Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 07:41 Frumvarp Rishi Sunak var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær. Getty/breska þingið Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í neðri deildinni í gær og greiddu 320 atkvæði með því og 276 gegn. Tugir íhaldsþingmanna höfðu lýst því yfir að þeir teldu frumvarpið gallað og hótuðu því að gera uppreisn en þegar uppi var staðið greiddu aðeins ellefu þeirra atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið mun nú fara til meðferðar í efri deild þingisins þar sem líklegt er að því verði mótmælt nokkuð. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur nú í nokkur ár undirbúið flutning hælisleitenda til Rúanda. Hugmyndin er að þeir bíði þar á meðan mál þeirra eru til efnislegrar meðferðar í Bretlandi. Að sögn stjórnvalda mun þetta fækka þeim flóttamönnum sem koma til Bretlands í smábátum sjóleiðina. Dagana áður en frumvarpið fór fyrir þingið höfðu þingmenn á hægri væng breska íhaldsflokksins gert margar tilraunir til að breyta frumvarpinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru rökin þau að án breytinga gætu dómstólar komið í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í gær lagði Robert Jenrick, ráðherra innflytjendamála, fram viðbót við frumvarpið. Hefði viðbótin verið samþykkt hefði frumvarpið og framkvæmd flutninganna verið í andstöðu við mannréttindalög. Jenrick lagði einnig til breytingu sem hefði tryggt ráðherra leyfi til að hafna tilraunum Mannréttindadómstóls Evrópu til að grípa inn í. Mannréttindadómstóllinn hefur fylgst grannt með þessum málum í Bretlandi og kom meðal annars í veg fyrir að flugvél, full af hælisleitendum, yrði send til Rúanda án lagaheimilda í júní 2022. Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Greidd voru atkvæði um frumvarpið í neðri deildinni í gær og greiddu 320 atkvæði með því og 276 gegn. Tugir íhaldsþingmanna höfðu lýst því yfir að þeir teldu frumvarpið gallað og hótuðu því að gera uppreisn en þegar uppi var staðið greiddu aðeins ellefu þeirra atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið mun nú fara til meðferðar í efri deild þingisins þar sem líklegt er að því verði mótmælt nokkuð. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur nú í nokkur ár undirbúið flutning hælisleitenda til Rúanda. Hugmyndin er að þeir bíði þar á meðan mál þeirra eru til efnislegrar meðferðar í Bretlandi. Að sögn stjórnvalda mun þetta fækka þeim flóttamönnum sem koma til Bretlands í smábátum sjóleiðina. Dagana áður en frumvarpið fór fyrir þingið höfðu þingmenn á hægri væng breska íhaldsflokksins gert margar tilraunir til að breyta frumvarpinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru rökin þau að án breytinga gætu dómstólar komið í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í gær lagði Robert Jenrick, ráðherra innflytjendamála, fram viðbót við frumvarpið. Hefði viðbótin verið samþykkt hefði frumvarpið og framkvæmd flutninganna verið í andstöðu við mannréttindalög. Jenrick lagði einnig til breytingu sem hefði tryggt ráðherra leyfi til að hafna tilraunum Mannréttindadómstóls Evrópu til að grípa inn í. Mannréttindadómstóllinn hefur fylgst grannt með þessum málum í Bretlandi og kom meðal annars í veg fyrir að flugvél, full af hælisleitendum, yrði send til Rúanda án lagaheimilda í júní 2022.
Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31
Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12
Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23