðuna eða ekki, yrði hann fjarlægður úr stöðu yfirmanns heraflans. Mikil umræða átti sér stað á samfélagsmiðlum um fundinn í gær og segja heimildarmenn FT að hægt hafi verið á ferlinu að reka Salúsjní. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Heimildarmenn New York Times í Úkraínu segja að Selenskí hafi ætlað að reka Salúsjní en hafi hætt við í bili eftir að fregnum af ætlunum forsetans hafi verið lekið til fjölmiðla. Talsmaður Selenskís þvertók fyrir það að Salúsjní hefði verið rekinn í gærkvöldi en vildi ekkert segja um hvort til stæði að reka herforingjann. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. FT segir að Selenskí sé sagður óttast Salúsjní sem mögulegan pólitískan andstæðing. Salúsjní hefur fengið heiðurinn af vörnum Kænugarðs í upphafi innrásarinnar, vel heppnaða gagnsókn í Karkív-héraði og frelsun Kherson-borgar um haustið 2022. Þá hafa þeir deilt opinberlega um herkvaðningu í Úkraínu og hvort hún ætti að vera framkvæmd af opinberum yfirvöldum landsins eða af hernum. Herinn segir þörf á um hálfri milljón manna herkvaðningu. Það að reka Salúsjní gæti reynst mjög óvinsæl ákvörðun hjá Selenskí, vegna vinsælda herforingjans. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum FT á Selenskí að hafa sagt Salúsjní að hvort sem hann tæki að sér ráðgjafastöðuna eða ekki, yrði hann fjarlægður úr stöðu yfirmanns heraflans. Mikil umræða átti sér stað á samfélagsmiðlum um fundinn í gær og segja heimildarmenn FT að hægt hafi verið á ferlinu að reka Salúsjní. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Heimildarmenn New York Times í Úkraínu segja að Selenskí hafi ætlað að reka Salúsjní en hafi hætt við í bili eftir að fregnum af ætlunum forsetans hafi verið lekið til fjölmiðla. Talsmaður Selenskís þvertók fyrir það að Salúsjní hefði verið rekinn í gærkvöldi en vildi ekkert segja um hvort til stæði að reka herforingjann. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. FT segir að Selenskí sé sagður óttast Salúsjní sem mögulegan pólitískan andstæðing. Salúsjní hefur fengið heiðurinn af vörnum Kænugarðs í upphafi innrásarinnar, vel heppnaða gagnsókn í Karkív-héraði og frelsun Kherson-borgar um haustið 2022. Þá hafa þeir deilt opinberlega um herkvaðningu í Úkraínu og hvort hún ætti að vera framkvæmd af opinberum yfirvöldum landsins eða af hernum. Herinn segir þörf á um hálfri milljón manna herkvaðningu. Það að reka Salúsjní gæti reynst mjög óvinsæl ákvörðun hjá Selenskí, vegna vinsælda herforingjans.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01
Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34