Þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrir notkun á uppfinningu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. janúar 2024 10:26 Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Íslenskar orkurannsóknir, eða ÍSOR, þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á þegar hann var starfsmaður stofnunarinnar. Maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum en starf hans var lagt niður í janúar 2021. Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Hann krafðist þess að ÍSOR myndu greiða honum 38 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega 5,6 milljónum króna, vegna hagnýtingar á uppfinningu hans, en upphæðina sagði hann vera þriðjung af nettóhagnaði hennar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði „engan veginn“ sýnt fram á að nettóhagnaður hafi orðið hjá ÍSOR vegna hagnýtingar uppfinningar hans og því síður að slíkur hagnaður hafði verið að mun meiri en sem nam kostnaði sem stofnunin hafði af henni svo maðurinn ætti rétt á endurgjaldi. Í málinu lá fyrir samningur milli mannsins og ÍSOR sem bar yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“. Þar var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu. Í málinu vísaði maðurinn til samningsins þar sem að sagði að kæmi í ljós að nettóhagnaður á uppfinningum mannsins væri mun meiri en kostnaður við gerð uppfinningarinnar ætti hann rétt á hæfilegu endurgjaldi. Líkt og áður segir þótti maðurinn ekki sýna fram á að nettóhagnaður hafi orðið á uppfinningu hans og því var ÍSOR sýknað af kröfum mannsins. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en manninum er gert að greiða ÍSOR 2,5 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómsmál Orkumál Nýsköpun Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum en starf hans var lagt niður í janúar 2021. Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Hann krafðist þess að ÍSOR myndu greiða honum 38 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega 5,6 milljónum króna, vegna hagnýtingar á uppfinningu hans, en upphæðina sagði hann vera þriðjung af nettóhagnaði hennar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði „engan veginn“ sýnt fram á að nettóhagnaður hafi orðið hjá ÍSOR vegna hagnýtingar uppfinningar hans og því síður að slíkur hagnaður hafði verið að mun meiri en sem nam kostnaði sem stofnunin hafði af henni svo maðurinn ætti rétt á endurgjaldi. Í málinu lá fyrir samningur milli mannsins og ÍSOR sem bar yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“. Þar var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu. Í málinu vísaði maðurinn til samningsins þar sem að sagði að kæmi í ljós að nettóhagnaður á uppfinningum mannsins væri mun meiri en kostnaður við gerð uppfinningarinnar ætti hann rétt á hæfilegu endurgjaldi. Líkt og áður segir þótti maðurinn ekki sýna fram á að nettóhagnaður hafi orðið á uppfinningu hans og því var ÍSOR sýknað af kröfum mannsins. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en manninum er gert að greiða ÍSOR 2,5 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Dómsmál Orkumál Nýsköpun Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira