Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2024 10:46 Málið varðar ákvörðun lögreglunnar að hætta rannsókn á strokulöxum úr sjókvíeldi í Patreksfirði. Vísir/Arnar Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. Þetta kemur fram í svörum Ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þar kemur jafnframt fram að kærurnar bárust bæði frá einstaklingum og lögpersónum, það er að segja stofnunum, félagasamtökum eða fyrirtækjum. Saksóknari segist að öðru leyti ekki geta gefið upp hverjir kærðu ákvörðunina. Málið varðar það þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Lögregla hóf rannsókn á málinu í kjölfar kæru Matvælastofnunar sem vísaði til laga um fiskeldi og sagði að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því rétt fyrir jól að rannsókninni væri hætt. Í bréfi lögreglustjórans sagði að ekki væri talinn grundvöllur til að halda henni áfram þar sem „gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hafi verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings og sakir séu miklar.“ Greint var frá því í gær að Matvælastofnun hefði kært ákvörðunina. Í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin teldi nauðsynlegt að „rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins.“ Í lok desembermánaðar sagði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, að samtökin hygðust kæra ákvörðunina. Gunnar fullyrti í samtali við fréttastofu að „vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þar kemur jafnframt fram að kærurnar bárust bæði frá einstaklingum og lögpersónum, það er að segja stofnunum, félagasamtökum eða fyrirtækjum. Saksóknari segist að öðru leyti ekki geta gefið upp hverjir kærðu ákvörðunina. Málið varðar það þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Lögregla hóf rannsókn á málinu í kjölfar kæru Matvælastofnunar sem vísaði til laga um fiskeldi og sagði að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því rétt fyrir jól að rannsókninni væri hætt. Í bréfi lögreglustjórans sagði að ekki væri talinn grundvöllur til að halda henni áfram þar sem „gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hafi verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings og sakir séu miklar.“ Greint var frá því í gær að Matvælastofnun hefði kært ákvörðunina. Í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin teldi nauðsynlegt að „rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins.“ Í lok desembermánaðar sagði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, að samtökin hygðust kæra ákvörðunina. Gunnar fullyrti í samtali við fréttastofu að „vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53
Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20
Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01