Klopp hættir með Liverpool í vor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 10:41 Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool í rúm átta ár eða síðan hann tók við liðinu í október 2015. Undir hans stjórn hefur liðið unnið alla stóru titlana í boði þar á meðal enska meistaratitilinn 2020 og Meistaradeildina 2019. Alls hefur Liverpool unnið sex titla á átta og hálfu ári Klopp með liðið. Liðið vonast til að geta bætt við titlum á þessu síðasta tímabili enda enn með í öllum keppnum. Tilkynning Klopp kemur á miðju tímabili, aðeins nokkrum dögum eftir að hann stýrði liðinu inn í úrslitaleik enska deildabikarsins og þegar liðið situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jürgen Klopp has announced his decision to step down as #LFC manager at the end of the season, having informed the club s ownership of his wish to leave his position in the summer.— Liverpool FC (@LFC) January 26, 2024 Hann lét eiganda Liverpool vita af því að hann vildi hætta með liðið eftir þetta tímabil en Klopp var með samning til ársins 2026 og hafði alltaf talað um að það hann ætlaði að klára hann. „Ég skil það vel að það sé sjokk fyrir fullt af fólki að fá þessar fréttir núna en auðvitað get ég útskýrt þetta, eða réttara sagt reyna að útskýra þetta,“ sagði Klopp í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Ég elska allt við þetta félag, elska allt við þessa borg og elska allt við okkar stuðningsmenn. Ég elska liðið og elska samstarfsfólkið mitt. Það sýnir líka að ég tek samt þessa ákvörðun og ástæðan er að því mér fannst ég yrði að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp. „Svona er ég og hvernig get ég sagt þetta en ég er að verða orkulaus. Það er ekkert vandmál hjá mér núna en ég vissi samt að ég yrði að tilkynna þetta á einhverjum tímapunkti. Ég er samt góður núna og veit að ég skilað mínu starfi aftur, aftur og aftur,“ sagði Klopp. „Eftir öll árin sem við höfum eytt saman, eftir allan tímann sem við höfum verið saman og eftir allt sem við upplifðum á þessum tíma þá hefur ást mín og virðing vaxið. Ég skuldaði ykkur því að segja sannleikann og það hef ég gert núna,“ sagði Klopp. Samstarfsmenn hans, Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos munu allir hætta líka. Klopp vildi tilkynna þetta núna þannig að félagið hefði nægan tíma bil að undirbúa sig fyrir framhaldið sem og að finna eftirmann hans. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Klopp þar sem hann fer yfir þessa óvæntu ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mHYsAgAx5I4">watch on YouTube</a> BREAKING: Jurgen Klopp has decided to LEAVE Liverpool at the end of the season. pic.twitter.com/jMlKg16hV3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 26, 2024 Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira
Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool í rúm átta ár eða síðan hann tók við liðinu í október 2015. Undir hans stjórn hefur liðið unnið alla stóru titlana í boði þar á meðal enska meistaratitilinn 2020 og Meistaradeildina 2019. Alls hefur Liverpool unnið sex titla á átta og hálfu ári Klopp með liðið. Liðið vonast til að geta bætt við titlum á þessu síðasta tímabili enda enn með í öllum keppnum. Tilkynning Klopp kemur á miðju tímabili, aðeins nokkrum dögum eftir að hann stýrði liðinu inn í úrslitaleik enska deildabikarsins og þegar liðið situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jürgen Klopp has announced his decision to step down as #LFC manager at the end of the season, having informed the club s ownership of his wish to leave his position in the summer.— Liverpool FC (@LFC) January 26, 2024 Hann lét eiganda Liverpool vita af því að hann vildi hætta með liðið eftir þetta tímabil en Klopp var með samning til ársins 2026 og hafði alltaf talað um að það hann ætlaði að klára hann. „Ég skil það vel að það sé sjokk fyrir fullt af fólki að fá þessar fréttir núna en auðvitað get ég útskýrt þetta, eða réttara sagt reyna að útskýra þetta,“ sagði Klopp í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Ég elska allt við þetta félag, elska allt við þessa borg og elska allt við okkar stuðningsmenn. Ég elska liðið og elska samstarfsfólkið mitt. Það sýnir líka að ég tek samt þessa ákvörðun og ástæðan er að því mér fannst ég yrði að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp. „Svona er ég og hvernig get ég sagt þetta en ég er að verða orkulaus. Það er ekkert vandmál hjá mér núna en ég vissi samt að ég yrði að tilkynna þetta á einhverjum tímapunkti. Ég er samt góður núna og veit að ég skilað mínu starfi aftur, aftur og aftur,“ sagði Klopp. „Eftir öll árin sem við höfum eytt saman, eftir allan tímann sem við höfum verið saman og eftir allt sem við upplifðum á þessum tíma þá hefur ást mín og virðing vaxið. Ég skuldaði ykkur því að segja sannleikann og það hef ég gert núna,“ sagði Klopp. Samstarfsmenn hans, Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos munu allir hætta líka. Klopp vildi tilkynna þetta núna þannig að félagið hefði nægan tíma bil að undirbúa sig fyrir framhaldið sem og að finna eftirmann hans. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Klopp þar sem hann fer yfir þessa óvæntu ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mHYsAgAx5I4">watch on YouTube</a> BREAKING: Jurgen Klopp has decided to LEAVE Liverpool at the end of the season. pic.twitter.com/jMlKg16hV3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 26, 2024
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira