Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 13:29 Hildur Björg Kjartansdóttir átti langan og flottan feril sem því miður verður ekki lengri. Vísir/Hulda Margrét Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. Hildur Björg er önnur lykilmanneskja landsliðsins sem hættir að spila körfubolta á þessu tímabili því áður þurfti Helena Sverrisdóttir einnig að hætta vegna meiðsla. Hildur er ekki orðin þrítug og ætti því að eiga nóg eftir en hún segir að afleiðingar af mörgum höfuðhöggum hafi áhrif á ákvörðun hennar. „Boltinn hefur verið gríðarstór hluti af mínu lífi og gefið mér svo margt. Á þessum skemmtilega og farsæla ferli hef ég því miður líka þurft að takast á við erfið höfuðhögg og afleiðingar þeirra sem hefur áhrif á þessa ákvörðun í dag,“ skrifaði Hildur Björg á fésbókarsíðu sína. Hildur Björg var lengi í hópi bestu körfuboltakvenna landsins og lykilmaður landsliðsins undanfarin áratug. Hún endaði feril sinn með Val en Hildur spilaði stórt hlutverk þegar Valur varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hildur Björg varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni með Snæfelli þar sem hún var uppalin. Hún lék í þrjú ár með Texas–Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum og svo í tvö tímabil á Spáni með Club Baloncesto Leganés og Celta de Vigo Baloncesto. Hildur reyndi einnig fyrir sér hjá BC Namur-Capitale í Belgíu. Hildur er sautjánda landsleikjahæsta kona sögunnar með 38 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Hún skoraði í þeim 405 stig eða 10,9 að meðaltali í leik. Hildur er aðeins ein af sex sem hafa skorað yfir fjögur hundruð stig fyrir A-landslið kvenna. Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Hildur Björg er önnur lykilmanneskja landsliðsins sem hættir að spila körfubolta á þessu tímabili því áður þurfti Helena Sverrisdóttir einnig að hætta vegna meiðsla. Hildur er ekki orðin þrítug og ætti því að eiga nóg eftir en hún segir að afleiðingar af mörgum höfuðhöggum hafi áhrif á ákvörðun hennar. „Boltinn hefur verið gríðarstór hluti af mínu lífi og gefið mér svo margt. Á þessum skemmtilega og farsæla ferli hef ég því miður líka þurft að takast á við erfið höfuðhögg og afleiðingar þeirra sem hefur áhrif á þessa ákvörðun í dag,“ skrifaði Hildur Björg á fésbókarsíðu sína. Hildur Björg var lengi í hópi bestu körfuboltakvenna landsins og lykilmaður landsliðsins undanfarin áratug. Hún endaði feril sinn með Val en Hildur spilaði stórt hlutverk þegar Valur varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hildur Björg varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni með Snæfelli þar sem hún var uppalin. Hún lék í þrjú ár með Texas–Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum og svo í tvö tímabil á Spáni með Club Baloncesto Leganés og Celta de Vigo Baloncesto. Hildur reyndi einnig fyrir sér hjá BC Namur-Capitale í Belgíu. Hildur er sautjánda landsleikjahæsta kona sögunnar með 38 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Hún skoraði í þeim 405 stig eða 10,9 að meðaltali í leik. Hildur er aðeins ein af sex sem hafa skorað yfir fjögur hundruð stig fyrir A-landslið kvenna.
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum