Segja þeim upp sem hækka verð verulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2024 13:01 Gunnar Egill Sigurðsson er forstjóri Samkaupa. Samkaup, sem reka um sextíu verslanir á landinu á borð við Nettó og Krambúðina, segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð frá ýmsum samstarfsaðilum um aðgerðir gegn verðbólgu. Á næstu misserum muni fyrirtækið ræða við alla sína birgja með það að markmiði að verðlækkanir skili sér í vöruverði til almennings. Hætt verði sölu á þeim vörum sem hækkað hafi óhóflega og ódýrari sambærilegar vörur valda til sölu. Forstjóri Samkaupa segir í tilkynningu að Samkaup hafi svarað ákalli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðnum og muni leggja sitt af mörkum til að halda aftur af álagningu á dagvörumarkaði. Hækkanir á aðföngum hafi verið stór þáttur í verðbólgunni og einn sá helsti og fyrsti sem heimili og fyrirtæki í landinu finni fyrir. Eitt brýnasta hagsmunamál líðandi stundar sé fyrirsjáanleiki, verðstöðugleiki og lækkun vaxta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Samkaup hafi fyrir helgi sent bréf á alla sína birgja þar sem þeir voru hvattir til að falla frá fyrirhuguðum verðhækkunum. Nú þegar hafi stórir aðilar á mjólkur og drykkjarmarkaði svarað kallinu og ýmist hætt alfarið við tilkynntar verðhækkanir eða lækkað umtalsvert. Samkaup eru vongóð að fleiri birgjar fylgi þessu fordæmi og leggi sitt af mörkum. Aðspurður segir Gunnar að Coca Cola Europacific Partners hafi dregið verulega úr boðuðum hækkunum sem hann telji fordæmisgefandi fyrir aðra aðila. Mjólkurframleiðandinn hafi óskað eftir því að verða ekki nefndur á nafn. Þó sé ekki um að ræða Mjólkursamsöluna sem hann hafi ekki fengið svar frá enn sem komið er. Samtal og ábyrgð gegn verðhækkunum Matvöruverð er á niðurleið í Evrópu og flestir greiningaraðilar spá áframhaldandi lækkunum á þessu ári. Aðfangaverð á Íslandi hefur ekki fylgt sömu þróun og á meðan aðföng sem Samkaup flytja inn erlendis frá lækkar eða stendur í stað hafa fjölmargir innlendir birgjar hækkað sitt verð frá áramótum. Samkaup vilja sporna gegn þessum hækkunum og telja opið og heiðarlegt samtal við birgja skipta sköpum. „Efnahagslegur stöðugleiki er það sem skiptir heimilin í landinu máli. Við hjá Samkaupum teljum mikilvægt að eiga samtal við birgja um það hvernig hægt er að berjast gegn þeim óhóflegum hækkunum á vöruverði sem við höfum verið að sjá. Viðbrögðin sem okkur hafa þegar borist þar sem verðhækkanir eru dregnar til baka eru fordæmisgefandi og setja vonandi þrýsting á að fleiri fylgi í kjölfarið. Á sama tíma erum við alltaf að leita leiða til þess að bæta okkur og höfum til að mynda verið í samstarfi við erlenda birgja til þess að auka úrval á ódýrari vörum í eins mörgum flokkum og hægt er, dregið úr rekstrarkostnaði með því að breyta opnunartímum, lokað verslunum og breytt um rekstrarform, ásamt því að lækka verð á vörum þar sem það hefur verið hægt,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. Engum sagt upp enn Það sé brýnt að allir aðilar í virðiskeðjunni axli ábyrgð, sýni samstöðu og vinni saman að því að stöðva óhóflegar verðhækkanir. Samkaup muni því fylgja þeirri stefnu að taka úr sölu þær vörur sem hækki óhóflega mikið. Hann segir aðspurður að engum hafi verið sagt upp enn sem komið er en Samkaup hafi skoðað vöruframboð sitt vel. „Og höfum t.d. fækkað drykkjarvörum og sælgæti sem hafa hækkað umtalsvert en erum svo að skoða þetta heilt yfir með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi og munum einblýna á að bjóða uppá verðlægri valkosti frekar en verðhærri,“ segir Gunnar. „Við ætlum að standa með viðskiptavinum okkar og tryggja þeim vörur á eins sanngjörnu verði og hægt er. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að standa vörð um hag viðskiptavina og veita verðbólgunni mótspyrnu. Það gæti verið að einhverjar vörur hjá okkur detti úr sölu ef verðið á þeim hækkar of mikið. En við bregðumst þá fljótt við og finnum aðra sambærilega vöru í staðinn,“ segir Gunnar. Verslun Verðlag Matvöruverslun Tengdar fréttir Mjólk, rjómi og ís hækka í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Forstjóri Samkaupa segir í tilkynningu að Samkaup hafi svarað ákalli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðnum og muni leggja sitt af mörkum til að halda aftur af álagningu á dagvörumarkaði. Hækkanir á aðföngum hafi verið stór þáttur í verðbólgunni og einn sá helsti og fyrsti sem heimili og fyrirtæki í landinu finni fyrir. Eitt brýnasta hagsmunamál líðandi stundar sé fyrirsjáanleiki, verðstöðugleiki og lækkun vaxta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Samkaup hafi fyrir helgi sent bréf á alla sína birgja þar sem þeir voru hvattir til að falla frá fyrirhuguðum verðhækkunum. Nú þegar hafi stórir aðilar á mjólkur og drykkjarmarkaði svarað kallinu og ýmist hætt alfarið við tilkynntar verðhækkanir eða lækkað umtalsvert. Samkaup eru vongóð að fleiri birgjar fylgi þessu fordæmi og leggi sitt af mörkum. Aðspurður segir Gunnar að Coca Cola Europacific Partners hafi dregið verulega úr boðuðum hækkunum sem hann telji fordæmisgefandi fyrir aðra aðila. Mjólkurframleiðandinn hafi óskað eftir því að verða ekki nefndur á nafn. Þó sé ekki um að ræða Mjólkursamsöluna sem hann hafi ekki fengið svar frá enn sem komið er. Samtal og ábyrgð gegn verðhækkunum Matvöruverð er á niðurleið í Evrópu og flestir greiningaraðilar spá áframhaldandi lækkunum á þessu ári. Aðfangaverð á Íslandi hefur ekki fylgt sömu þróun og á meðan aðföng sem Samkaup flytja inn erlendis frá lækkar eða stendur í stað hafa fjölmargir innlendir birgjar hækkað sitt verð frá áramótum. Samkaup vilja sporna gegn þessum hækkunum og telja opið og heiðarlegt samtal við birgja skipta sköpum. „Efnahagslegur stöðugleiki er það sem skiptir heimilin í landinu máli. Við hjá Samkaupum teljum mikilvægt að eiga samtal við birgja um það hvernig hægt er að berjast gegn þeim óhóflegum hækkunum á vöruverði sem við höfum verið að sjá. Viðbrögðin sem okkur hafa þegar borist þar sem verðhækkanir eru dregnar til baka eru fordæmisgefandi og setja vonandi þrýsting á að fleiri fylgi í kjölfarið. Á sama tíma erum við alltaf að leita leiða til þess að bæta okkur og höfum til að mynda verið í samstarfi við erlenda birgja til þess að auka úrval á ódýrari vörum í eins mörgum flokkum og hægt er, dregið úr rekstrarkostnaði með því að breyta opnunartímum, lokað verslunum og breytt um rekstrarform, ásamt því að lækka verð á vörum þar sem það hefur verið hægt,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. Engum sagt upp enn Það sé brýnt að allir aðilar í virðiskeðjunni axli ábyrgð, sýni samstöðu og vinni saman að því að stöðva óhóflegar verðhækkanir. Samkaup muni því fylgja þeirri stefnu að taka úr sölu þær vörur sem hækki óhóflega mikið. Hann segir aðspurður að engum hafi verið sagt upp enn sem komið er en Samkaup hafi skoðað vöruframboð sitt vel. „Og höfum t.d. fækkað drykkjarvörum og sælgæti sem hafa hækkað umtalsvert en erum svo að skoða þetta heilt yfir með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi og munum einblýna á að bjóða uppá verðlægri valkosti frekar en verðhærri,“ segir Gunnar. „Við ætlum að standa með viðskiptavinum okkar og tryggja þeim vörur á eins sanngjörnu verði og hægt er. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að standa vörð um hag viðskiptavina og veita verðbólgunni mótspyrnu. Það gæti verið að einhverjar vörur hjá okkur detti úr sölu ef verðið á þeim hækkar of mikið. En við bregðumst þá fljótt við og finnum aðra sambærilega vöru í staðinn,“ segir Gunnar.
Verslun Verðlag Matvöruverslun Tengdar fréttir Mjólk, rjómi og ís hækka í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Mjólk, rjómi og ís hækka í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17