Skoraði sjötíu stig og bætti met Chamberlains Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2024 08:30 Samherjar Joels Embiid fögnuðu honum vel og innilega eftir sjötíu stiga leikinn. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði sjötíu stig þegar Philadelphia 76ers sigraði San Antonio Spurs, 133-123, í NBA-deildinni í nótt. Embiid er níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar sjötíu stig eða meira í einum leik. Metið á Wilt Chamberlain en hann skoraði hundrað stig í sigri Philadelphia Warriors á New York Knicks, 169-147, 2. mars 1962. Chamberlain lék með Sixers hluta af ferlinum og átti metið yfir flest stig í einum leik í sögu félagsins (68), allt þar til Embiid sló það í nótt. „Að vera nefndur í sömu andrá og Wilt er frekar svalt. Þetta var bara frábært kvöld. Ég var í stuði. Eins og ég hef sagt spila ég með óeigingjörnum leikmönnum og þeir héldu áfram að gefa á mig og ég kláraði færin,“ sagði Embiid eftir leikinn. Auk þess að skora sjötíu stig tók Embiid átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Enginn leikmaður í sögu NBA hefur boðið upp á slíka tölfræðilínu í einum og sama leiknum. Embiid hitti úr 24 af 41 skoti sínu utan af velli í leiknum í nótt og skoraði 21 stig af vítalínunni. Hann komst upp í sjötíu stig þegar hann skoraði með sniðsskoti þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. AN HISTORIC 70-POINT NIGHT FOR JOEL EMBIID 76ers franchise record 9th player in NBA history to score 70+ A new career high70 PTS, 18 REB, 24/41 FGM, 21/23 FTM pic.twitter.com/gDKY2E9bVA— NBA (@NBA) January 23, 2024 Embiid er stigahæstur í NBA í vetur með 36,1 stig að meðaltali í leik. Hann er því á góðri leið með að verða stigakóngur deildarinnar þriðja árið í röð. Sixers, sem hefur unnið sex leiki í röð, er í 3. sæti Austurdeildarinnar með 29 sigra og þrettán töp. NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Embiid er níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar sjötíu stig eða meira í einum leik. Metið á Wilt Chamberlain en hann skoraði hundrað stig í sigri Philadelphia Warriors á New York Knicks, 169-147, 2. mars 1962. Chamberlain lék með Sixers hluta af ferlinum og átti metið yfir flest stig í einum leik í sögu félagsins (68), allt þar til Embiid sló það í nótt. „Að vera nefndur í sömu andrá og Wilt er frekar svalt. Þetta var bara frábært kvöld. Ég var í stuði. Eins og ég hef sagt spila ég með óeigingjörnum leikmönnum og þeir héldu áfram að gefa á mig og ég kláraði færin,“ sagði Embiid eftir leikinn. Auk þess að skora sjötíu stig tók Embiid átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Enginn leikmaður í sögu NBA hefur boðið upp á slíka tölfræðilínu í einum og sama leiknum. Embiid hitti úr 24 af 41 skoti sínu utan af velli í leiknum í nótt og skoraði 21 stig af vítalínunni. Hann komst upp í sjötíu stig þegar hann skoraði með sniðsskoti þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. AN HISTORIC 70-POINT NIGHT FOR JOEL EMBIID 76ers franchise record 9th player in NBA history to score 70+ A new career high70 PTS, 18 REB, 24/41 FGM, 21/23 FTM pic.twitter.com/gDKY2E9bVA— NBA (@NBA) January 23, 2024 Embiid er stigahæstur í NBA í vetur með 36,1 stig að meðaltali í leik. Hann er því á góðri leið með að verða stigakóngur deildarinnar þriðja árið í röð. Sixers, sem hefur unnið sex leiki í röð, er í 3. sæti Austurdeildarinnar með 29 sigra og þrettán töp.
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira