Vindum ofan af skaðlegri reglugerð ráðherra um skammtímaleigu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 27. janúar 2024 17:01 Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með nýju reglunum var fyrirtækjum og fjárfestum sem hafa sankað að sér íbúðum til að leigja út til ferðamanna allan ársins hring gert kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. Í þessu felst sérstök skattaívilnun í ljósi þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Síðan reglugerðin var sett hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu teknar úr umferð og ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 7. desember síðastliðinn.„Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði hún.„Hvað gekk hæstvirtum ráðherra til þegar hún setti reglugerð nr. 649 árið 2018? Hvers vegna vildi ráðherra ekki að húsnæði sem nýtt er til skammtímaleigu í atvinnuskyni væri skráð sem atvinnuhúsnæði? “ Ráðherra gaf engin svör um það hvers vegna reglugerðin var sett. Hins vegar viðurkenndi hún að hugsanlega þyrfti að breyta reglugerðinni til að stemma stigu við háu hlutfalli hótelíbúða og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað. Þetta er eitt af því sem við í Samfylkingunni lögðum áherslu á í kjarapakka sem við kynntum fyrir jól: að komið yrði böndum á skammtímaleigumarkaðinn með hertum reglum og auknu eftirliti. Nú þegar allar íbúðir heils bæjarfélags eru horfnar af húsnæðismarkaði er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka framboð nýrra íbúða og tryggja að það íbúðarhúsnæði sem þegar hefur verið byggt nýtist til búsetu fyrir íbúa landsins. Því er það fagnaðarefni að nú hafi ríkisstjórnin loksins ákveðið að afturkalla þá breytingu sem gerð var með reglugerð Þórdísar Kolbrúnar árið 2018 og tryggja að íbúðir í skammtímaleigu séu skattlagðar sem atvinnuhúsnæði. Samhliða þessari breytingu ætti að stórauka eftirlit með bæði skammtímaleigu í atvinnuskyni og heimagistingu og tryggja sveitarfélögum auknar heimildir til að hafa áhrif á umfang þessarar starfsemi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með nýju reglunum var fyrirtækjum og fjárfestum sem hafa sankað að sér íbúðum til að leigja út til ferðamanna allan ársins hring gert kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. Í þessu felst sérstök skattaívilnun í ljósi þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Síðan reglugerðin var sett hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu teknar úr umferð og ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 7. desember síðastliðinn.„Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði hún.„Hvað gekk hæstvirtum ráðherra til þegar hún setti reglugerð nr. 649 árið 2018? Hvers vegna vildi ráðherra ekki að húsnæði sem nýtt er til skammtímaleigu í atvinnuskyni væri skráð sem atvinnuhúsnæði? “ Ráðherra gaf engin svör um það hvers vegna reglugerðin var sett. Hins vegar viðurkenndi hún að hugsanlega þyrfti að breyta reglugerðinni til að stemma stigu við háu hlutfalli hótelíbúða og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað. Þetta er eitt af því sem við í Samfylkingunni lögðum áherslu á í kjarapakka sem við kynntum fyrir jól: að komið yrði böndum á skammtímaleigumarkaðinn með hertum reglum og auknu eftirliti. Nú þegar allar íbúðir heils bæjarfélags eru horfnar af húsnæðismarkaði er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka framboð nýrra íbúða og tryggja að það íbúðarhúsnæði sem þegar hefur verið byggt nýtist til búsetu fyrir íbúa landsins. Því er það fagnaðarefni að nú hafi ríkisstjórnin loksins ákveðið að afturkalla þá breytingu sem gerð var með reglugerð Þórdísar Kolbrúnar árið 2018 og tryggja að íbúðir í skammtímaleigu séu skattlagðar sem atvinnuhúsnæði. Samhliða þessari breytingu ætti að stórauka eftirlit með bæði skammtímaleigu í atvinnuskyni og heimagistingu og tryggja sveitarfélögum auknar heimildir til að hafa áhrif á umfang þessarar starfsemi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. 9. maí 2023 09:02
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun