Gæti stýrt Liverpool í leik gegn Ajax Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 14:30 Sven Göran Eriksson var heiðursgestur á leik Lazio og Roma í mars síðastliðnum. Vísir/Getty Fréttir bárust af því í vikunni að fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Sven Göran Eriksson glímdi við ólæknandi krabbamein. Hann gæti hins vegar fengið draum sinn uppfylltan ef ósk stuðningsmanna Liverpool verður að veruleika. Svíinn Sven Göran Eriksson var einn af þeim stóru í knattspyrnustjórabransanum á sínum tíma og vann meðal annars sigur í Evrópukeppni félagsliða með sænska liðinu IFK Gautaborg árið 1982. Hann hefur einnig stýrt Benfica í Portúgal, Fiorentina, Roma, Sampdoria og Lazio á Ítalíu en síðastnefnda liðið gerði hann að Ítalíumeisturum árið 2000 auk þess sem liðið vann Evrópukeppni félagsliða. Í kjölfar velgengninnar á Ítalíu tók hann við enska landsliðinu og stýrði því á árunum 2001-2006. Hann náði sæmilegum árangri með stjörnum prýtt lið Englands en hætti eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Í vikunni bárust þær fréttir að Eriksson glímdi við krabbamein í brisi. Læknar segja að krabbameinið sé ólæknandi og að Eriksson eigi ekki langan tíma eftir. Eriksson sést hér standa yfir Wayne Rooney í leik Englands og Portúgal á Evrópumótinu árið 2004.Vísir/Getty Eriksson var almennt vel liðinn í knattspyrnuheiminum og nú þegar fréttir bárust af veikindum hans hafa margir þekktir aðilar í knattspyrnuheiminum skrifað hvatningarorð til Svíans. Hópur stuðningsmanna Liverpool hefur hins vegar gengið skrefinu lengra. Eriksson hefur verið stuðningsmaður liðsins í frá unga aldri og sagði í viðtali að það hefði verið draumur sinn að stjórna Liverpool á Anfield. Þegar Youtube stjarnan Douglas Horne frétti af því kom hann með þá hugmynd að Eriksson myndi stýra liði Liverpool í góðgerðaleik þar sem fyrrum leikmenn félagsins leika. Næsti leikur þess liðs fer fram í mars þegar þeir mæta Ajax. „Passar fullkomlega“ John Gibbons sem stýrir Anfield Wrap hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á meðal stuðningsmanna félagsins, greip hugmyndina á lofti og sagði hana frábæra. „Ég held að fólki myndi finnast þetta frábært. Hann er vinsæll og að vita að það hafi verið draumur hans í öll þessi ár að stýra Liverpool gerði að verkum að þetta passar fullkomlega,“ sagði Gibbons í viðtali við Sky News. Sven Göran Eriksson ásamt Steve McClaren sem var aðstoðarþjálfari Svíans hjá enska landsliðinu.Vísir/Getty „Þetta er vissulega leikur fyrrum leikmanna en það er alltaf næstum fullt á Anfield á þessum leikjum. Fullt af frábærum leikmönnum, fyrrum leikmönnum og tilefnið er frábært,“ en á leiknum verður safnað í óskasjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Gibbons bætti við að Kenny Dalglish væri yfirleitt sá sem stýrði Liverpool í þessum leikjum en að hann myndi án efa glaður gefa Eriksson tækifæri. Forráðamenn Liverpool hafa ekki tjáð sig um málið og verður forvitnilegt að sjá hvort Sven Göran Eriksson fær draum sinn uppfylltan og stýrir liði Liverpool á Anfield. Enski boltinn Tengdar fréttir Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01 Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira
Svíinn Sven Göran Eriksson var einn af þeim stóru í knattspyrnustjórabransanum á sínum tíma og vann meðal annars sigur í Evrópukeppni félagsliða með sænska liðinu IFK Gautaborg árið 1982. Hann hefur einnig stýrt Benfica í Portúgal, Fiorentina, Roma, Sampdoria og Lazio á Ítalíu en síðastnefnda liðið gerði hann að Ítalíumeisturum árið 2000 auk þess sem liðið vann Evrópukeppni félagsliða. Í kjölfar velgengninnar á Ítalíu tók hann við enska landsliðinu og stýrði því á árunum 2001-2006. Hann náði sæmilegum árangri með stjörnum prýtt lið Englands en hætti eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Í vikunni bárust þær fréttir að Eriksson glímdi við krabbamein í brisi. Læknar segja að krabbameinið sé ólæknandi og að Eriksson eigi ekki langan tíma eftir. Eriksson sést hér standa yfir Wayne Rooney í leik Englands og Portúgal á Evrópumótinu árið 2004.Vísir/Getty Eriksson var almennt vel liðinn í knattspyrnuheiminum og nú þegar fréttir bárust af veikindum hans hafa margir þekktir aðilar í knattspyrnuheiminum skrifað hvatningarorð til Svíans. Hópur stuðningsmanna Liverpool hefur hins vegar gengið skrefinu lengra. Eriksson hefur verið stuðningsmaður liðsins í frá unga aldri og sagði í viðtali að það hefði verið draumur sinn að stjórna Liverpool á Anfield. Þegar Youtube stjarnan Douglas Horne frétti af því kom hann með þá hugmynd að Eriksson myndi stýra liði Liverpool í góðgerðaleik þar sem fyrrum leikmenn félagsins leika. Næsti leikur þess liðs fer fram í mars þegar þeir mæta Ajax. „Passar fullkomlega“ John Gibbons sem stýrir Anfield Wrap hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á meðal stuðningsmanna félagsins, greip hugmyndina á lofti og sagði hana frábæra. „Ég held að fólki myndi finnast þetta frábært. Hann er vinsæll og að vita að það hafi verið draumur hans í öll þessi ár að stýra Liverpool gerði að verkum að þetta passar fullkomlega,“ sagði Gibbons í viðtali við Sky News. Sven Göran Eriksson ásamt Steve McClaren sem var aðstoðarþjálfari Svíans hjá enska landsliðinu.Vísir/Getty „Þetta er vissulega leikur fyrrum leikmanna en það er alltaf næstum fullt á Anfield á þessum leikjum. Fullt af frábærum leikmönnum, fyrrum leikmönnum og tilefnið er frábært,“ en á leiknum verður safnað í óskasjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Gibbons bætti við að Kenny Dalglish væri yfirleitt sá sem stýrði Liverpool í þessum leikjum en að hann myndi án efa glaður gefa Eriksson tækifæri. Forráðamenn Liverpool hafa ekki tjáð sig um málið og verður forvitnilegt að sjá hvort Sven Göran Eriksson fær draum sinn uppfylltan og stýrir liði Liverpool á Anfield.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01 Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira
Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti