Vínylplötusending innihélt kókaín Jón Þór Stefánsson skrifar 24. janúar 2024 07:01 Efnin voru flutt til landsins í pappakassa sem innihélt vínylplötur og heyrnatól. EPA Karl og kona hafa verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að gera tilraun til að taka við rúmu kílói af kókaíni. Þau áttu að fá greiddar þúsund evrur fyrir að taka við efnunum, en það jafngildir um það bil 150 þúsund krónum, en samkvæmt ákæru var styrkleiki efnanna 62 til 64 prósent. Efnin voru flutt til landsins frá Þýskalandi í hliðum pappakassa sem innihélt vínylplötur og heyrnartól. Kassinn kom til landsins í október á síðasta ári, en lögreglan lagði hald á sendinguna og fjarlægði efnin úr henni. Það var seinna í sama mánuði sem konan mætti í pósthús við Síðumúla í Reykjavík og ætlaði að sækja pakkann, en hann var stílaður á karlinn. Hún veitti pakkanum ekki viðtöku og sagði starfsmanni að annar einstaklingur myndi sækja hann. Í ákæru segir að á meðan hafi maðurinn staðið fyrir utan pósthúsið og fylgt konunni fast á eftir þegar hún gekk þaðan út. Þau hafi sameinast við Suðurlandsbraut og gengið í miðbæ Reykjavíkur, þar sem lögregla handtók þau, við Sólvallagötu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, en sækjandi krefst þess að þau verði dæmd til refsingar og að fíkniefnin, sem og farsímar sakborninganna verði gerðir upptækir. Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Þau áttu að fá greiddar þúsund evrur fyrir að taka við efnunum, en það jafngildir um það bil 150 þúsund krónum, en samkvæmt ákæru var styrkleiki efnanna 62 til 64 prósent. Efnin voru flutt til landsins frá Þýskalandi í hliðum pappakassa sem innihélt vínylplötur og heyrnartól. Kassinn kom til landsins í október á síðasta ári, en lögreglan lagði hald á sendinguna og fjarlægði efnin úr henni. Það var seinna í sama mánuði sem konan mætti í pósthús við Síðumúla í Reykjavík og ætlaði að sækja pakkann, en hann var stílaður á karlinn. Hún veitti pakkanum ekki viðtöku og sagði starfsmanni að annar einstaklingur myndi sækja hann. Í ákæru segir að á meðan hafi maðurinn staðið fyrir utan pósthúsið og fylgt konunni fast á eftir þegar hún gekk þaðan út. Þau hafi sameinast við Suðurlandsbraut og gengið í miðbæ Reykjavíkur, þar sem lögregla handtók þau, við Sólvallagötu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, en sækjandi krefst þess að þau verði dæmd til refsingar og að fíkniefnin, sem og farsímar sakborninganna verði gerðir upptækir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira