Hraðasektir dauðadómur fyrir suma en aðrir finni ekkert fyrir þeim Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 19:11 Hákon Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi við Hringbraut. Vísir/Steingrímur Dúi Ökumaður undir áhrifum fíkniefna olli stórtjóni þegar hann ók á átta bíla við Hringbraut í morgun. Íbúi segir ofsaakstur á svæðinu hafa verið vandamál til margra ára. Hann kallar eftir því að hraðasektir taki mið af tekjum ökumanna. Klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ekið hafði verið á fjölda bíla við Hringbraut í Reykjavík. Ökumaðurinn var ungur karlmaður undir áhrifum fíkniefna og hann var handtekinn á staðnum. Atvikið átti sér stað fyrir framan Verkamannabústaðina. Þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í dag vöknuðu margir hverjir við lætin hér og þustu út á náttfötunum til þess að freista þess að sjá hvað hafði gerst. Íbúar hafa lengi kvartað yfir ofsaakstri við Hringbraut. „Það er talsvert um hraðakstur og ofsaakstur þarna. Umferðin, það hefur hægst á henni, en sérstaklega á sumrin, sér maður að bílar, venjulega í dýrari kantinum, sveigja á milli akreina, fara yfir á rauðu og á ofsahraða. Síðasta sumar varð ég vitni að því oftar en einu sinni í viku að maður sæi Land Rover Defender af nýjustu gerðinni sveigja yfir á beygjuakrein til þess að komast fram úr bílum til að fara yfir á rauðu og svo kannski annar Audi-jeppi á eftir,“ segir Hákon Jónsson, íbúi við Hringbraut. Hákon kallar eftir því að sektarupphæðir taki mið af tekjum þeirra sem greiða þær. Hann efast um að veski þeirra sem bruna á Hringbraut á stórum jeppum finni mikið fyrir sektunum eins og þær eru í dag. Frá vettvangi í dag.Vísir/Steingrímur Dúi „Kannanir sýna að þriðjungur heimila ræður ekki við áföll upp á áttatíu þúsund eða meira. Fyrir þeim er hraðasekt dauðadómur, það er svangur mánuður, skortur á íþróttaskóm fyrir krakkana. Fyrir önnur heimili er það kvöld úti á Fiskmarkaðnum,“ segir Hákon. Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08 Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ekið hafði verið á fjölda bíla við Hringbraut í Reykjavík. Ökumaðurinn var ungur karlmaður undir áhrifum fíkniefna og hann var handtekinn á staðnum. Atvikið átti sér stað fyrir framan Verkamannabústaðina. Þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í dag vöknuðu margir hverjir við lætin hér og þustu út á náttfötunum til þess að freista þess að sjá hvað hafði gerst. Íbúar hafa lengi kvartað yfir ofsaakstri við Hringbraut. „Það er talsvert um hraðakstur og ofsaakstur þarna. Umferðin, það hefur hægst á henni, en sérstaklega á sumrin, sér maður að bílar, venjulega í dýrari kantinum, sveigja á milli akreina, fara yfir á rauðu og á ofsahraða. Síðasta sumar varð ég vitni að því oftar en einu sinni í viku að maður sæi Land Rover Defender af nýjustu gerðinni sveigja yfir á beygjuakrein til þess að komast fram úr bílum til að fara yfir á rauðu og svo kannski annar Audi-jeppi á eftir,“ segir Hákon Jónsson, íbúi við Hringbraut. Hákon kallar eftir því að sektarupphæðir taki mið af tekjum þeirra sem greiða þær. Hann efast um að veski þeirra sem bruna á Hringbraut á stórum jeppum finni mikið fyrir sektunum eins og þær eru í dag. Frá vettvangi í dag.Vísir/Steingrímur Dúi „Kannanir sýna að þriðjungur heimila ræður ekki við áföll upp á áttatíu þúsund eða meira. Fyrir þeim er hraðasekt dauðadómur, það er svangur mánuður, skortur á íþróttaskóm fyrir krakkana. Fyrir önnur heimili er það kvöld úti á Fiskmarkaðnum,“ segir Hákon.
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08 Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08
Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48