Alþjóðasamstarf í menntun setur frið í forgrunn Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Eydís Inga Valsdóttir skrifa 24. janúar 2024 07:01 Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn. Rannís hefur umsjón með þátttöku Íslands í alþjóðlegum samstarfsáætlunum, svo sem Nordplus, Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem allar stefna að því að tryggja friðsöm og lýðræðisleg samfélög og samstarf þeirra á milli, meðal annars gegnum nám og kennslu. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að því að efla þátttökulöndin, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, sem eitt heildstætt menntasvæði. Hér er höfð til grundvallar sú sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að við séum sterkari saman og því sé mikilvægt að allt fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu og hafi réttindi og skyldur. Með því að styrkja menntasamstarf milli þessara landa er verið stuðla að öruggu samfélagi og leggja grunninn að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í sama anda hafa Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og forverar þeirra í áraraðir unnið að því að efla frið þvert á landamæri. Frelsi, lýðræði og mannréttindi eru lykilþættir í áætlununum tveimur og þær leggja áherslu á inngildingu og jöfn tækifæri alls fólks. Í þessu samhengi má nefna að yfir 130 umsóknir um styrk í þessar tvær áætlanir frá árinu 2021 hafa unnið með sértækt markmið um frið og réttlæti innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samkvæmt nýlegri úttekt Landskrifstofu. Þetta eru göfug markmið, en hvernig geta þessar áætlanir haft bein áhrif á nám í þágu friðar? Í fyrsta lagi má nefna að bæði Nordplus og Erasmus+ styrkja ferðir einstaklinga út fyrir landsteinana, sem gefa fólki á öllum aldri ekki aðeins tækifæri til að efla sig í námi og starfi heldur líka víkka sjóndeildarhring sinn og öðlast aukinn skilning á menningu og siðum annarra. Erasmus+ býður einnig 18 ára fólki að skrá sig í DiscoverEU happdrættið og eiga þannig kost á lestarferð um Evrópu. Verkefnið hefur það markmið að berjast gegn hatri, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Þá má nefna sjálfboðaliðastarf í European Solidarity Corps, sem gefur ungu fólki tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins hérlendis, í Evrópu eða utan Evrópu ef um mannúðaraðstoð er að ræða. Í öðru lagi leiða samstarfsverkefni á vegum Nordplus og Erasmus+ saman stofnanir og samtök í ólíkum Evrópulöndum. Þau geta haft friðartengingu á ýmsan hátt, svo sem með því að taka fyrir móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttuna gegn falsfréttum og stuðning við norræn og/eða samevrópsk gildi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Auk þess að styrkja verkefni með beina skírskotun til málaflokksins stuðla aukin samskipti milli landa og svæða ávallt að því að byggja upp auknu trausti og virðingu þvert á landamæri. Störf í þágu friðar og félagslegs réttlætis eru einnig mikilvæg í innlendu samhengi og því styrkir ESC svokölluð samfélagsverkefni, sem eru framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Dæmi um verkefni sem stuðla að friði og lýðræðisfærni: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur hlotið styrki til að vinna að verkefnum um menntun til friðar. Árið 2019 fengu þau styrk bæði frá Erasmus+ fyrir verkefnið People, Communities and Cities in Peacebuilding: An Inclusive and Intersectional Approach to Peace Studies auk þess sem að þau hlutu styrk sama ár fyrir verkefnið InPeace 2019 frá Nordplus og aftur árið 2021, þá í samstarfi við Tampere Peace Research Institute við Háskólann í Tampere og The Centre for Peace studies við Arktíska háskólann í Noregi. Hérna vinna báðar áætlanir, Erasmus+ og Nordplus að því að styrkja verkefni sem setja frið í forgrunn. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ fékk Nordplus styrk árið 2022 fyrir verkefnið Grænni framtíð með lýðræðismyndun þar sem grunnskólanemar á Íslandi og í Danmörku fengu kennslu í hvernig lýðræði virkar og var sú kennsla tengd við áhersluatriði Nordplus um græna framtíð. Markmiðið er að stuðla að því að nemendurnir upplifi sig sem þátttakendur í lýðræðislegu lærdómssamfélagi þvert á þjóðerni, og að þau læri að skipuleggja lýðræðislega ferla þar sem að jafnframt er gefið rými fyrir umræður og ágreining. Rúna Vigdís er forstöðukona landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Eydís Inga er verkefnastjóri Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Evrópusambandið Grunnskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn. Rannís hefur umsjón með þátttöku Íslands í alþjóðlegum samstarfsáætlunum, svo sem Nordplus, Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem allar stefna að því að tryggja friðsöm og lýðræðisleg samfélög og samstarf þeirra á milli, meðal annars gegnum nám og kennslu. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að því að efla þátttökulöndin, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, sem eitt heildstætt menntasvæði. Hér er höfð til grundvallar sú sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að við séum sterkari saman og því sé mikilvægt að allt fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu og hafi réttindi og skyldur. Með því að styrkja menntasamstarf milli þessara landa er verið stuðla að öruggu samfélagi og leggja grunninn að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í sama anda hafa Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og forverar þeirra í áraraðir unnið að því að efla frið þvert á landamæri. Frelsi, lýðræði og mannréttindi eru lykilþættir í áætlununum tveimur og þær leggja áherslu á inngildingu og jöfn tækifæri alls fólks. Í þessu samhengi má nefna að yfir 130 umsóknir um styrk í þessar tvær áætlanir frá árinu 2021 hafa unnið með sértækt markmið um frið og réttlæti innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samkvæmt nýlegri úttekt Landskrifstofu. Þetta eru göfug markmið, en hvernig geta þessar áætlanir haft bein áhrif á nám í þágu friðar? Í fyrsta lagi má nefna að bæði Nordplus og Erasmus+ styrkja ferðir einstaklinga út fyrir landsteinana, sem gefa fólki á öllum aldri ekki aðeins tækifæri til að efla sig í námi og starfi heldur líka víkka sjóndeildarhring sinn og öðlast aukinn skilning á menningu og siðum annarra. Erasmus+ býður einnig 18 ára fólki að skrá sig í DiscoverEU happdrættið og eiga þannig kost á lestarferð um Evrópu. Verkefnið hefur það markmið að berjast gegn hatri, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Þá má nefna sjálfboðaliðastarf í European Solidarity Corps, sem gefur ungu fólki tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins hérlendis, í Evrópu eða utan Evrópu ef um mannúðaraðstoð er að ræða. Í öðru lagi leiða samstarfsverkefni á vegum Nordplus og Erasmus+ saman stofnanir og samtök í ólíkum Evrópulöndum. Þau geta haft friðartengingu á ýmsan hátt, svo sem með því að taka fyrir móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttuna gegn falsfréttum og stuðning við norræn og/eða samevrópsk gildi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Auk þess að styrkja verkefni með beina skírskotun til málaflokksins stuðla aukin samskipti milli landa og svæða ávallt að því að byggja upp auknu trausti og virðingu þvert á landamæri. Störf í þágu friðar og félagslegs réttlætis eru einnig mikilvæg í innlendu samhengi og því styrkir ESC svokölluð samfélagsverkefni, sem eru framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Dæmi um verkefni sem stuðla að friði og lýðræðisfærni: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur hlotið styrki til að vinna að verkefnum um menntun til friðar. Árið 2019 fengu þau styrk bæði frá Erasmus+ fyrir verkefnið People, Communities and Cities in Peacebuilding: An Inclusive and Intersectional Approach to Peace Studies auk þess sem að þau hlutu styrk sama ár fyrir verkefnið InPeace 2019 frá Nordplus og aftur árið 2021, þá í samstarfi við Tampere Peace Research Institute við Háskólann í Tampere og The Centre for Peace studies við Arktíska háskólann í Noregi. Hérna vinna báðar áætlanir, Erasmus+ og Nordplus að því að styrkja verkefni sem setja frið í forgrunn. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ fékk Nordplus styrk árið 2022 fyrir verkefnið Grænni framtíð með lýðræðismyndun þar sem grunnskólanemar á Íslandi og í Danmörku fengu kennslu í hvernig lýðræði virkar og var sú kennsla tengd við áhersluatriði Nordplus um græna framtíð. Markmiðið er að stuðla að því að nemendurnir upplifi sig sem þátttakendur í lýðræðislegu lærdómssamfélagi þvert á þjóðerni, og að þau læri að skipuleggja lýðræðislega ferla þar sem að jafnframt er gefið rými fyrir umræður og ágreining. Rúna Vigdís er forstöðukona landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Eydís Inga er verkefnastjóri Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, á Íslandi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun