Tjá sig ekki um þjóðerni hinna handteknu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 12:02 Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/Arnar Mennirnir þrír sem handteknir voru eftir aðgerð lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti í vikunni hafa verið látnir lausir. Lögregla verst allra frétta af málinu. Það var á fimmtudaginn sem þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið látnir lausir en að öðru leyti hefur lögregla varist allra frétta af málinu og ekki veitt fjölmiðlum viðtal. Einn var handtekinn vegna hótana um að ráðast inn í skólann en hinir tveir voru handteknir á vettvangi, eftir að lögregla sá þá sitja inni í bíl íklædda stunguvestum. Þeir reyndust einnig vera með leikfangabyssur í fórum sínum. Þeirra handtaka er þó ekki tengd hótuninni. Á samfélagsmiðlum hafa sögur verið á kreiki um atburðarásina, mennirnir meðal annars sagðir hælisleitendur. Þeir eigi að hafa gengið um skólann með leikfangabyssurnar á meðan nemendur hafi verið læstir inni í stofum sínum í tvo klukkutíma. Þetta hefur skólameistari FB þvertekið fyrir og segir engan mannanna hafa komið inn í skólann á neinum tímapunki. Grímur sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um þjóðerni mannanna, og að atburðarásin væri meðal þess sem til rannsóknar væri hjá lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40 Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58 Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Það var á fimmtudaginn sem þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið látnir lausir en að öðru leyti hefur lögregla varist allra frétta af málinu og ekki veitt fjölmiðlum viðtal. Einn var handtekinn vegna hótana um að ráðast inn í skólann en hinir tveir voru handteknir á vettvangi, eftir að lögregla sá þá sitja inni í bíl íklædda stunguvestum. Þeir reyndust einnig vera með leikfangabyssur í fórum sínum. Þeirra handtaka er þó ekki tengd hótuninni. Á samfélagsmiðlum hafa sögur verið á kreiki um atburðarásina, mennirnir meðal annars sagðir hælisleitendur. Þeir eigi að hafa gengið um skólann með leikfangabyssurnar á meðan nemendur hafi verið læstir inni í stofum sínum í tvo klukkutíma. Þetta hefur skólameistari FB þvertekið fyrir og segir engan mannanna hafa komið inn í skólann á neinum tímapunki. Grímur sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um þjóðerni mannanna, og að atburðarásin væri meðal þess sem til rannsóknar væri hjá lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40 Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58 Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40
Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58
Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22