Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2024 19:48 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. Einar Árnason Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. Loðnan hefur undanfarin ár verið næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að verðmæti loðnuafurða af vertíðinni í fyrravetur nam sennilega um 60 milljörðum króna og árið þar á undan um 55 milljörðum króna. Þannig að ef það verður loðnubrestur í vetur yrði það stórt áfall fyrir þjóðarbúskapinn. Veiðiglugginn er stuttur, í raun bara nokkar vikur fram í mars. Byggðirnar sem mest eiga undir loðnuveiðum og vinnslu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Mynd frá Hafrannsóknastofnun sýnir leitarferla þeirra fjögurra skipa sem tóku þátt í loðnuleitinni en henni lauk í gær. Þetta voru hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og tvö skip sem útgerðin lagði til, Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði og grænlenska skipið Polar Ammassak. Frá því í síðustu viku eru þau búin að þræða Íslandsmið undan Vestfjörðum, úti fyrir Norðurlandi og niður með Austfjörðum. Hafís milli Grænlands og Íslands hindraði hins vegar leit þar en vísindamenn Hafrannsóknastofnunar segja sterkar líkur á að undir hafísnum sé enn loðna, sem ekki tókst að mæla. Flekkirnir sýna hvar loðna sást. Rauði liturinn táknar mesta þéttleikann. Mest af loðnu var undan norðvestanverðu landinu en nær engin sást undan Austfjörðum.Hafrannsóknastofnun Kort Hafrannsóknastofnunar sýnir hvar loðna sást. Grænu flekkirnir sýna hvar hún var talsvert dreifð en rauðu og gulu flekkirnir sýna hvar hún var þéttust, sem var einmitt við hafísjaðarinn út af Vestfjörðum. Þessvegna áformar Hafrannnsóknastofnun að fara í annan leiðangur í febrúar í von um að þá verði stórar loðnutorfur komnar undan ísnum. Ákveðin byggðarlög eiga meira undir loðnuveiðum en önnur, flest á Austfjörðum. Loðnu hefur undanfarin ár verið landað á níu stöðum. Vestmannaeyjar teljast stærsta loðnuverstöðin með mestan landaðan afla og Neskaupstaður er í öðru sæti. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson Binni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sagði í samtali við fréttastofu að tíðindin frá Hafrannsóknstofnun í dag veiktu vonina. Þetta yrði erfiðara úr þessu. Gunnþór Ingvason hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað sagði Norðfirðinga hins vegar ennþá vera bjartsýna um loðnuveiðar. Dæmi væri um að ekkert hefði farið í gang fyrr en um miðjan febrúar. Það væri því allt of snemmt að afskrifa loðnuvertíð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Múlaþing Vopnafjörður Akranes Langanesbyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Efnahagsmál Síldarvinnslan Brim Ísfélagið Tengdar fréttir Halda fast í fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. 24. janúar 2024 13:11 Flotinn mokveiddi hrognafulla loðnu undan Reykjanesi í dag Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst. Loðnan er komin að hrygningu og þar með í sitt verðmætasta form og er hver dagur að skila eins til tveggja milljarða króna gjaldeyristekjum. 9. mars 2023 22:44 Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Loðnan hefur undanfarin ár verið næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að verðmæti loðnuafurða af vertíðinni í fyrravetur nam sennilega um 60 milljörðum króna og árið þar á undan um 55 milljörðum króna. Þannig að ef það verður loðnubrestur í vetur yrði það stórt áfall fyrir þjóðarbúskapinn. Veiðiglugginn er stuttur, í raun bara nokkar vikur fram í mars. Byggðirnar sem mest eiga undir loðnuveiðum og vinnslu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Mynd frá Hafrannsóknastofnun sýnir leitarferla þeirra fjögurra skipa sem tóku þátt í loðnuleitinni en henni lauk í gær. Þetta voru hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og tvö skip sem útgerðin lagði til, Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði og grænlenska skipið Polar Ammassak. Frá því í síðustu viku eru þau búin að þræða Íslandsmið undan Vestfjörðum, úti fyrir Norðurlandi og niður með Austfjörðum. Hafís milli Grænlands og Íslands hindraði hins vegar leit þar en vísindamenn Hafrannsóknastofnunar segja sterkar líkur á að undir hafísnum sé enn loðna, sem ekki tókst að mæla. Flekkirnir sýna hvar loðna sást. Rauði liturinn táknar mesta þéttleikann. Mest af loðnu var undan norðvestanverðu landinu en nær engin sást undan Austfjörðum.Hafrannsóknastofnun Kort Hafrannsóknastofnunar sýnir hvar loðna sást. Grænu flekkirnir sýna hvar hún var talsvert dreifð en rauðu og gulu flekkirnir sýna hvar hún var þéttust, sem var einmitt við hafísjaðarinn út af Vestfjörðum. Þessvegna áformar Hafrannnsóknastofnun að fara í annan leiðangur í febrúar í von um að þá verði stórar loðnutorfur komnar undan ísnum. Ákveðin byggðarlög eiga meira undir loðnuveiðum en önnur, flest á Austfjörðum. Loðnu hefur undanfarin ár verið landað á níu stöðum. Vestmannaeyjar teljast stærsta loðnuverstöðin með mestan landaðan afla og Neskaupstaður er í öðru sæti. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson Binni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sagði í samtali við fréttastofu að tíðindin frá Hafrannsóknstofnun í dag veiktu vonina. Þetta yrði erfiðara úr þessu. Gunnþór Ingvason hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað sagði Norðfirðinga hins vegar ennþá vera bjartsýna um loðnuveiðar. Dæmi væri um að ekkert hefði farið í gang fyrr en um miðjan febrúar. Það væri því allt of snemmt að afskrifa loðnuvertíð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Múlaþing Vopnafjörður Akranes Langanesbyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Efnahagsmál Síldarvinnslan Brim Ísfélagið Tengdar fréttir Halda fast í fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. 24. janúar 2024 13:11 Flotinn mokveiddi hrognafulla loðnu undan Reykjanesi í dag Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst. Loðnan er komin að hrygningu og þar með í sitt verðmætasta form og er hver dagur að skila eins til tveggja milljarða króna gjaldeyristekjum. 9. mars 2023 22:44 Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Halda fast í fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. 24. janúar 2024 13:11
Flotinn mokveiddi hrognafulla loðnu undan Reykjanesi í dag Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst. Loðnan er komin að hrygningu og þar með í sitt verðmætasta form og er hver dagur að skila eins til tveggja milljarða króna gjaldeyristekjum. 9. mars 2023 22:44
Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43