Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir þetta hafa verið ákveðið í ljósi þess að ástandið í sprungunni var metið ótryggt og því ekki hægt að tryggja öryggi þeirra sem þar voru við störf.
Mikið hefur rignt á svæðinu síðustu sólarhringa og rignir enn sem gerir björgunarfólki afar erfitt fyrir.
Úlfar segir að staðan verði endurmetin þegar birtir af degi.