Kristín Ýr ráðin kynningar- og markaðsstjóri Barnaheilla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2024 12:29 Kristín Ýr hefur hafið störf. Barnaheill Kristín Ýr Gunnarsdóttir mun hefja störf sem kynningar- og markaðsstjóri hjá Barnaheillum 1. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barnaheillum. Þar segir að Kristín hafi víðtæka reynslu á sviði samskipta- og markaðsmála og hafi sinnt ráðgjöf í mótun og miðlun upplýsinga bæði í stjórnsýslunni og á almennum vinnumarkaði. Síðast starfaði hún sem ráðgjafi hjá samskiptafélaginu Aton.JL. Kristín hefur einnig áratuga reynslu úr fjölmiðlum og vann síðast á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis frá 2018 til 2019. Þá starfaði hún á árunum 2015 til 2018 hjá Alþýðusambandi Íslands, sem verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála. Samhliða blaðamennsku starfaði Kristín í kvikmyndagerð og kom að gerð sjónvarpsþátta sem og auglýsinga. Kristín er menntuð leiðtoga- og stjórnendamarkþjálfi og er einnig með diplómagráðu í kvikmyndagerð. Hún hefur einnig setið fjölda námskeiða meðal annars í markaðssetningu, samningatækni og stafrænni miðlun. „Kristín er frábær viðbót við öflugan hóp okkar hér hjá Barnaheillum. Kristín hefur mikla og víðtæka reynslu á svið samskipta- og markaðsmála sem mun nýtast okkur til að efla starf okkar enn frekar. Við erum því afar ánægð með að fá hana til starfa. Framundan eru spennandi og krefjandi verkefni sem við hlökkum til að þróa áfram með hennar reynslu í farteskinu, með það að leiðarljósi að tryggja réttindi og velferð barna,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Barnaheill eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin í heiminum sem starfa í þágu barna. „Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.“ Vistaskipti Réttindi barna Félagasamtök Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þar segir að Kristín hafi víðtæka reynslu á sviði samskipta- og markaðsmála og hafi sinnt ráðgjöf í mótun og miðlun upplýsinga bæði í stjórnsýslunni og á almennum vinnumarkaði. Síðast starfaði hún sem ráðgjafi hjá samskiptafélaginu Aton.JL. Kristín hefur einnig áratuga reynslu úr fjölmiðlum og vann síðast á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis frá 2018 til 2019. Þá starfaði hún á árunum 2015 til 2018 hjá Alþýðusambandi Íslands, sem verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála. Samhliða blaðamennsku starfaði Kristín í kvikmyndagerð og kom að gerð sjónvarpsþátta sem og auglýsinga. Kristín er menntuð leiðtoga- og stjórnendamarkþjálfi og er einnig með diplómagráðu í kvikmyndagerð. Hún hefur einnig setið fjölda námskeiða meðal annars í markaðssetningu, samningatækni og stafrænni miðlun. „Kristín er frábær viðbót við öflugan hóp okkar hér hjá Barnaheillum. Kristín hefur mikla og víðtæka reynslu á svið samskipta- og markaðsmála sem mun nýtast okkur til að efla starf okkar enn frekar. Við erum því afar ánægð með að fá hana til starfa. Framundan eru spennandi og krefjandi verkefni sem við hlökkum til að þróa áfram með hennar reynslu í farteskinu, með það að leiðarljósi að tryggja réttindi og velferð barna,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Barnaheill eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin í heiminum sem starfa í þágu barna. „Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.“
Vistaskipti Réttindi barna Félagasamtök Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira