Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 14:40 Edda með tveimur drengjanna. Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. Leifur Runólfsson, lögmaður sem gætt hefur hagsmuna föðurins hér á landi, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Nútíminn greindi fyrst frá. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Edda Björk flaug sonum sínum þremur frá Noregi til Íslands með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Edda var handtekin í nóvember síðastliðinum og í framhaldinu flutt til Noregs eftir að dómstólar féllust á framsal hennar þangað. Ákæruvaldið hafði krafist sautján mánaða fangelsis. Lögreglan á Íslandi leitaði að drengjunum og fundust þeir þann 21. desember síðastliðinn. Við sama tilefni voru systir Eddu og lögmaður hennar handtekin. Faðir drengjanna flaug með drengina til Noregs að kvöldi þess dags. Edda var jafnframt dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað svo sem ferðakostnað. Samanlagt jafnvirði um 1,5 milljónir íslenskra króna. Sú ákvörðun að fallast á framsalsbeiðni Noregs í nóvember var harðlega gagnrýnd víða í samfélaginu. Í yfirlýsingu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í desember sagði að mál er varði börn og fjölskyldur séu með þeim viðkvæmustu og erfiðustu sem stjórnvöld fáist við. Því séu gerðar ríkar kröfur um að starfað sé eftir skýrum lögum og reglum með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. „Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.“ Noregur Ofbeldi gegn börnum Mál Eddu Bjarkar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Leifur Runólfsson, lögmaður sem gætt hefur hagsmuna föðurins hér á landi, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Nútíminn greindi fyrst frá. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Edda Björk flaug sonum sínum þremur frá Noregi til Íslands með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Edda var handtekin í nóvember síðastliðinum og í framhaldinu flutt til Noregs eftir að dómstólar féllust á framsal hennar þangað. Ákæruvaldið hafði krafist sautján mánaða fangelsis. Lögreglan á Íslandi leitaði að drengjunum og fundust þeir þann 21. desember síðastliðinn. Við sama tilefni voru systir Eddu og lögmaður hennar handtekin. Faðir drengjanna flaug með drengina til Noregs að kvöldi þess dags. Edda var jafnframt dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað svo sem ferðakostnað. Samanlagt jafnvirði um 1,5 milljónir íslenskra króna. Sú ákvörðun að fallast á framsalsbeiðni Noregs í nóvember var harðlega gagnrýnd víða í samfélaginu. Í yfirlýsingu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í desember sagði að mál er varði börn og fjölskyldur séu með þeim viðkvæmustu og erfiðustu sem stjórnvöld fáist við. Því séu gerðar ríkar kröfur um að starfað sé eftir skýrum lögum og reglum með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. „Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.“
Noregur Ofbeldi gegn börnum Mál Eddu Bjarkar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31
Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10
Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26