Hætta leitinni að manninum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 19:14 Engin ummerki fundust um manninn. Landsbjörg Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. „Því miður hefur leit að manninum ekki borið árangur. Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar. Og það er engan veginn forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaða er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verði hætt,“ segir hann í viðtali við RÚV í kvöld. Aðdragandi slyssins var sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró manninn ofan í hana. Annað hrun varð svo í gær sem auðveldaði leitarliðum ekki verkið. Úlfar segir slysið vera hörmulegt en að svæðið sé ótryggt og að sprungurnar sem víða finnist í Grindavík séu hættulegar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um rýmingu Grindavíkur eða neitt slíkt, að sögn Úlfars. Afar þungbær ákvörðun Hann segir jafnframt að lögreglan hefði þegar haft samband við aðstandendur mannsins og að hugur lögreglunnar sé með þeim. Engin ummerki um manninn hafa fundist. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ákvörðunina vera afar þungbær þeim sem stóðu að leitinni. „Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann. Vettvangur leitarinnar.Landsbjörg Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu vottar félagið aðstandendum mannsins dýpstu samúð. „Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum,“ segir í tilkynningunni. Gríðarlega þröngt var ofan í sprungunni.Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvarðarinnar og segir aðstæður hafa verið erfiðar og flóknar. Þorbjarnarmenn votta aðstandendum samúð sína. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Því miður hefur leit að manninum ekki borið árangur. Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar. Og það er engan veginn forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaða er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verði hætt,“ segir hann í viðtali við RÚV í kvöld. Aðdragandi slyssins var sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró manninn ofan í hana. Annað hrun varð svo í gær sem auðveldaði leitarliðum ekki verkið. Úlfar segir slysið vera hörmulegt en að svæðið sé ótryggt og að sprungurnar sem víða finnist í Grindavík séu hættulegar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um rýmingu Grindavíkur eða neitt slíkt, að sögn Úlfars. Afar þungbær ákvörðun Hann segir jafnframt að lögreglan hefði þegar haft samband við aðstandendur mannsins og að hugur lögreglunnar sé með þeim. Engin ummerki um manninn hafa fundist. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ákvörðunina vera afar þungbær þeim sem stóðu að leitinni. „Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann. Vettvangur leitarinnar.Landsbjörg Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu vottar félagið aðstandendum mannsins dýpstu samúð. „Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum,“ segir í tilkynningunni. Gríðarlega þröngt var ofan í sprungunni.Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvarðarinnar og segir aðstæður hafa verið erfiðar og flóknar. Þorbjarnarmenn votta aðstandendum samúð sína.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira