Drónaárásir í Rússlandi í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2024 09:34 Ríkisstjóri Leníngradhéraðs birti þessa mynd frá olíuvinnslustöðinni í morgun. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum í olíuvinnslustöðinni og einn olíutankur logi enn. Enginn er sagður hafa slasast eða dáið í eldinum og ekki hefur verið gefið upp hvernig eldurinn kviknaði. Í frétt BBC er þó vitnað í héraðsmiðla í Rússlandi þar sem haft er eftir vitnum að drónar hafi sést á svæðinu. Einnig hafi heyrst í þeim í kjölfar háværra sprenginga. Yaroslav Trofimov, blaðamaður Wall Street Journal, segir fregnir hafa borist af frekari drónaárásum í Smólensk og í Orel en ekkert myndefni hafi borist þaðan. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir þrjá dróna hafa verið skotna niður yfir Smolensk. There were also reports of drone attacks in Smolensk and Orel, but no footage of damage.— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) January 21, 2024 Rússar hafa í vetur gert umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eins og þeir gerðu síðasta vetur. Ráðamenn í Úkraínu hafa að þessu sinni heitið því að svara þessum árásum. Úkraínumenn segja Rússa hafa komið nánast öllum sínum loftvarnarkerfum fyrir í austurhluta Úkraínu og því séu skotmörk í Rússlandi viðkvæm fyrir árásum. Þá hafa Úkraínumenn unnið að þróun eigin langdrægra sjálfsprengidróna á undanförnum mánuðum. Á aðfaranótt föstudags varð stór sprenging í olíugeymslustöð í vesturhluta Rússlands, sem olli stærðarinnar báli. Fjórir stórir olíutankar stóðu í ljósum logum. Einnig varð sprenging í byssupúðursverksmiðju í Tambov, um sex hundruð kílómetra suður af Moskvu, á föstudaginn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum í olíuvinnslustöðinni og einn olíutankur logi enn. Enginn er sagður hafa slasast eða dáið í eldinum og ekki hefur verið gefið upp hvernig eldurinn kviknaði. Í frétt BBC er þó vitnað í héraðsmiðla í Rússlandi þar sem haft er eftir vitnum að drónar hafi sést á svæðinu. Einnig hafi heyrst í þeim í kjölfar háværra sprenginga. Yaroslav Trofimov, blaðamaður Wall Street Journal, segir fregnir hafa borist af frekari drónaárásum í Smólensk og í Orel en ekkert myndefni hafi borist þaðan. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir þrjá dróna hafa verið skotna niður yfir Smolensk. There were also reports of drone attacks in Smolensk and Orel, but no footage of damage.— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) January 21, 2024 Rússar hafa í vetur gert umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eins og þeir gerðu síðasta vetur. Ráðamenn í Úkraínu hafa að þessu sinni heitið því að svara þessum árásum. Úkraínumenn segja Rússa hafa komið nánast öllum sínum loftvarnarkerfum fyrir í austurhluta Úkraínu og því séu skotmörk í Rússlandi viðkvæm fyrir árásum. Þá hafa Úkraínumenn unnið að þróun eigin langdrægra sjálfsprengidróna á undanförnum mánuðum. Á aðfaranótt föstudags varð stór sprenging í olíugeymslustöð í vesturhluta Rússlands, sem olli stærðarinnar báli. Fjórir stórir olíutankar stóðu í ljósum logum. Einnig varð sprenging í byssupúðursverksmiðju í Tambov, um sex hundruð kílómetra suður af Moskvu, á föstudaginn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55