Í umfjöllun bandaríska miðilsins PageSix um málið er haft eftir lögreglunni í New York að nágrannar söngkonunnar hafi látið lögreglu vita af ferðum mannsins fyrir utan íbúð hennar. Ekki kemur fram hvort söngkonan hafi verið heima.
Fram kemur að maðurinn hafi áður reynt að brjótast inn í íbúð hennar á laugardaginn. Hann hafi verið mættur aftur fyrir utan hjá söngkonunni einungis örfáum klukkustundum eftir að hafa verið látinn laus.
Þá birtir bandaríski miðillinn myndir af manninum og handtöku hans. PageSix segir hann hafa hangið fyrir utan íbúð hennar, fengið sér lúr og öskrað á nærstadda. Lögregla hafi fjarlægt manninn, sem reynst hafi verið á sakaskrá.