HR fær 200 milljónir í rannsóknarhús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2024 13:38 Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við undirritun samningsins. Háskólanum í Reykjavík hefur verið úthlutað 200 milljónum króna í stuðning til fjármögnunar undirbúnings að uppbyggingu á allt að 6000 fermetra rannsókna- og nýsköpunarhúsi við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Þar segir að húsið sé er lykillinn að frekari sókn HR í rannsóknum og kennslu í tæknigreinum og efli samstarf skólans við atvinnulífið. Gert er ráð fyrir að húsið verði samnýtt með sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum og stofnunum í tækniþróun og rannsóknum. Þannig sé til dæmis gert ráð fyrir að áhersla verði lögð á aðstöðu fyrir öflugar byggingarannsóknir. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er um að ræða mikið framfaraskref, enda verður húsið eitt það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. „Háskólinn í Reykjavík hefur verið mikill brautryðjandi í tæknigreinum og útskrifar yfir helming allra þeirra sem ljúka háskólaprófi í raunvísinda-, verkfræði- og tæknigreinum (STEM) hér á landi. Skólinn hefur metnað til að auka fjölbreytni námsins og bæta kennslu og rannsóknir. Til að svo megi verða þarf hann fjölbreyttara húsnæði. Ekki má heldur gleyma því að góðir háskólar eru forsenda öflugs atvinnulífs sem kallar eftir því að nemendum í tæknigreinum og verkfræði fjölgi. Við vitum að það vantar þúsundir sérfræðinga á því sviði næstu ár, ef vaxtaspár hugverkaiðnaðarins eiga að ná fram að ganga, og með sókn á þessu sviði verður auðveldara að mæta þessum þörfum.“ Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segir að verulega sé farið að þrengja að starfsemi skólans og að nýtt rannsókna- og nýsköpunarhús myndi gjörbylta allri aðstöðu til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. „Okkur vantar sveigjanleg verkefnarými og nemendadrifin verkefni eins og smíði keppnisbíla og róbóta fengju stórbætta aðstöðu í slíku húsi. Við viljum hlúa betur að hagnýtu, verktengdu námi og skapa ný tækifæri, bæði hvað varðar þjálfun nemenda, gæði rannsókna og samstarf við atvinnulífið. Við fögnum því að ráðherra veiti verkefninu þennan stuðning því hann gerir okkur kleift að ljúka forhönnun hússins og í framhaldinu getur fasteignafélag skólans vonandi fjármagnað byggingaframkvæmdirnar sjálfar.“ Gert er ráð fyrir að rannsókna- og nýsköpunarhúsið verði á næstu lóð við aðalbyggingu HR, þ.e. við Menntasveig 4, en leyfilegt byggingarmagn þar er 11.300 fermetrar. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er um 3,7-4,6 milljarðar króna eftir því hve sérhæfð aðstaðan verður. Stefnt er að stuttum framkvæmdatíma og standa vonir til þess að húsið geti orðið tilbúið árið 2025. Háskólar Vísindi Nýsköpun Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Þar segir að húsið sé er lykillinn að frekari sókn HR í rannsóknum og kennslu í tæknigreinum og efli samstarf skólans við atvinnulífið. Gert er ráð fyrir að húsið verði samnýtt með sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum og stofnunum í tækniþróun og rannsóknum. Þannig sé til dæmis gert ráð fyrir að áhersla verði lögð á aðstöðu fyrir öflugar byggingarannsóknir. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er um að ræða mikið framfaraskref, enda verður húsið eitt það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. „Háskólinn í Reykjavík hefur verið mikill brautryðjandi í tæknigreinum og útskrifar yfir helming allra þeirra sem ljúka háskólaprófi í raunvísinda-, verkfræði- og tæknigreinum (STEM) hér á landi. Skólinn hefur metnað til að auka fjölbreytni námsins og bæta kennslu og rannsóknir. Til að svo megi verða þarf hann fjölbreyttara húsnæði. Ekki má heldur gleyma því að góðir háskólar eru forsenda öflugs atvinnulífs sem kallar eftir því að nemendum í tæknigreinum og verkfræði fjölgi. Við vitum að það vantar þúsundir sérfræðinga á því sviði næstu ár, ef vaxtaspár hugverkaiðnaðarins eiga að ná fram að ganga, og með sókn á þessu sviði verður auðveldara að mæta þessum þörfum.“ Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segir að verulega sé farið að þrengja að starfsemi skólans og að nýtt rannsókna- og nýsköpunarhús myndi gjörbylta allri aðstöðu til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. „Okkur vantar sveigjanleg verkefnarými og nemendadrifin verkefni eins og smíði keppnisbíla og róbóta fengju stórbætta aðstöðu í slíku húsi. Við viljum hlúa betur að hagnýtu, verktengdu námi og skapa ný tækifæri, bæði hvað varðar þjálfun nemenda, gæði rannsókna og samstarf við atvinnulífið. Við fögnum því að ráðherra veiti verkefninu þennan stuðning því hann gerir okkur kleift að ljúka forhönnun hússins og í framhaldinu getur fasteignafélag skólans vonandi fjármagnað byggingaframkvæmdirnar sjálfar.“ Gert er ráð fyrir að rannsókna- og nýsköpunarhúsið verði á næstu lóð við aðalbyggingu HR, þ.e. við Menntasveig 4, en leyfilegt byggingarmagn þar er 11.300 fermetrar. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er um 3,7-4,6 milljarðar króna eftir því hve sérhæfð aðstaðan verður. Stefnt er að stuttum framkvæmdatíma og standa vonir til þess að húsið geti orðið tilbúið árið 2025.
Háskólar Vísindi Nýsköpun Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira