Setti Pamelu á forsíðu Stúdentablaðsins og gerði boli fyrir afmæli í Keiluhöllinni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. janúar 2024 17:31 Magnea Hrönn Örvarsdóttir lést sumarið 2022. Magnea Hrönn Örvarsdóttir var viðfangsefni fyrsta þáttar heimildaþáttaraðarinnar Fólk eins og við sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Magnea lést áður en tökur á hennar þætti kláruðust. Þættirnir fjalla um sjálfstæðar sögur, vonir, drauma og þrár heimilislausra einstaklinga á Íslandi. Í þættinum kynnast áhorfendur Magneu betur en hún var heimilislaus mörg af síðustu árum ævi sinnar. Magnea var með BA-gráðu í heimspeki en á meðan hún var í náminu við Háskóla Íslands ritstýrði hún Stúdentablaðinu. Hún segir ritstjórnarhlutverkið hafa verið afar skemmtilegt. Það vakti mikla athygli innan skólans þegar skilnaður leikkonunnar Pamelu Anderson rataði á forsíðu blaðsins, ásamt hefðbundnum háskólafréttum, eins og úttekt á Lánasjóði íslenskra námsmanna og fleira. „Pamela sækir um skilnað. Þetta var í öllum fréttum og mér fannst þetta alveg eins eiga heima í stúdentablaðinu. En það fór ekki vel ofan í feminístaklúbbinn. „Hvað kemur Pamela Anderson háskólanum við?“ Djöfull er gaman að skoða þetta,“ segir Magnea. Hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Klippa: Fólk eins og við - Magnea H. Örvarsdóttir Magnea var mikil listakona og ofan í heimspekiáhugann. Hún hafði mikinn áhuga á tísku í þættinum má sjá klippiverk sem hún hafði unnið að með myndum úr tískublöðum. „Ég var þriggja ára, þá var ég alltaf að skipta um kjóla. Ég elska föt og er búin að safna þessum blöðum síðan árið 1988 út af því að ég hef óbilandi áhuga á tísku og fötum. Er alltaf að skreyta mig og eitthvað,“ segir Magnea í þættinum. Magnea hannaði einnig föt, eða öllu heldur nokkra boli. Til að mynda fengu þeir sem var boðið í afmæli sonar hennar bol sem hún hafði gert. Bolurinn var boðsmiðinn í afmælið. Þá fékk pabbi hennar bol frá henni bol fyrir að veiða einn stærsta lax Íslandssögunnar. Fíkn Málefni heimilislausra Háskólar Fólk eins og við Tengdar fréttir Magnea Hrönn Örvarsdóttir er látin Magnea Hrönn Örvarsdóttir, listakona og fyrrverandi blaðamaður, er látin fimmtíu ára að aldri. 21. ágúst 2022 19:58 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Þættirnir fjalla um sjálfstæðar sögur, vonir, drauma og þrár heimilislausra einstaklinga á Íslandi. Í þættinum kynnast áhorfendur Magneu betur en hún var heimilislaus mörg af síðustu árum ævi sinnar. Magnea var með BA-gráðu í heimspeki en á meðan hún var í náminu við Háskóla Íslands ritstýrði hún Stúdentablaðinu. Hún segir ritstjórnarhlutverkið hafa verið afar skemmtilegt. Það vakti mikla athygli innan skólans þegar skilnaður leikkonunnar Pamelu Anderson rataði á forsíðu blaðsins, ásamt hefðbundnum háskólafréttum, eins og úttekt á Lánasjóði íslenskra námsmanna og fleira. „Pamela sækir um skilnað. Þetta var í öllum fréttum og mér fannst þetta alveg eins eiga heima í stúdentablaðinu. En það fór ekki vel ofan í feminístaklúbbinn. „Hvað kemur Pamela Anderson háskólanum við?“ Djöfull er gaman að skoða þetta,“ segir Magnea. Hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Klippa: Fólk eins og við - Magnea H. Örvarsdóttir Magnea var mikil listakona og ofan í heimspekiáhugann. Hún hafði mikinn áhuga á tísku í þættinum má sjá klippiverk sem hún hafði unnið að með myndum úr tískublöðum. „Ég var þriggja ára, þá var ég alltaf að skipta um kjóla. Ég elska föt og er búin að safna þessum blöðum síðan árið 1988 út af því að ég hef óbilandi áhuga á tísku og fötum. Er alltaf að skreyta mig og eitthvað,“ segir Magnea í þættinum. Magnea hannaði einnig föt, eða öllu heldur nokkra boli. Til að mynda fengu þeir sem var boðið í afmæli sonar hennar bol sem hún hafði gert. Bolurinn var boðsmiðinn í afmælið. Þá fékk pabbi hennar bol frá henni bol fyrir að veiða einn stærsta lax Íslandssögunnar.
Fíkn Málefni heimilislausra Háskólar Fólk eins og við Tengdar fréttir Magnea Hrönn Örvarsdóttir er látin Magnea Hrönn Örvarsdóttir, listakona og fyrrverandi blaðamaður, er látin fimmtíu ára að aldri. 21. ágúst 2022 19:58 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Magnea Hrönn Örvarsdóttir er látin Magnea Hrönn Örvarsdóttir, listakona og fyrrverandi blaðamaður, er látin fimmtíu ára að aldri. 21. ágúst 2022 19:58
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning