Gæti stýrt Liverpool í leik gegn Ajax Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 14:30 Sven Göran Eriksson var heiðursgestur á leik Lazio og Roma í mars síðastliðnum. Vísir/Getty Fréttir bárust af því í vikunni að fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Sven Göran Eriksson glímdi við ólæknandi krabbamein. Hann gæti hins vegar fengið draum sinn uppfylltan ef ósk stuðningsmanna Liverpool verður að veruleika. Svíinn Sven Göran Eriksson var einn af þeim stóru í knattspyrnustjórabransanum á sínum tíma og vann meðal annars sigur í Evrópukeppni félagsliða með sænska liðinu IFK Gautaborg árið 1982. Hann hefur einnig stýrt Benfica í Portúgal, Fiorentina, Roma, Sampdoria og Lazio á Ítalíu en síðastnefnda liðið gerði hann að Ítalíumeisturum árið 2000 auk þess sem liðið vann Evrópukeppni félagsliða. Í kjölfar velgengninnar á Ítalíu tók hann við enska landsliðinu og stýrði því á árunum 2001-2006. Hann náði sæmilegum árangri með stjörnum prýtt lið Englands en hætti eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Í vikunni bárust þær fréttir að Eriksson glímdi við krabbamein í brisi. Læknar segja að krabbameinið sé ólæknandi og að Eriksson eigi ekki langan tíma eftir. Eriksson sést hér standa yfir Wayne Rooney í leik Englands og Portúgal á Evrópumótinu árið 2004.Vísir/Getty Eriksson var almennt vel liðinn í knattspyrnuheiminum og nú þegar fréttir bárust af veikindum hans hafa margir þekktir aðilar í knattspyrnuheiminum skrifað hvatningarorð til Svíans. Hópur stuðningsmanna Liverpool hefur hins vegar gengið skrefinu lengra. Eriksson hefur verið stuðningsmaður liðsins í frá unga aldri og sagði í viðtali að það hefði verið draumur sinn að stjórna Liverpool á Anfield. Þegar Youtube stjarnan Douglas Horne frétti af því kom hann með þá hugmynd að Eriksson myndi stýra liði Liverpool í góðgerðaleik þar sem fyrrum leikmenn félagsins leika. Næsti leikur þess liðs fer fram í mars þegar þeir mæta Ajax. „Passar fullkomlega“ John Gibbons sem stýrir Anfield Wrap hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á meðal stuðningsmanna félagsins, greip hugmyndina á lofti og sagði hana frábæra. „Ég held að fólki myndi finnast þetta frábært. Hann er vinsæll og að vita að það hafi verið draumur hans í öll þessi ár að stýra Liverpool gerði að verkum að þetta passar fullkomlega,“ sagði Gibbons í viðtali við Sky News. Sven Göran Eriksson ásamt Steve McClaren sem var aðstoðarþjálfari Svíans hjá enska landsliðinu.Vísir/Getty „Þetta er vissulega leikur fyrrum leikmanna en það er alltaf næstum fullt á Anfield á þessum leikjum. Fullt af frábærum leikmönnum, fyrrum leikmönnum og tilefnið er frábært,“ en á leiknum verður safnað í óskasjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Gibbons bætti við að Kenny Dalglish væri yfirleitt sá sem stýrði Liverpool í þessum leikjum en að hann myndi án efa glaður gefa Eriksson tækifæri. Forráðamenn Liverpool hafa ekki tjáð sig um málið og verður forvitnilegt að sjá hvort Sven Göran Eriksson fær draum sinn uppfylltan og stýrir liði Liverpool á Anfield. Enski boltinn Tengdar fréttir Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Svíinn Sven Göran Eriksson var einn af þeim stóru í knattspyrnustjórabransanum á sínum tíma og vann meðal annars sigur í Evrópukeppni félagsliða með sænska liðinu IFK Gautaborg árið 1982. Hann hefur einnig stýrt Benfica í Portúgal, Fiorentina, Roma, Sampdoria og Lazio á Ítalíu en síðastnefnda liðið gerði hann að Ítalíumeisturum árið 2000 auk þess sem liðið vann Evrópukeppni félagsliða. Í kjölfar velgengninnar á Ítalíu tók hann við enska landsliðinu og stýrði því á árunum 2001-2006. Hann náði sæmilegum árangri með stjörnum prýtt lið Englands en hætti eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Í vikunni bárust þær fréttir að Eriksson glímdi við krabbamein í brisi. Læknar segja að krabbameinið sé ólæknandi og að Eriksson eigi ekki langan tíma eftir. Eriksson sést hér standa yfir Wayne Rooney í leik Englands og Portúgal á Evrópumótinu árið 2004.Vísir/Getty Eriksson var almennt vel liðinn í knattspyrnuheiminum og nú þegar fréttir bárust af veikindum hans hafa margir þekktir aðilar í knattspyrnuheiminum skrifað hvatningarorð til Svíans. Hópur stuðningsmanna Liverpool hefur hins vegar gengið skrefinu lengra. Eriksson hefur verið stuðningsmaður liðsins í frá unga aldri og sagði í viðtali að það hefði verið draumur sinn að stjórna Liverpool á Anfield. Þegar Youtube stjarnan Douglas Horne frétti af því kom hann með þá hugmynd að Eriksson myndi stýra liði Liverpool í góðgerðaleik þar sem fyrrum leikmenn félagsins leika. Næsti leikur þess liðs fer fram í mars þegar þeir mæta Ajax. „Passar fullkomlega“ John Gibbons sem stýrir Anfield Wrap hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á meðal stuðningsmanna félagsins, greip hugmyndina á lofti og sagði hana frábæra. „Ég held að fólki myndi finnast þetta frábært. Hann er vinsæll og að vita að það hafi verið draumur hans í öll þessi ár að stýra Liverpool gerði að verkum að þetta passar fullkomlega,“ sagði Gibbons í viðtali við Sky News. Sven Göran Eriksson ásamt Steve McClaren sem var aðstoðarþjálfari Svíans hjá enska landsliðinu.Vísir/Getty „Þetta er vissulega leikur fyrrum leikmanna en það er alltaf næstum fullt á Anfield á þessum leikjum. Fullt af frábærum leikmönnum, fyrrum leikmönnum og tilefnið er frábært,“ en á leiknum verður safnað í óskasjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Gibbons bætti við að Kenny Dalglish væri yfirleitt sá sem stýrði Liverpool í þessum leikjum en að hann myndi án efa glaður gefa Eriksson tækifæri. Forráðamenn Liverpool hafa ekki tjáð sig um málið og verður forvitnilegt að sjá hvort Sven Göran Eriksson fær draum sinn uppfylltan og stýrir liði Liverpool á Anfield.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01