Svartnættið er ekki hér allt um kring Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2024 19:57 Alma Möller Landlæknir, Högni Óskarsson geðlæknir, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Hjalti Draga á úr sjálfsvígum hér á landi með víðtækum aðgerðum í verkefni sem kallast Lífsbrú. Efla á samvinnu í málaflokknum og koma öllum þeim úrræðum sem eru í boði betur á framfæri að sögn landlæknis. Forseti Íslands hvetur alla til að láta sig málefnið varða. Lítillega hefur dregið úr tíðni sjálfsvíga hér á landi síðustu fimm ár borið saman við fimm árin þar á undan. Þannig voru að meðaltali um 38 sjálfsvíg á ári frá 2018-2022 en voru að meðaltali 42 á ári fimm árin þar á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Markmiðið er að draga enn frekar úr sjálfsvígum í verkefni sem hefur fengið heitið Lífsbrú og er á forræði embættisins. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnisstjóri þess segir því ætlað bæði fyrir einstaklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi eða glíma við slíkar hugsanir. „Við viljum með öllum mögulegum leiðum fækka sjálfsvígum. Við viljum ekki nefna tölur í því samhengi við viljum bara nefna leiðir og úrræði hvar fólk getur leitað sér hjálpar. Í stað þess að horfa á tölurnar þó við höfum þær alltaf bak við eyrað,“ segir Guðrún. Fram kom á kynningarfundi um Lífsbrú í dag að eitt sjálfsvíg hafi að meðaltali áhrif á um hundrað þrjátíu og fimm manns sem þýði að hér á landi snerti slík tilfelli um fimm þúsund manns árlega. Alma Möller landlæknir segir að verkefnið feli í sér mikilvæga forvörn. „Við viljum gera forvarnir gegn sjálfsvígum og stuðning til aðstandenda formlegri og sýnilegri. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað hægt er að gera og verið er að gera,“ segir hún. Tíðni sjálfsvíga hér á landi síðustu tíu ár. Aðeins hefur dregið úr þeim síðustu ár.Vísir/Sara Hvetur karla til að tjá sig um erfiðar tilfinningar Högni Óskarsson geðlæknir og ráðgjafi Landlæknis í sjálfsvígsforvörnum segir að sjálfsvígstíðni sé þrefalt hærri meðal karla en kvenna hér á landi. Það sama eigi við í viðmiðunarlöndum. Þá sé meira en helmingur þeirra sem deyja í sjálfsvígi yngri en 50 ára. Átakinu sé ætlað að reyna að finna og nálgast þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Fá til dæmis unga karla til að tjá sig um erfiðar tilfinningar. Í því geti falist mikilvæg forvörn. „Sjálfsvíg eru miklu algengari hjá körlum en konum. Sá hópur sem maður hefur helst áhyggjur af eru karlar eldri en 30 ára. Vegna þess að það er svo erfitt að ná til þeirra. Karlar tala oft ekki um erfið mál og byrja inni og ætla að leysa þau á hnefanum. Við stöndum svolítið ráðþrota á hvernig við getum nálgast þá. Stóra áherslan er á þennan hóp. En einnig aðra hópa eins og unga fólkið okkar sem er oft að glíma við vanlíðan,“ segir Högni. Forsetinn hvetur landsmenn til að láta sig málefnið varða Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætti á kynningarfund átaksins í dag og hvatti alla til að láta sig málefnið varða. „Við ætlum að efla seiglu, efla þrjósku, þolgæði en líka stuðning, velvild og skilning og þetta gerum við saman. Svartnættið er ekki hér allt um kring,“ sagði Guðni meðal annars á kynningarfundinum í dag. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum. Heilsa Geðheilbrigði Heilbrigðismál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Lítillega hefur dregið úr tíðni sjálfsvíga hér á landi síðustu fimm ár borið saman við fimm árin þar á undan. Þannig voru að meðaltali um 38 sjálfsvíg á ári frá 2018-2022 en voru að meðaltali 42 á ári fimm árin þar á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Markmiðið er að draga enn frekar úr sjálfsvígum í verkefni sem hefur fengið heitið Lífsbrú og er á forræði embættisins. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnisstjóri þess segir því ætlað bæði fyrir einstaklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi eða glíma við slíkar hugsanir. „Við viljum með öllum mögulegum leiðum fækka sjálfsvígum. Við viljum ekki nefna tölur í því samhengi við viljum bara nefna leiðir og úrræði hvar fólk getur leitað sér hjálpar. Í stað þess að horfa á tölurnar þó við höfum þær alltaf bak við eyrað,“ segir Guðrún. Fram kom á kynningarfundi um Lífsbrú í dag að eitt sjálfsvíg hafi að meðaltali áhrif á um hundrað þrjátíu og fimm manns sem þýði að hér á landi snerti slík tilfelli um fimm þúsund manns árlega. Alma Möller landlæknir segir að verkefnið feli í sér mikilvæga forvörn. „Við viljum gera forvarnir gegn sjálfsvígum og stuðning til aðstandenda formlegri og sýnilegri. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað hægt er að gera og verið er að gera,“ segir hún. Tíðni sjálfsvíga hér á landi síðustu tíu ár. Aðeins hefur dregið úr þeim síðustu ár.Vísir/Sara Hvetur karla til að tjá sig um erfiðar tilfinningar Högni Óskarsson geðlæknir og ráðgjafi Landlæknis í sjálfsvígsforvörnum segir að sjálfsvígstíðni sé þrefalt hærri meðal karla en kvenna hér á landi. Það sama eigi við í viðmiðunarlöndum. Þá sé meira en helmingur þeirra sem deyja í sjálfsvígi yngri en 50 ára. Átakinu sé ætlað að reyna að finna og nálgast þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Fá til dæmis unga karla til að tjá sig um erfiðar tilfinningar. Í því geti falist mikilvæg forvörn. „Sjálfsvíg eru miklu algengari hjá körlum en konum. Sá hópur sem maður hefur helst áhyggjur af eru karlar eldri en 30 ára. Vegna þess að það er svo erfitt að ná til þeirra. Karlar tala oft ekki um erfið mál og byrja inni og ætla að leysa þau á hnefanum. Við stöndum svolítið ráðþrota á hvernig við getum nálgast þá. Stóra áherslan er á þennan hóp. En einnig aðra hópa eins og unga fólkið okkar sem er oft að glíma við vanlíðan,“ segir Högni. Forsetinn hvetur landsmenn til að láta sig málefnið varða Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætti á kynningarfund átaksins í dag og hvatti alla til að láta sig málefnið varða. „Við ætlum að efla seiglu, efla þrjósku, þolgæði en líka stuðning, velvild og skilning og þetta gerum við saman. Svartnættið er ekki hér allt um kring,“ sagði Guðni meðal annars á kynningarfundinum í dag. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Heilsa Geðheilbrigði Heilbrigðismál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent