Gæti stýrt Liverpool í leik gegn Ajax Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 14:30 Sven Göran Eriksson var heiðursgestur á leik Lazio og Roma í mars síðastliðnum. Vísir/Getty Fréttir bárust af því í vikunni að fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Sven Göran Eriksson glímdi við ólæknandi krabbamein. Hann gæti hins vegar fengið draum sinn uppfylltan ef ósk stuðningsmanna Liverpool verður að veruleika. Svíinn Sven Göran Eriksson var einn af þeim stóru í knattspyrnustjórabransanum á sínum tíma og vann meðal annars sigur í Evrópukeppni félagsliða með sænska liðinu IFK Gautaborg árið 1982. Hann hefur einnig stýrt Benfica í Portúgal, Fiorentina, Roma, Sampdoria og Lazio á Ítalíu en síðastnefnda liðið gerði hann að Ítalíumeisturum árið 2000 auk þess sem liðið vann Evrópukeppni félagsliða. Í kjölfar velgengninnar á Ítalíu tók hann við enska landsliðinu og stýrði því á árunum 2001-2006. Hann náði sæmilegum árangri með stjörnum prýtt lið Englands en hætti eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Í vikunni bárust þær fréttir að Eriksson glímdi við krabbamein í brisi. Læknar segja að krabbameinið sé ólæknandi og að Eriksson eigi ekki langan tíma eftir. Eriksson sést hér standa yfir Wayne Rooney í leik Englands og Portúgal á Evrópumótinu árið 2004.Vísir/Getty Eriksson var almennt vel liðinn í knattspyrnuheiminum og nú þegar fréttir bárust af veikindum hans hafa margir þekktir aðilar í knattspyrnuheiminum skrifað hvatningarorð til Svíans. Hópur stuðningsmanna Liverpool hefur hins vegar gengið skrefinu lengra. Eriksson hefur verið stuðningsmaður liðsins í frá unga aldri og sagði í viðtali að það hefði verið draumur sinn að stjórna Liverpool á Anfield. Þegar Youtube stjarnan Douglas Horne frétti af því kom hann með þá hugmynd að Eriksson myndi stýra liði Liverpool í góðgerðaleik þar sem fyrrum leikmenn félagsins leika. Næsti leikur þess liðs fer fram í mars þegar þeir mæta Ajax. „Passar fullkomlega“ John Gibbons sem stýrir Anfield Wrap hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á meðal stuðningsmanna félagsins, greip hugmyndina á lofti og sagði hana frábæra. „Ég held að fólki myndi finnast þetta frábært. Hann er vinsæll og að vita að það hafi verið draumur hans í öll þessi ár að stýra Liverpool gerði að verkum að þetta passar fullkomlega,“ sagði Gibbons í viðtali við Sky News. Sven Göran Eriksson ásamt Steve McClaren sem var aðstoðarþjálfari Svíans hjá enska landsliðinu.Vísir/Getty „Þetta er vissulega leikur fyrrum leikmanna en það er alltaf næstum fullt á Anfield á þessum leikjum. Fullt af frábærum leikmönnum, fyrrum leikmönnum og tilefnið er frábært,“ en á leiknum verður safnað í óskasjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Gibbons bætti við að Kenny Dalglish væri yfirleitt sá sem stýrði Liverpool í þessum leikjum en að hann myndi án efa glaður gefa Eriksson tækifæri. Forráðamenn Liverpool hafa ekki tjáð sig um málið og verður forvitnilegt að sjá hvort Sven Göran Eriksson fær draum sinn uppfylltan og stýrir liði Liverpool á Anfield. Enski boltinn Tengdar fréttir Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Svíinn Sven Göran Eriksson var einn af þeim stóru í knattspyrnustjórabransanum á sínum tíma og vann meðal annars sigur í Evrópukeppni félagsliða með sænska liðinu IFK Gautaborg árið 1982. Hann hefur einnig stýrt Benfica í Portúgal, Fiorentina, Roma, Sampdoria og Lazio á Ítalíu en síðastnefnda liðið gerði hann að Ítalíumeisturum árið 2000 auk þess sem liðið vann Evrópukeppni félagsliða. Í kjölfar velgengninnar á Ítalíu tók hann við enska landsliðinu og stýrði því á árunum 2001-2006. Hann náði sæmilegum árangri með stjörnum prýtt lið Englands en hætti eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Í vikunni bárust þær fréttir að Eriksson glímdi við krabbamein í brisi. Læknar segja að krabbameinið sé ólæknandi og að Eriksson eigi ekki langan tíma eftir. Eriksson sést hér standa yfir Wayne Rooney í leik Englands og Portúgal á Evrópumótinu árið 2004.Vísir/Getty Eriksson var almennt vel liðinn í knattspyrnuheiminum og nú þegar fréttir bárust af veikindum hans hafa margir þekktir aðilar í knattspyrnuheiminum skrifað hvatningarorð til Svíans. Hópur stuðningsmanna Liverpool hefur hins vegar gengið skrefinu lengra. Eriksson hefur verið stuðningsmaður liðsins í frá unga aldri og sagði í viðtali að það hefði verið draumur sinn að stjórna Liverpool á Anfield. Þegar Youtube stjarnan Douglas Horne frétti af því kom hann með þá hugmynd að Eriksson myndi stýra liði Liverpool í góðgerðaleik þar sem fyrrum leikmenn félagsins leika. Næsti leikur þess liðs fer fram í mars þegar þeir mæta Ajax. „Passar fullkomlega“ John Gibbons sem stýrir Anfield Wrap hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á meðal stuðningsmanna félagsins, greip hugmyndina á lofti og sagði hana frábæra. „Ég held að fólki myndi finnast þetta frábært. Hann er vinsæll og að vita að það hafi verið draumur hans í öll þessi ár að stýra Liverpool gerði að verkum að þetta passar fullkomlega,“ sagði Gibbons í viðtali við Sky News. Sven Göran Eriksson ásamt Steve McClaren sem var aðstoðarþjálfari Svíans hjá enska landsliðinu.Vísir/Getty „Þetta er vissulega leikur fyrrum leikmanna en það er alltaf næstum fullt á Anfield á þessum leikjum. Fullt af frábærum leikmönnum, fyrrum leikmönnum og tilefnið er frábært,“ en á leiknum verður safnað í óskasjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Gibbons bætti við að Kenny Dalglish væri yfirleitt sá sem stýrði Liverpool í þessum leikjum en að hann myndi án efa glaður gefa Eriksson tækifæri. Forráðamenn Liverpool hafa ekki tjáð sig um málið og verður forvitnilegt að sjá hvort Sven Göran Eriksson fær draum sinn uppfylltan og stýrir liði Liverpool á Anfield.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01