Tom Hollander fékk bónusgreiðslu Tom Holland Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2024 23:10 Tom Hollander var hortugur þar til hann sá hvað Tom Holland fær í bónusgreiðslu. Vísir/Getty Breski leikarinn Tom Hollander segist eitt sinn hafa fengið bónusgreiðslu fyrir slysni sem átti að fara til samlanda hans, kollega og nánast nafna, Tom Holland. Greiðslan var frá Marvel kvikmyndaverinu. Hollander sagði söguna í spjallþætti Seth Meyers. Þar útskýrði hann að þeir hefðu eitt sinn stuttlega verið hjá sama umboðsmanninum og svo virðist vera sem launadeildin hafi ruglað nöfnunum þeirra saman. Hinn 56 ára gamli leikari hefur undanfarin ár leikið í sjónvarpsþáttum á meðan 27 ára gamli kollegi hans hefur farið með hlutverk Kóngulóarmannsins í sex Marvel kvikmyndum. Hollander lýsti sögunni og hafði greinilega mikinn húmor fyrir málinu. Viðtalið má horfa á í heild sinni hér: Hann sagðist hafa verið staddur á leiksýningu hjá félaga sínum. Hann hafi verið nýbúinn að leika í þætti hjá BBC og fengið fyrir það þrjátíu þúsund pund, eða því sem nemur rúmum fimm milljónum íslenskum króna. „Þarna sat ég fáránlega góður með mig, hortugur, nýbúinn að leika í þessum þætti sem var að fara að koma mér í gegnum næsta árið og ég hugsaði með mér: „Vá, hvað þetta er fínt. Mér gengur mjög vel.“ Hann hafi í hléi skoðað tölvupóstinn sinn og séð þar tölvupóst frá Marvel kvikmyndaverinu. Þar hafi staðið að um væri að ræða bónusgreiðslu fyrir The Avengers. „Þetta var rugl há upphæð. Þetta voru ekki einu sinni launin hans. Þetta var fyrsti bónusinn sem hann fékk. Ekki öll greiðslan heldur, heldur bara sú fyrsta. Og þetta var hærri upphæð en ég hafði nokkurn tímann séð. Þetta var sjö tölu upphæð. Hortugheit mín hurfu um leið.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Sjá meira
Hollander sagði söguna í spjallþætti Seth Meyers. Þar útskýrði hann að þeir hefðu eitt sinn stuttlega verið hjá sama umboðsmanninum og svo virðist vera sem launadeildin hafi ruglað nöfnunum þeirra saman. Hinn 56 ára gamli leikari hefur undanfarin ár leikið í sjónvarpsþáttum á meðan 27 ára gamli kollegi hans hefur farið með hlutverk Kóngulóarmannsins í sex Marvel kvikmyndum. Hollander lýsti sögunni og hafði greinilega mikinn húmor fyrir málinu. Viðtalið má horfa á í heild sinni hér: Hann sagðist hafa verið staddur á leiksýningu hjá félaga sínum. Hann hafi verið nýbúinn að leika í þætti hjá BBC og fengið fyrir það þrjátíu þúsund pund, eða því sem nemur rúmum fimm milljónum íslenskum króna. „Þarna sat ég fáránlega góður með mig, hortugur, nýbúinn að leika í þessum þætti sem var að fara að koma mér í gegnum næsta árið og ég hugsaði með mér: „Vá, hvað þetta er fínt. Mér gengur mjög vel.“ Hann hafi í hléi skoðað tölvupóstinn sinn og séð þar tölvupóst frá Marvel kvikmyndaverinu. Þar hafi staðið að um væri að ræða bónusgreiðslu fyrir The Avengers. „Þetta var rugl há upphæð. Þetta voru ekki einu sinni launin hans. Þetta var fyrsti bónusinn sem hann fékk. Ekki öll greiðslan heldur, heldur bara sú fyrsta. Og þetta var hærri upphæð en ég hafði nokkurn tímann séð. Þetta var sjö tölu upphæð. Hortugheit mín hurfu um leið.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Sjá meira