Ráku óvænt þjálfarann og ráða Doc Rivers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 15:01 Doc Rivers er mikill reynslubolti og þekkir það vel að þjálfa lið fullt af stórstjörnum. AP/Mark J. Terrill Milwaukee Bucks rak í gær óvænt þjálfara sinn Adrian Griffin og félagið leitaði til reynsluboltans Doc Rivers um að taka við liðinu. Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að félagið sé að ganga frá því að Rivers taki við þjálfun liðsins en til að byrja með þá fékk aðstoðarþjálfarinn Joe Prunty stöðuhækkun. Það dugði ekki Griffin til að halda starfi sínu að Bucks liðið hafi unnið 30 af 43 leikjum sínum á tímabilinu sem gerir 69,8 prósent sigurhlutfall. Aðeins eitt annað lið í Austurdeildinni er með betra sigurhlutfall og það er lið Boston Celtics. Það er mikil pressa á liðinu enda með tvo af bestu leikmönnum deildarinnar innan sinna raða. BREAKING: Bucks are hiring Doc Rivers as HC, per CNN Sports pic.twitter.com/CnWsvah2kB— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 24, 2024 Hinn 49 ára gamli Griffin var á sínu fyrsta tímabili með liðið en fékk bara 43 leiki. Hann tók við liðinu í sumar af Mike Budenholzer og fékk það verkefni að setja saman nýtt súperstjörnulið. Bucks fékk til síns stórstjörnuna Damian Lillard í sumar og fyrir var hinn magnaði Giannis Antetokounmpo. Síðan Griffin tók við liðinu þá hefur Bucks farið úr fjórða sæti niður í 22. sæti í deildinni í skilvirkni í varnarleik. Það þótti mikið áhyggjuefni. Hinn 62 ára gamli Doc Rivers hefur 25 ára reynslu af því að þjálfa í NBA-deildinni og gerði Boston Celtics að NBA-meisturum árið 2008. Hann var síðast með Philadelphia 76ers en hefur einnig þjálfað Orlando Magic, Celtics og Los Angeles Clippers. Rivers er með sterka tengingu til svæðisins því hann var í háskóla í Marquette sem er einmitt staðsettur í Milwaukee borg. "For so long, he's been surviving off that one championship so I would like to see him get another one." @SHAQ on the Bucks hiring of Doc Rivers pic.twitter.com/VKEZ3Fo9Ii— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 24, 2024 NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að félagið sé að ganga frá því að Rivers taki við þjálfun liðsins en til að byrja með þá fékk aðstoðarþjálfarinn Joe Prunty stöðuhækkun. Það dugði ekki Griffin til að halda starfi sínu að Bucks liðið hafi unnið 30 af 43 leikjum sínum á tímabilinu sem gerir 69,8 prósent sigurhlutfall. Aðeins eitt annað lið í Austurdeildinni er með betra sigurhlutfall og það er lið Boston Celtics. Það er mikil pressa á liðinu enda með tvo af bestu leikmönnum deildarinnar innan sinna raða. BREAKING: Bucks are hiring Doc Rivers as HC, per CNN Sports pic.twitter.com/CnWsvah2kB— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 24, 2024 Hinn 49 ára gamli Griffin var á sínu fyrsta tímabili með liðið en fékk bara 43 leiki. Hann tók við liðinu í sumar af Mike Budenholzer og fékk það verkefni að setja saman nýtt súperstjörnulið. Bucks fékk til síns stórstjörnuna Damian Lillard í sumar og fyrir var hinn magnaði Giannis Antetokounmpo. Síðan Griffin tók við liðinu þá hefur Bucks farið úr fjórða sæti niður í 22. sæti í deildinni í skilvirkni í varnarleik. Það þótti mikið áhyggjuefni. Hinn 62 ára gamli Doc Rivers hefur 25 ára reynslu af því að þjálfa í NBA-deildinni og gerði Boston Celtics að NBA-meisturum árið 2008. Hann var síðast með Philadelphia 76ers en hefur einnig þjálfað Orlando Magic, Celtics og Los Angeles Clippers. Rivers er með sterka tengingu til svæðisins því hann var í háskóla í Marquette sem er einmitt staðsettur í Milwaukee borg. "For so long, he's been surviving off that one championship so I would like to see him get another one." @SHAQ on the Bucks hiring of Doc Rivers pic.twitter.com/VKEZ3Fo9Ii— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 24, 2024
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira