Endurkomusigur Warriors og þreföld tvenna Jokic Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 09:31 Nikola Jokic náði þrennu númer 117 á ferlinum í nótt. Vísir/Getty Klay Thompson og Steph Curry voru mennirnir á bakvið endurkomu Golden State Warriors gegn Chicago Bulls í nótt. Nikola Jokic skellti í þrefalda tvennu í heimasigri Denver Nuggets. Golden State Warriors hafa ekki byrjað tímabilið í NBA-deildinni neitt frábærlega. Fyrir leikinn gegn Chicago Bulls í nótt var liðið með 17 sigra og 20 töp og lengi vel leit ekki út fyrir það það myndi breytast til betri vegar. Bulls var mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi 75-62 í hálfleik. Í síðari hálfleik snerist taflið hins vegar við. Curry skoraði 15 af 27 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhluta og Warriors náðu frumkvæðinu. Þeir unnu að lokum 140-131 sigur þar sem endaði stigahæstur með 30 stig en Curry skoraði 27. Hjá Chicago var DeMar DeRozan frábær með 39 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Klay Thompson was SCORCHING from deep in the Warriors' win in Chicago 30 PTS7 3PM6 AST6 REB pic.twitter.com/I9TdsQdF4o— NBA (@NBA) January 13, 2024 Tobias Harris náði sínu hæsta stigaskori á tímabilinu þegar hann skoraði 37 stig í 112-93 sigri Philadelphia 76´ers gegn Sacramento Kings. Harris skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta en þetta er hans hæsta stigaskor á ferlinum síðan hann setti 39 stig í desember 2018 þegar hann lék með Los Angeles Lakers. Victor Wembanyama skoraði 26 stig og tók 11 fráköst þegar San Antonio Spurs vann risasigur á Charlotte Hornets í uppgjöri tveggja af slakari liðum deildarinnar. Wembanyama var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og er búist við miklu af honum í framtíðinni. LaMelo Ball and Victor Wembanyama battled it out in San Antonio Wemby: 26 PTS, 11 REB, 2 BLK, WLaMelo: 28 PTS, 5 AST, 5 STL pic.twitter.com/AtZGkJFd1U— NBA (@NBA) January 13, 2024 Nikola Jokic skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf 14 stoðsendingar í sigri Denver Nuggets á New Orleans Pelicans. Meistararnir frá því í fyrra eru í þriðja sæti Vesturdeildarinnar en þetta var tólfta þrefalda tvenna Jokic á tímabilinu og tíunda þrenna hans gegn liði Pelicans á ferlinum. A true magician with the rock https://t.co/pLLULWhYbf pic.twitter.com/FodanyFKW6— NBA (@NBA) January 13, 2024 Úrslit NBA í nótt: Detroit Pistons - Houston Rockets 110-112Atlanta Hawks - Indiana Pacers 109-126Philadelphia 76´ers - Sacramento Kings 112-93San Antonio Spurs - Charlotte Hornets 135-99Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 116-93Memphis Grizzlies - Los Angeles Clippers 119-128Chicago Bulls - Golden State Warriors 131-140Miami Heat - Orlando Magic 99-96Utah Jazz - Toronto Raptors 145-113Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 125-113 NBA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Golden State Warriors hafa ekki byrjað tímabilið í NBA-deildinni neitt frábærlega. Fyrir leikinn gegn Chicago Bulls í nótt var liðið með 17 sigra og 20 töp og lengi vel leit ekki út fyrir það það myndi breytast til betri vegar. Bulls var mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi 75-62 í hálfleik. Í síðari hálfleik snerist taflið hins vegar við. Curry skoraði 15 af 27 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhluta og Warriors náðu frumkvæðinu. Þeir unnu að lokum 140-131 sigur þar sem endaði stigahæstur með 30 stig en Curry skoraði 27. Hjá Chicago var DeMar DeRozan frábær með 39 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Klay Thompson was SCORCHING from deep in the Warriors' win in Chicago 30 PTS7 3PM6 AST6 REB pic.twitter.com/I9TdsQdF4o— NBA (@NBA) January 13, 2024 Tobias Harris náði sínu hæsta stigaskori á tímabilinu þegar hann skoraði 37 stig í 112-93 sigri Philadelphia 76´ers gegn Sacramento Kings. Harris skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta en þetta er hans hæsta stigaskor á ferlinum síðan hann setti 39 stig í desember 2018 þegar hann lék með Los Angeles Lakers. Victor Wembanyama skoraði 26 stig og tók 11 fráköst þegar San Antonio Spurs vann risasigur á Charlotte Hornets í uppgjöri tveggja af slakari liðum deildarinnar. Wembanyama var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og er búist við miklu af honum í framtíðinni. LaMelo Ball and Victor Wembanyama battled it out in San Antonio Wemby: 26 PTS, 11 REB, 2 BLK, WLaMelo: 28 PTS, 5 AST, 5 STL pic.twitter.com/AtZGkJFd1U— NBA (@NBA) January 13, 2024 Nikola Jokic skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf 14 stoðsendingar í sigri Denver Nuggets á New Orleans Pelicans. Meistararnir frá því í fyrra eru í þriðja sæti Vesturdeildarinnar en þetta var tólfta þrefalda tvenna Jokic á tímabilinu og tíunda þrenna hans gegn liði Pelicans á ferlinum. A true magician with the rock https://t.co/pLLULWhYbf pic.twitter.com/FodanyFKW6— NBA (@NBA) January 13, 2024 Úrslit NBA í nótt: Detroit Pistons - Houston Rockets 110-112Atlanta Hawks - Indiana Pacers 109-126Philadelphia 76´ers - Sacramento Kings 112-93San Antonio Spurs - Charlotte Hornets 135-99Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 116-93Memphis Grizzlies - Los Angeles Clippers 119-128Chicago Bulls - Golden State Warriors 131-140Miami Heat - Orlando Magic 99-96Utah Jazz - Toronto Raptors 145-113Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 125-113
NBA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira