Lyfjafræðingar kalla eftir skýrari reglum um skaðaminnkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 23. janúar 2024 23:38 Fréttamaður náði tali af Sigurbjörgu, formanni Lyfjafræðingafélagsins, í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Lyfjafræðingar funda í kvöld um skaðaminnkun í lyfjameðferð. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir lyfjafræðinga kalla eftir faglegu verklagi og skýrari reglum í tengslum við skaðaminnkun. Þegar viðburðurinn var auglýstur meðal lyfjafræðinga er sögð hafa orðið sprenging í eftirsókn. Sjötíu lyfjafræðingar mættu á fundinn og enn fleiri nálguðust hann í gegn um fjarfundarbúnað. „Ég held að þetta sé hárréttur viðburður á hárréttum tíma. Við lyfjafræðingar erum allir af vilja gerðir. Við viljum aðstoða heilbrigðiskerfið og getum gert svo miklu meira. En við erum að kalla á eftir faglegu verklagi,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Sigurbjörg segir lyf sem skilgreind eru sem ávana- og fíknilyf oft mjög vandmeðfarin í ávísun og afgreiðslu. Heilbrigðisstarfsmenn geti misst starfsleyfi ávísi eða afgreiði þeir umfram það sem þeir mega. „Og það er það sem við erum að kalla á eftir, við þurfum aðeins skýrari reglur,“ segir hún. Býstu við að einhverjar lausnir komi fram á fundinum? „Það yrði náttúrlega frábært ef það yrðu það miklar umræður að það kæmu kannski einhverjar lausnir í kjölfarið. En við erum að fræða lyfjafræðinga um lausnir annars staðar í heiminum. Til dæmis Noregi. Og við verðum að sjá hvað kemur út úr því.“ Sigurbjörg segir skaðaminnkun ganga út á að mæta einstaklingnum af virðingu og eins og hann er. „En það má ekki vera þannig að við sem apótek hegðum okkur eins og einhverjir sjálfsalar. Við þurfum náttúrlega að fá skýrt, hvað er það sem er minni skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni.“ Lyf Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þegar viðburðurinn var auglýstur meðal lyfjafræðinga er sögð hafa orðið sprenging í eftirsókn. Sjötíu lyfjafræðingar mættu á fundinn og enn fleiri nálguðust hann í gegn um fjarfundarbúnað. „Ég held að þetta sé hárréttur viðburður á hárréttum tíma. Við lyfjafræðingar erum allir af vilja gerðir. Við viljum aðstoða heilbrigðiskerfið og getum gert svo miklu meira. En við erum að kalla á eftir faglegu verklagi,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Sigurbjörg segir lyf sem skilgreind eru sem ávana- og fíknilyf oft mjög vandmeðfarin í ávísun og afgreiðslu. Heilbrigðisstarfsmenn geti misst starfsleyfi ávísi eða afgreiði þeir umfram það sem þeir mega. „Og það er það sem við erum að kalla á eftir, við þurfum aðeins skýrari reglur,“ segir hún. Býstu við að einhverjar lausnir komi fram á fundinum? „Það yrði náttúrlega frábært ef það yrðu það miklar umræður að það kæmu kannski einhverjar lausnir í kjölfarið. En við erum að fræða lyfjafræðinga um lausnir annars staðar í heiminum. Til dæmis Noregi. Og við verðum að sjá hvað kemur út úr því.“ Sigurbjörg segir skaðaminnkun ganga út á að mæta einstaklingnum af virðingu og eins og hann er. „En það má ekki vera þannig að við sem apótek hegðum okkur eins og einhverjir sjálfsalar. Við þurfum náttúrlega að fá skýrt, hvað er það sem er minni skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni.“
Lyf Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira