Magnús Jónsson er sá sem dró sig út úr Júróinu Jakob Bjarnar skrifar 25. janúar 2024 14:37 Magnús Jónsson er sá sem dró sitt framlag úr keppni, enda er þetta engin keppni lengur að hans mati heldur bull. VÍSIR/HULDA MARGRÉT/Íris dögg Aðeins einn hefur dregið framlag sitt til baka úr Eurovision eða Sönglagakeppni Ríkisútvarpsins. Sá er Magnús Jónsson sem meðal annars hefur verið kenndur við Gus Gus. „Já, það er skítalykt af þessu öllu saman. Maður ætlaði að fara að keppa í Eurovision. Hey! Erum við ekki að fara að skemmta okkur en þetta er komið í algjöra steik. Þetta er ekki keppni lengur,“ segir Magnús í samtali við Vísi – sá eini sem hefur dregið lag sitt úr Eurovision eða Sönglagakeppninni. Vill að Ísland sniðgangi Eurovision Magnús segir að hann hafi verið að búa sig undir einhvern trúnað en hann sjái ekki betur en Ríkisútvarpið sjálft hafi farið frjálslega með hann. Því sér Magnús ekki ástæðu til að lúra á því lengur að það sé hann sem hætti þegar Vísir hafði samband við hann. „Þú ert í blindum leik mjög lengi og í rauninni veistu ekkert hvað er að gerast. Þú átt ekki að vita hverjir eru í keppninni fyrr en á laugardaginn. Mikill trúnaður og þú skrifar undir samninga um það. En af því að það er kominn svo mikill hiti í umræðuna og RÚV viðurkennir að kominn sé palestínskur flytjandi sem hirðir öll samúðaratkvæðin, þá er þetta engin keppni lengur.“ Magnús segist standa fastur fyrir með þá ákvörðun sem hann tók. Stríðið á Gasa sé með þeim ósköpum að ekki verði við annað eins og það búið. „Ég setti fram þá kröfu að við myndum sniðganga Eurovision ef Ísrael yrði ekki vísað úr keppni. Það var ekki samhugur um það og þá sá ég engar forsendur fyrir þessu lengur. Að halda einhverja keppni hér heima og sjá svo til… finnst mér bara bull. Að keppandinn eigi að hafa eitthvað um þetta að segja en þetta sé á endanum ákvörðun RÚV, er bara bull. Hvað á að gera? Bíða þangað til keppandi sem lendir númer sjö segist vilja fara þegar allir aðrir eru búnir að segja nei?“ Skortir allar hreinar línur í þetta Magnús segir ótrúlegt að setja keppendur í þá stöðu og vingulsháttur Útvarpsstjóra sé í raun með miklum ósköpum. En þetta sé kannski þjóðarsálin sem tali, þora ekki að taka afstöðu. Ekki fyrr en einhver annar hefur gert það. Að þora ekki að brjóta ísinn. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið mánuðum saman. Hann hófst í raun löngu áður en stríðið í Gasa braust út. Magnús segir skorta allar hreinar línur í þetta. Hann hefði viljað sjá það sama gert og var þegar Rússar voru reknir úr keppninni. Þegar það lá fyrir þá hefði hann viljað að einhver einn keppandi yrði sendur út án undankeppni en ekki hafi verið samstaða um slíkt. Því var ekki um annað að ræða en draga sig út. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01 Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. 25. janúar 2024 13:48 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Sjá meira
„Já, það er skítalykt af þessu öllu saman. Maður ætlaði að fara að keppa í Eurovision. Hey! Erum við ekki að fara að skemmta okkur en þetta er komið í algjöra steik. Þetta er ekki keppni lengur,“ segir Magnús í samtali við Vísi – sá eini sem hefur dregið lag sitt úr Eurovision eða Sönglagakeppninni. Vill að Ísland sniðgangi Eurovision Magnús segir að hann hafi verið að búa sig undir einhvern trúnað en hann sjái ekki betur en Ríkisútvarpið sjálft hafi farið frjálslega með hann. Því sér Magnús ekki ástæðu til að lúra á því lengur að það sé hann sem hætti þegar Vísir hafði samband við hann. „Þú ert í blindum leik mjög lengi og í rauninni veistu ekkert hvað er að gerast. Þú átt ekki að vita hverjir eru í keppninni fyrr en á laugardaginn. Mikill trúnaður og þú skrifar undir samninga um það. En af því að það er kominn svo mikill hiti í umræðuna og RÚV viðurkennir að kominn sé palestínskur flytjandi sem hirðir öll samúðaratkvæðin, þá er þetta engin keppni lengur.“ Magnús segist standa fastur fyrir með þá ákvörðun sem hann tók. Stríðið á Gasa sé með þeim ósköpum að ekki verði við annað eins og það búið. „Ég setti fram þá kröfu að við myndum sniðganga Eurovision ef Ísrael yrði ekki vísað úr keppni. Það var ekki samhugur um það og þá sá ég engar forsendur fyrir þessu lengur. Að halda einhverja keppni hér heima og sjá svo til… finnst mér bara bull. Að keppandinn eigi að hafa eitthvað um þetta að segja en þetta sé á endanum ákvörðun RÚV, er bara bull. Hvað á að gera? Bíða þangað til keppandi sem lendir númer sjö segist vilja fara þegar allir aðrir eru búnir að segja nei?“ Skortir allar hreinar línur í þetta Magnús segir ótrúlegt að setja keppendur í þá stöðu og vingulsháttur Útvarpsstjóra sé í raun með miklum ósköpum. En þetta sé kannski þjóðarsálin sem tali, þora ekki að taka afstöðu. Ekki fyrr en einhver annar hefur gert það. Að þora ekki að brjóta ísinn. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið mánuðum saman. Hann hófst í raun löngu áður en stríðið í Gasa braust út. Magnús segir skorta allar hreinar línur í þetta. Hann hefði viljað sjá það sama gert og var þegar Rússar voru reknir úr keppninni. Þegar það lá fyrir þá hefði hann viljað að einhver einn keppandi yrði sendur út án undankeppni en ekki hafi verið samstaða um slíkt. Því var ekki um annað að ræða en draga sig út.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01 Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. 25. janúar 2024 13:48 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Sjá meira
Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01
Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. 25. janúar 2024 13:48
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10