Stækka sprunguna með gröfu Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2024 13:09 Stórtækar vinnuvélar eru við vinnu á vettvangi. Vísir/Sigurjón Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. Úlfar Lúðvíksson segir í samtali við Vísi að ekki sé tímabært að greina frá því um hvers konar verkfæri er að ræða þar sem staðan sé viðkvæm. Sérsveitarmenn komi meðal annarra að leitinni, sem hefur staðið yfir frá því á ellefta tímanum í morgun. Víkurfréttir greindu fyrst frá því að verkfæri hafi fundist. Eins og sjá má í myndskeiðinu og á myndunum hér að neðan eru aðgerðir í bænum viðamiklar og meðal annars er notast við stærðarinnar krana við leitina að manninum. Þá eru leitarhundar mættir á vettvang. Að sögn fréttamanns á vettvangi bætist sífellt í fjölda björgunarsveitabíla á vettvangi. Aðgangur fréttamanna og annarra er verulega takmarkaður á meðan aðgerðir standa yfir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú unnið að því að rýmka op sprungunnar til þess að unnt sé að láta körfu síga örugglega ofan í sprunguna. Mikið hafi hrunið úr köntum sprungunnar þegar karfan var fyrst látin síga niður. Björgunarsveitarmenn hafa lagt út stærðarinnar net á vettvangi. Netið verður svo notað til þess að takmarka hrun úr köntum sprungunnar.Vísir/Margrét Aðgerðatjald hefur verið sett upp við sprunguna.Vísir/Margrét Töluvert hefur bæst í hóp björgunarsveitafólks nú síðdegis.Vísir/Margrét Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu er á svæðinu.Vísir/Margrét Aðgengi að svæðinu er takmarkað.Vísir/Margrét Úlfar segir að aðstæðar á vettvangi séu viðsjárverðar en að leitar- og björgunaraðgerðir muni standa yfir þar til maðurinn finnst. Þá segir að hann að menn að vinnu við viðgerðir í bænum hafi verið beðnir um að taka sér pásu á meðan leit stendur yfir. Á fimmta tug björgunarsveitarmanna á vettvangi Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarfólk af öllum Suðurnesjum hafi verið kallað út og nú hafi svokallaður undanfararhópur frá höfuðborgarsvæðinu bæst í hópinn og nú séu á fimmta tug á vettvangi. Hann segir að meðlimir undanfararhópsins séu vanir fjallabjörgunarmenn sem muni nú láta sig síga niður í sprunguna til þess að leita ofan í henni. Þá segir Jón Þór að allt bendi til þess að maðurinn sé ofan í sprungunni en að björgunarsveitir kembi þó svæðið í kringum sprunguna líka. Björgunarsveitarmenn leita víðar en ofan í sprungunni.Vísir/Margrét Veðrið versnar Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Jón Þór að aðstæður séu mjög erfiðar á vettvangi. Sprungan sé mjög djúp og hætta sé á frekara hruni úr henni. Þá bæti ekki úr skák að veður hefur versnað talsvert. Farið verði með allri aðgát svo að björgunarsveitarmönnum verði ekki teflt í hættu við leitaraðgerðir. Sigmenn á vegum Landsbjargar hafi farið ofan í sprunguna laust fyrir klukkan 15 til þess að kanna aðstæður og leita. Að sögn þeirra sé sprungan „mjög djúp“ og hætt sé við því að hrynji úr köntum hennar. Þá muni bætast í hóp sigmanna. Var að vinnu við jarðvegsþjöppun Í tilkynningu á vef lögreglunnar, um mögulegt vinnuslys í Grindavík, segir að maðurinn sem nú er leitað hafi verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Í samtali við Vísi laust fyrir klukkan 16 sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að staðan væri óbreytt. Mannsins væri enn leitað og aðgerðin væri mikil og flókinu. Fréttin hefur verið og verður uppfærð. Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson segir í samtali við Vísi að ekki sé tímabært að greina frá því um hvers konar verkfæri er að ræða þar sem staðan sé viðkvæm. Sérsveitarmenn komi meðal annarra að leitinni, sem hefur staðið yfir frá því á ellefta tímanum í morgun. Víkurfréttir greindu fyrst frá því að verkfæri hafi fundist. Eins og sjá má í myndskeiðinu og á myndunum hér að neðan eru aðgerðir í bænum viðamiklar og meðal annars er notast við stærðarinnar krana við leitina að manninum. Þá eru leitarhundar mættir á vettvang. Að sögn fréttamanns á vettvangi bætist sífellt í fjölda björgunarsveitabíla á vettvangi. Aðgangur fréttamanna og annarra er verulega takmarkaður á meðan aðgerðir standa yfir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú unnið að því að rýmka op sprungunnar til þess að unnt sé að láta körfu síga örugglega ofan í sprunguna. Mikið hafi hrunið úr köntum sprungunnar þegar karfan var fyrst látin síga niður. Björgunarsveitarmenn hafa lagt út stærðarinnar net á vettvangi. Netið verður svo notað til þess að takmarka hrun úr köntum sprungunnar.Vísir/Margrét Aðgerðatjald hefur verið sett upp við sprunguna.Vísir/Margrét Töluvert hefur bæst í hóp björgunarsveitafólks nú síðdegis.Vísir/Margrét Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu er á svæðinu.Vísir/Margrét Aðgengi að svæðinu er takmarkað.Vísir/Margrét Úlfar segir að aðstæðar á vettvangi séu viðsjárverðar en að leitar- og björgunaraðgerðir muni standa yfir þar til maðurinn finnst. Þá segir að hann að menn að vinnu við viðgerðir í bænum hafi verið beðnir um að taka sér pásu á meðan leit stendur yfir. Á fimmta tug björgunarsveitarmanna á vettvangi Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarfólk af öllum Suðurnesjum hafi verið kallað út og nú hafi svokallaður undanfararhópur frá höfuðborgarsvæðinu bæst í hópinn og nú séu á fimmta tug á vettvangi. Hann segir að meðlimir undanfararhópsins séu vanir fjallabjörgunarmenn sem muni nú láta sig síga niður í sprunguna til þess að leita ofan í henni. Þá segir Jón Þór að allt bendi til þess að maðurinn sé ofan í sprungunni en að björgunarsveitir kembi þó svæðið í kringum sprunguna líka. Björgunarsveitarmenn leita víðar en ofan í sprungunni.Vísir/Margrét Veðrið versnar Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Jón Þór að aðstæður séu mjög erfiðar á vettvangi. Sprungan sé mjög djúp og hætta sé á frekara hruni úr henni. Þá bæti ekki úr skák að veður hefur versnað talsvert. Farið verði með allri aðgát svo að björgunarsveitarmönnum verði ekki teflt í hættu við leitaraðgerðir. Sigmenn á vegum Landsbjargar hafi farið ofan í sprunguna laust fyrir klukkan 15 til þess að kanna aðstæður og leita. Að sögn þeirra sé sprungan „mjög djúp“ og hætt sé við því að hrynji úr köntum hennar. Þá muni bætast í hóp sigmanna. Var að vinnu við jarðvegsþjöppun Í tilkynningu á vef lögreglunnar, um mögulegt vinnuslys í Grindavík, segir að maðurinn sem nú er leitað hafi verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Í samtali við Vísi laust fyrir klukkan 16 sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að staðan væri óbreytt. Mannsins væri enn leitað og aðgerðin væri mikil og flókinu. Fréttin hefur verið og verður uppfærð.
Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32