Klopp hættir með Liverpool í vor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 10:41 Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool í rúm átta ár eða síðan hann tók við liðinu í október 2015. Undir hans stjórn hefur liðið unnið alla stóru titlana í boði þar á meðal enska meistaratitilinn 2020 og Meistaradeildina 2019. Alls hefur Liverpool unnið sex titla á átta og hálfu ári Klopp með liðið. Liðið vonast til að geta bætt við titlum á þessu síðasta tímabili enda enn með í öllum keppnum. Tilkynning Klopp kemur á miðju tímabili, aðeins nokkrum dögum eftir að hann stýrði liðinu inn í úrslitaleik enska deildabikarsins og þegar liðið situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jürgen Klopp has announced his decision to step down as #LFC manager at the end of the season, having informed the club s ownership of his wish to leave his position in the summer.— Liverpool FC (@LFC) January 26, 2024 Hann lét eiganda Liverpool vita af því að hann vildi hætta með liðið eftir þetta tímabil en Klopp var með samning til ársins 2026 og hafði alltaf talað um að það hann ætlaði að klára hann. „Ég skil það vel að það sé sjokk fyrir fullt af fólki að fá þessar fréttir núna en auðvitað get ég útskýrt þetta, eða réttara sagt reyna að útskýra þetta,“ sagði Klopp í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Ég elska allt við þetta félag, elska allt við þessa borg og elska allt við okkar stuðningsmenn. Ég elska liðið og elska samstarfsfólkið mitt. Það sýnir líka að ég tek samt þessa ákvörðun og ástæðan er að því mér fannst ég yrði að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp. „Svona er ég og hvernig get ég sagt þetta en ég er að verða orkulaus. Það er ekkert vandmál hjá mér núna en ég vissi samt að ég yrði að tilkynna þetta á einhverjum tímapunkti. Ég er samt góður núna og veit að ég skilað mínu starfi aftur, aftur og aftur,“ sagði Klopp. „Eftir öll árin sem við höfum eytt saman, eftir allan tímann sem við höfum verið saman og eftir allt sem við upplifðum á þessum tíma þá hefur ást mín og virðing vaxið. Ég skuldaði ykkur því að segja sannleikann og það hef ég gert núna,“ sagði Klopp. Samstarfsmenn hans, Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos munu allir hætta líka. Klopp vildi tilkynna þetta núna þannig að félagið hefði nægan tíma bil að undirbúa sig fyrir framhaldið sem og að finna eftirmann hans. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Klopp þar sem hann fer yfir þessa óvæntu ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mHYsAgAx5I4">watch on YouTube</a> BREAKING: Jurgen Klopp has decided to LEAVE Liverpool at the end of the season. pic.twitter.com/jMlKg16hV3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 26, 2024 Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool í rúm átta ár eða síðan hann tók við liðinu í október 2015. Undir hans stjórn hefur liðið unnið alla stóru titlana í boði þar á meðal enska meistaratitilinn 2020 og Meistaradeildina 2019. Alls hefur Liverpool unnið sex titla á átta og hálfu ári Klopp með liðið. Liðið vonast til að geta bætt við titlum á þessu síðasta tímabili enda enn með í öllum keppnum. Tilkynning Klopp kemur á miðju tímabili, aðeins nokkrum dögum eftir að hann stýrði liðinu inn í úrslitaleik enska deildabikarsins og þegar liðið situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jürgen Klopp has announced his decision to step down as #LFC manager at the end of the season, having informed the club s ownership of his wish to leave his position in the summer.— Liverpool FC (@LFC) January 26, 2024 Hann lét eiganda Liverpool vita af því að hann vildi hætta með liðið eftir þetta tímabil en Klopp var með samning til ársins 2026 og hafði alltaf talað um að það hann ætlaði að klára hann. „Ég skil það vel að það sé sjokk fyrir fullt af fólki að fá þessar fréttir núna en auðvitað get ég útskýrt þetta, eða réttara sagt reyna að útskýra þetta,“ sagði Klopp í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Ég elska allt við þetta félag, elska allt við þessa borg og elska allt við okkar stuðningsmenn. Ég elska liðið og elska samstarfsfólkið mitt. Það sýnir líka að ég tek samt þessa ákvörðun og ástæðan er að því mér fannst ég yrði að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp. „Svona er ég og hvernig get ég sagt þetta en ég er að verða orkulaus. Það er ekkert vandmál hjá mér núna en ég vissi samt að ég yrði að tilkynna þetta á einhverjum tímapunkti. Ég er samt góður núna og veit að ég skilað mínu starfi aftur, aftur og aftur,“ sagði Klopp. „Eftir öll árin sem við höfum eytt saman, eftir allan tímann sem við höfum verið saman og eftir allt sem við upplifðum á þessum tíma þá hefur ást mín og virðing vaxið. Ég skuldaði ykkur því að segja sannleikann og það hef ég gert núna,“ sagði Klopp. Samstarfsmenn hans, Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos munu allir hætta líka. Klopp vildi tilkynna þetta núna þannig að félagið hefði nægan tíma bil að undirbúa sig fyrir framhaldið sem og að finna eftirmann hans. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Klopp þar sem hann fer yfir þessa óvæntu ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mHYsAgAx5I4">watch on YouTube</a> BREAKING: Jurgen Klopp has decided to LEAVE Liverpool at the end of the season. pic.twitter.com/jMlKg16hV3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 26, 2024
Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira