Dauðvona þjófur sem stal skóm Dóróteu sleppur við fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 23:01 Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin er talinn eiga eingöngu nokkra mánuði ólifaða. AP/Dan Kraker Aldraður maður sem stal hinum frægu rauðu skóm Dóróteu úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz mun líklega sleppa við fangelsi þar sem hann er við dauðans dyr. Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin sagðist hafa stolið skónum sem Judy Garland var í í kvikmyndinni sem kom út árið 1939 af safni í Minnesota, því hann vildi fremja sitt síðasta rán áður en hann dó. Martin stal skónum af safni um Judy Garland í Grand Rapids í Minnesota, heimabæ leikkonunnar frægu, árið 2005. Gamall samverkamaður hans hafði þá sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Þá voru tíu ár liðin frá því Martin sat síðast í fangelsi en freistingin reyndist of mikil, samkvæmt verjanda hans. Hann notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Hann hefur aldrei viljað segja hverjir komu að þjófnaðinum með honum. Rauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz eru ekki skreyttir raunverulegum gimsteinum. Þeir eru þó metnir á fúlgur fjár.AP/Reed Saxon Samkvæmt AP fréttaveitunni taldi Martin sig geta tekið gimsteinana af skónum og selt þá. Þegar hann komst að því að engir gimsteinar voru á skónum losaði hann sig við þá, með því að gefa þá til mannsins sem hafði sagt honum að gimsteinarnir á skónum væru raunverulegir. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fundu skóna árið 2018, eftir að maður sem sagðist vita hvar þeir væru vildi fá tvö hundruð þúsund dali eða um 27,5 milljónir króna í fundarlaun. Martin var þó ekki ákærður fyrir að stela þeim fyrr en í fyrra. Hann fannst í gegnum símagögn og játaði þegar á hann var gengið. Martin er talinn eiga nokkra mánuði ólifaða vegna veikinda. Hann þarfnast stöðugs eftirlits og þarf að nota súrefniskúta. Bæði verjendur hans og saksóknarar lögðu til að hann slyppi við fangelsisvist og samþykkti dómarinn það. Honum var einnig gert að greiða 23.500 dali í skaðabætur til safnsins. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. „Ég vil alls ekki gera lítið úr alvarleika glæps hans,“ sagði dómarinn. Hann sagði Martin hafa stolið og ætlað sér að eyðileggja einstakan menningargrip. Skórnir eru metnir á um 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 483 milljónum króna. Þeir eru einir fjögurra para sem Garland var í við tökur kvikmyndarinnar frægu. Hin pörin eru á söfnum en þetta par er í eigu safnarns Michael Shaw. Hann hafði lánað parið til safnsins í Grand Rapids en hefur nú fengið skóna aftur. Hann ætlar sér að selja skóna á uppboði. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Martin stal skónum af safni um Judy Garland í Grand Rapids í Minnesota, heimabæ leikkonunnar frægu, árið 2005. Gamall samverkamaður hans hafði þá sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Þá voru tíu ár liðin frá því Martin sat síðast í fangelsi en freistingin reyndist of mikil, samkvæmt verjanda hans. Hann notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Hann hefur aldrei viljað segja hverjir komu að þjófnaðinum með honum. Rauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz eru ekki skreyttir raunverulegum gimsteinum. Þeir eru þó metnir á fúlgur fjár.AP/Reed Saxon Samkvæmt AP fréttaveitunni taldi Martin sig geta tekið gimsteinana af skónum og selt þá. Þegar hann komst að því að engir gimsteinar voru á skónum losaði hann sig við þá, með því að gefa þá til mannsins sem hafði sagt honum að gimsteinarnir á skónum væru raunverulegir. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fundu skóna árið 2018, eftir að maður sem sagðist vita hvar þeir væru vildi fá tvö hundruð þúsund dali eða um 27,5 milljónir króna í fundarlaun. Martin var þó ekki ákærður fyrir að stela þeim fyrr en í fyrra. Hann fannst í gegnum símagögn og játaði þegar á hann var gengið. Martin er talinn eiga nokkra mánuði ólifaða vegna veikinda. Hann þarfnast stöðugs eftirlits og þarf að nota súrefniskúta. Bæði verjendur hans og saksóknarar lögðu til að hann slyppi við fangelsisvist og samþykkti dómarinn það. Honum var einnig gert að greiða 23.500 dali í skaðabætur til safnsins. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. „Ég vil alls ekki gera lítið úr alvarleika glæps hans,“ sagði dómarinn. Hann sagði Martin hafa stolið og ætlað sér að eyðileggja einstakan menningargrip. Skórnir eru metnir á um 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 483 milljónum króna. Þeir eru einir fjögurra para sem Garland var í við tökur kvikmyndarinnar frægu. Hin pörin eru á söfnum en þetta par er í eigu safnarns Michael Shaw. Hann hafði lánað parið til safnsins í Grand Rapids en hefur nú fengið skóna aftur. Hann ætlar sér að selja skóna á uppboði.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna