Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 16:06 Rúmlega þrjátíu sinnum fleiri smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra en árið 2022. EPA/HOTLI SIMANJUNTAK Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. Talið er að þetta sé vegna þess að færri börn voru bólusett gegn mislingum á meðan faraldur Covid-19 var hvað fyrirferðarmestur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði að nærri því 21 þúsund manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús vegna mislinga og fimm hefðu dáið. Ástandið væri alvarlegt. „Bóluefni eru eina leiðin til að verja börn gegn þessum sjúkdómi sem getur reynst hættulegur,“ sagði Kluge samkvæmt frétt BBC. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur en í grein eftir Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, sem birt var á Vísindavefnum árið 2005 sagði hann mislinga vera óþægilegasta barnasjúkdóminn og þann hættulegasta af þeim sem valda útbrotum. Hann sagði sjúkdóminn geta haft alvarlega fylgikvilla. Þórólfur skrifaði þá einnig að sem betur fer væru mislingar í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hefðu verið bólusett gegn þeim í mörg ár. Árið 2019 kom þó upp mislingasmit hér á Íslandi og var það í fyrsta sinn frá því sjúkdómnum var útrýmt hér á landi. Þar var um að ræða barn sem talið er hafa smitast í Svíþjóð. WHO segir smit síðasta árs hafa náð til allra aldurshópa. Mislingar geta verið alvarlegir fyrir fólk á öllum aldri en dánartíðni er hæst hjá ungbörnum. Þeir hefjast oft með hita og útbrotum en fylgikvillar þeirra geta oft verið lungnabólga, heilahimnubólga, blinda og köst. Bóluefni gegn mislingum, hettustótt og rauðum hundum.AP/Elaine Thompson Áður en bóluefni við mislingum var búið til árið 1963 skullu faraldrar reglulega upp kollinum leiddu hundruð þúsunda til dauða á ári hverju. Í frétt BBC segir að tíðni bólusetninga fyrsta skammts MMR-bóluefnisins gegn mislingum hafi dregist saman úr 96 prósentum árið 2019 í 93 prósent árið 2022. Tíðini seinni skammtsins dróst einnig saman úr 92 prósentum í 91 prósent. Þessi tiltölulega litla fækkun þýðir að rúmlega 1,8 milljónir barna í Evrópu voru ekki bólusett gegn mislingum á þessum tveimur árum. Mislingar náðu útbreiðslu í bæ í Bretlandi í síðustu viku. Guardian segir áætlað að rúmlega 3,4 milljónir barna undir sextán ára aldri í Bretlandi séu ekki með mótefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Rúmlega þrjú hundruð smit hafa greinst í Bretlandi frá 23. október til 15. janúar. Sambærileg staða er uppi á borðinu í Bandaríkjunum. Í frétt sem birt var á vef CNN í dag segir að tilfelli hafi greinst víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum vikum. Í báðum löndum hefur tíðni bólusetninga barna gegn mislinum og öðrum sjúkdómum dregist saman um nokkur prósentustig á undanförnum árum. Heilbrigðismál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Talið er að þetta sé vegna þess að færri börn voru bólusett gegn mislingum á meðan faraldur Covid-19 var hvað fyrirferðarmestur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði að nærri því 21 þúsund manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús vegna mislinga og fimm hefðu dáið. Ástandið væri alvarlegt. „Bóluefni eru eina leiðin til að verja börn gegn þessum sjúkdómi sem getur reynst hættulegur,“ sagði Kluge samkvæmt frétt BBC. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur en í grein eftir Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, sem birt var á Vísindavefnum árið 2005 sagði hann mislinga vera óþægilegasta barnasjúkdóminn og þann hættulegasta af þeim sem valda útbrotum. Hann sagði sjúkdóminn geta haft alvarlega fylgikvilla. Þórólfur skrifaði þá einnig að sem betur fer væru mislingar í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hefðu verið bólusett gegn þeim í mörg ár. Árið 2019 kom þó upp mislingasmit hér á Íslandi og var það í fyrsta sinn frá því sjúkdómnum var útrýmt hér á landi. Þar var um að ræða barn sem talið er hafa smitast í Svíþjóð. WHO segir smit síðasta árs hafa náð til allra aldurshópa. Mislingar geta verið alvarlegir fyrir fólk á öllum aldri en dánartíðni er hæst hjá ungbörnum. Þeir hefjast oft með hita og útbrotum en fylgikvillar þeirra geta oft verið lungnabólga, heilahimnubólga, blinda og köst. Bóluefni gegn mislingum, hettustótt og rauðum hundum.AP/Elaine Thompson Áður en bóluefni við mislingum var búið til árið 1963 skullu faraldrar reglulega upp kollinum leiddu hundruð þúsunda til dauða á ári hverju. Í frétt BBC segir að tíðni bólusetninga fyrsta skammts MMR-bóluefnisins gegn mislingum hafi dregist saman úr 96 prósentum árið 2019 í 93 prósent árið 2022. Tíðini seinni skammtsins dróst einnig saman úr 92 prósentum í 91 prósent. Þessi tiltölulega litla fækkun þýðir að rúmlega 1,8 milljónir barna í Evrópu voru ekki bólusett gegn mislingum á þessum tveimur árum. Mislingar náðu útbreiðslu í bæ í Bretlandi í síðustu viku. Guardian segir áætlað að rúmlega 3,4 milljónir barna undir sextán ára aldri í Bretlandi séu ekki með mótefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Rúmlega þrjú hundruð smit hafa greinst í Bretlandi frá 23. október til 15. janúar. Sambærileg staða er uppi á borðinu í Bandaríkjunum. Í frétt sem birt var á vef CNN í dag segir að tilfelli hafi greinst víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum vikum. Í báðum löndum hefur tíðni bólusetninga barna gegn mislinum og öðrum sjúkdómum dregist saman um nokkur prósentustig á undanförnum árum.
Heilbrigðismál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira