Fyrstir með afglæpavæðingu en draga nú í land Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 14:31 Neysluskammtar fíkniefna verða mögulega aftur refsiverðir í Oregon í lok árs. AP/Dave Killen Þingmenn á ríkisþingi Oregon í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp þar sem fyrri lög ríkisins varðandi afglæpavæðingu fíkniefnanotkunar eru felld úr gildi. Oregon var fyrsta ríki Bandaríkjanna til að taka stór skref í afglæpavæðingu en viðhorf íbúa ríkisins hefur tekið miklum breytingum samhliða mikilli fíkniefnanotkun á almannafæri og umfangsmikilli notkun fentanyls. Frumvarpið mun gera vörslu lítils magns af fíkniefnum aftur að minniháttar afbrotum og gera lögregluþjónum kleift að leggja hald á fíkniefni og stöðva notkun þeirra á almannafæri eins og á gangstéttum og í almenningsgörðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni á frumvarpið einnig að gera yfirvöldum auðveldara að lögsækja fíkniefnasala, auðvelda aðgengi fólks að lyfjum sem hjálpa við fíkn og hjálpa fólki í afvötnun við að finna húsnæði. Fréttaveitan hefur eftir einum þingmannanna að um málamiðlun sé að ræða. Þetta sé besta leiðin til að tryggja öryggi fólks og halda áfram að bjarga mannslífum. Kjósendur í Oregon samþykktu með 58 prósenta stuðningi árið 2020 umfangsmikla afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í ríkinu. Síðan þá hefur dauðsföllum vegna ofstórra skammta fjölgað gífurlega og pólitískur þrýstingur á meirihluta Demókrata í ríkinu aukist mjög. Segja handtökur aldrei hafa virkað Rannsakendur segja enn of snemmt að segja til um hvort kenna megi afglæpavæðingunni um fjölgun dauðsfalla í Oregon og aðrir gagnrýndur nýja frumvarpsins segja það aldrei hafa virkað að handtaka fólk fyrir neyslu. Frumvarpið felur í sér að fólk sem er handtekið með neysluskammta á að fá tækifæri til að sleppa við lögsókn með því að hitta meðferðarfulltrúa. Verði fólk dæmt fyrir vörslu neysluskammta á það að geta afmáð það af sakaskrá sinni með tiltölulega auðveldum hætti, samkvæmt frétt ríkisútvarps Oregon. Þar er þó haft eftir Repúblikönum á ríkisþinginu að frumvarpið gangi ekki nægilega langt í að fella afglæpavæðingu úr gildi. Samtök lögregluþjóna og saksóknara hafa einnig slegið á svipaða strengi. Héraðssaksóknarar Oregon segja að varsla neysluskammta eigi að vera refsiverð með allt að árs fangelsisvist. Það sé eina leiðin til að fá fólk til að leita sér aðstoðar. Bandaríkin Fíkn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Frumvarpið mun gera vörslu lítils magns af fíkniefnum aftur að minniháttar afbrotum og gera lögregluþjónum kleift að leggja hald á fíkniefni og stöðva notkun þeirra á almannafæri eins og á gangstéttum og í almenningsgörðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni á frumvarpið einnig að gera yfirvöldum auðveldara að lögsækja fíkniefnasala, auðvelda aðgengi fólks að lyfjum sem hjálpa við fíkn og hjálpa fólki í afvötnun við að finna húsnæði. Fréttaveitan hefur eftir einum þingmannanna að um málamiðlun sé að ræða. Þetta sé besta leiðin til að tryggja öryggi fólks og halda áfram að bjarga mannslífum. Kjósendur í Oregon samþykktu með 58 prósenta stuðningi árið 2020 umfangsmikla afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í ríkinu. Síðan þá hefur dauðsföllum vegna ofstórra skammta fjölgað gífurlega og pólitískur þrýstingur á meirihluta Demókrata í ríkinu aukist mjög. Segja handtökur aldrei hafa virkað Rannsakendur segja enn of snemmt að segja til um hvort kenna megi afglæpavæðingunni um fjölgun dauðsfalla í Oregon og aðrir gagnrýndur nýja frumvarpsins segja það aldrei hafa virkað að handtaka fólk fyrir neyslu. Frumvarpið felur í sér að fólk sem er handtekið með neysluskammta á að fá tækifæri til að sleppa við lögsókn með því að hitta meðferðarfulltrúa. Verði fólk dæmt fyrir vörslu neysluskammta á það að geta afmáð það af sakaskrá sinni með tiltölulega auðveldum hætti, samkvæmt frétt ríkisútvarps Oregon. Þar er þó haft eftir Repúblikönum á ríkisþinginu að frumvarpið gangi ekki nægilega langt í að fella afglæpavæðingu úr gildi. Samtök lögregluþjóna og saksóknara hafa einnig slegið á svipaða strengi. Héraðssaksóknarar Oregon segja að varsla neysluskammta eigi að vera refsiverð með allt að árs fangelsisvist. Það sé eina leiðin til að fá fólk til að leita sér aðstoðar.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira