Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 20:22 Ron DeSantis hefur beint spjótum sínum að Disney heima fyrir í Flórída en nú fara spjótin að beinast að Donald Trump í forvali Repúblikana. Stephen Maturen/Getty Images Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember Þetta kemur fram í myndbandi sem DeSantis birtir á Twitter. Success is not final, failure is not fatal: it is the courage to continue that counts. - Winston Churchill pic.twitter.com/ECoR8YeiMm— Ron DeSantis (@RonDeSantis) January 21, 2024 „Ef það er eitthvað sem ég gæti gert til að framkalla hagstæð úrslit - fleiri framboðsheimsóknir, fleiri viðtöl - myndi ég gera það, en ég get ekki beðið sjálfboðaliðana okkar um að bjóða fram tíma sinn og leggja krafta sína af hendi ef það er ekki skýr leið að sigri,“ sagði DeSantis í myndbandinu. „Í dag mun ég, þess vegna, draga framboð mitt til baka.“ Styður Trump gegn Biden „Trump er æðri sitjandi forseta, Joe Biden. Það er skýrt,“ sagði DeSantis einnig í myndbandinu. „Ég skrifaði undir eið um að styðja við frambjóðanda Repúblíkana og ég mun heiðra þann eið,“ sagði hann einnig. Trump fái hans stuðning af því ekki sé hægt að snúa aftur til gömlu Repúblíkananna eða samráðsstefnunnar (e. corporatism) sem hann segir Nikki Haley, annar frambjóðandi Repúblikana, standa fyrir. Þrátt fyrir að lýst yfir sigri á kjörfundunum í Iowa (e. Iowa caucuse) þann 15. janúar síðastliðinn þar sem hann lenti í öðru sæti á eftir Trump og rétt marði Nikki Haley þá hefur dregist töluvert á eftir í New-Hampshire-ríki. Hann mælist þar með um sex prósent á meðan Trump er með 50 prósent og Haley 39 prósent, samkvæmt skoðanakönnunum CNN og Háskólans í New-Hampshire sem gerðar voru 16. til 19. janúar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn. 16. janúar 2024 00:23 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. 28. september 2023 06:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Þetta kemur fram í myndbandi sem DeSantis birtir á Twitter. Success is not final, failure is not fatal: it is the courage to continue that counts. - Winston Churchill pic.twitter.com/ECoR8YeiMm— Ron DeSantis (@RonDeSantis) January 21, 2024 „Ef það er eitthvað sem ég gæti gert til að framkalla hagstæð úrslit - fleiri framboðsheimsóknir, fleiri viðtöl - myndi ég gera það, en ég get ekki beðið sjálfboðaliðana okkar um að bjóða fram tíma sinn og leggja krafta sína af hendi ef það er ekki skýr leið að sigri,“ sagði DeSantis í myndbandinu. „Í dag mun ég, þess vegna, draga framboð mitt til baka.“ Styður Trump gegn Biden „Trump er æðri sitjandi forseta, Joe Biden. Það er skýrt,“ sagði DeSantis einnig í myndbandinu. „Ég skrifaði undir eið um að styðja við frambjóðanda Repúblíkana og ég mun heiðra þann eið,“ sagði hann einnig. Trump fái hans stuðning af því ekki sé hægt að snúa aftur til gömlu Repúblíkananna eða samráðsstefnunnar (e. corporatism) sem hann segir Nikki Haley, annar frambjóðandi Repúblikana, standa fyrir. Þrátt fyrir að lýst yfir sigri á kjörfundunum í Iowa (e. Iowa caucuse) þann 15. janúar síðastliðinn þar sem hann lenti í öðru sæti á eftir Trump og rétt marði Nikki Haley þá hefur dregist töluvert á eftir í New-Hampshire-ríki. Hann mælist þar með um sex prósent á meðan Trump er með 50 prósent og Haley 39 prósent, samkvæmt skoðanakönnunum CNN og Háskólans í New-Hampshire sem gerðar voru 16. til 19. janúar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn. 16. janúar 2024 00:23 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. 28. september 2023 06:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42
Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn. 16. janúar 2024 00:23
Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30
DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. 28. september 2023 06:43