Körfubolti

Biðlar til Draymonds Green að láta dómarana í friði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Draymond Green í kunnuglegri stöðu, að öskra á dómara.
Draymond Green í kunnuglegri stöðu, að öskra á dómara. getty/Ronald Martinez

Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur beðið Draymond Green vinsamlegast um að láta dómara NBA-deildarinnar í friði það sem eftir lifir tímabilsins.

Green sneri aftur til æfinga um helgina eftir að hafa setið af sér tólf leikja bann fyrir að kýla Jusuf Nurkic, leikmann Phoenix Suns, í andlitið í leik 12. desember.

Green snýr væntanlega aftur í lið Golden State fyrr en síðar og þá verður hann að halda sig á mottunni.

„Getur hann enn spilað af ástríðu og krafti en látið dómarana vera? Það er áskorun. Stór áskorun,“ sagði Kerr á blaðamannafundi.

„Við þurfum það svo við getum einbeitt okkur að leiknum. Liðsfélagarnir þurfa það svo þeir geti einbeitt sér að öllum litlu atriðunum sem við förum á mis við núna. Það aftrar okkur frá því að vera stöðugt lið. Svo við biðjum hann um þetta.“

Golden State veitir ekki af fullfrískum og einbeittum Green því liðið er í 12. sæti Vesturdeildarinnar með sautján sigra og nítján töp.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×