„Skattayfirvöld eru að mjólka okkur til blóðs“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2024 09:44 Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins. Vísir/Vilhelm Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins sem staðsett er á Bíldudal, segir skattayfirvöld mjólka fyrirtækið til blóðs. Skatturinn fari fram á hærri skatt en sem nemur hagnaði fyrirtækisins og segir Halldór írska fjárfesta þess steinhissa. Málið verður rekið fyrir dómstólum. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Halldór gestur í tilefni af Skattadeginum svokallaða sem er á morgun. Þar mun Halldór fara með fyrirlesturinn „Erlend fjárfesting? Nei takk,“ þar sem hann mun segja frá því viðmóti sem fyrirtækið á Bíldudal hafi mætt. Enginn innanlands vildi fjárfesta „Á einfaldri íslensku er þetta náttúrulega þannig að skattayfirvöld eru að mjólka okkur til blóðs og rúmlega það. Ef við værum ekki í eigu sterks móðurfyrirtækis sem á fjölda annarra fyrirtækja, með höfuðstöðvar í Cork á Írlandi, þá værum við dauð.“ Halldór rifjar upp að fyrirtækið hafi verið stofnað um aldamótin af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Nú sé það með þrjátíu manns í vinnu en enginn innlendur aðili fékkst til þess að fjármagna verkefnið. Upphaflega hafi sex til sjö manns átt að vinna hjá fyrirtækinu en fjárfesting Íranna tryggt að það gæti stækkað. „Það náðist í þetta írska fyrirtæki sem hafði reynslu og hafði mikla markaðsgetu og þekkingu af þessari starfsemi og það fékkst ekki einu sinni einn íslenskur banki til að fjármagna þetta. Bank of Scotland fjármagnaði þetta, íslensku bankarnir ætluðu nú ekki að fara í þennan hundsrass á hjara veraldar og hætta fé sínu í það.“ Meira en veltan á einu ári Halldór segir að til einföldunar snúist málið um það að skattayfirvöldum finnist að Íslenska kalkþörungafélagið eigi að greiða tekjuskatt með móðurfélagi sínu í Írlandi. „En tekur ekki tillit til þess að móðurfélagið er miklu meira heldur en bara það sem kemur frá Íslandi í kalkþörungum. Móðurfélagið er með allskonar aðrar verksmiðjur. Við höfum nú reynt að útskýra þetta fram og til baka en allt kemur fyrir ekki.“ Hann segir að ef ekki væri eins fjársterkur aðili að baki fyrirtækisins myndi það ekki hafa bolmagn í að borga slík gjöld sem lögð eru á það. Halldór tekur fram að félaginu þyki hið eðlilegasta mál að borga sína skatta, það geri félagið og borgi einnig auðlindagjöld. „Ef við værum ekki í eigu svona sterks móðurfélags þá hefðum við ekki haft bolmagn í þetta, vegna þess að bara álagningin á okkur, eins og við séum með 35 prósent hagnað í tekjum þegar við eigum ekki séns á að fara yfir 12 prósent hagnað í tekjum,“ segir Halldór. „Það eru ábyggilega ekki mörg fyrirtæki með 35 prósent hagnað af tekjum. Það er lagt á okkur þannig og 25 prósent álag. Þannig það eru lagðir á okkur 2,4 milljarðar bara svona, það er meira en veltan á einu ári.“ Halldór segir félagið hafa fengið samanburðarkönnun á stöðu annarra sambærilegra fyrirtækja í Evrópu. Þau séu að meðaltali rukkuð um 12 prósent skatt. Hann segir Skattinn ekki sinna leiðbeiningarhlutverki sínu. Írarnir í sjokki Hvernig nenna Írarnir að standa í þessu? „Þeir eru svolítið sjokkeraðir núna vegna þess að þeir voru dregnir til landsins á sínum tíma. Nú einhvern veginn fá þeir bara að heyra: „Helvítis útlendingar sem eru að misnota auðlindir okkar og vilja síðan ekki borga neina skatta.“ Halldór segir gríðarlega þörf fyrir slíka fjárfestingu eins og þá sem írska félagið hafi lagt til. Hún hafi haft gríðarleg áhrif samfélaginu á Bíldudal til heilla. Halldór segir félagið á Bíldudal vilja borga alla sína skatta. Þeir megi þó ekki verða til þess að reka félagið í þrot. Vísir/Vilhelm „Stjórnvöld segja, við viljum erlenda fjárfestingu en þetta mál, og því miður miklu fleiri eru svona, þannig að það fer ekki saman hljóð og mynd.“ Nenna Írarnir í þessa baráttu? „Já. Þeir ætla að taka þessa baráttu með okkur. Við allavega verðum að fara með þetta fyrir dómstóla.“ Hvað ef þið tapið þessu máli hér á Íslandi? Fer það lengra? Hver er framtíð Íslenska kalkþörungafélagsins? „Þetta er svo góð spurning að það er ekki hægt að svara henni. Þetta gæti tekið mörg ár fyrir dómstólum. Það er fyrirtaka á morgun, enn og aftur í héraðsdómi, þetta er nú bara rétt að byrja þar. Hún snýst um dómkvadda matsmenn og eitthvað slíkt. Þannig að það er örugglega mjög langt ferli framundan í því.“ Þið teljið réttinn það mikið ykkar megin að þið viljið fara með þetta þessa leið? „Já, við erum svolítið eins og drukknandi maður sem er að reyna að ná sér í súrefni. Af því að við erum ekki fyrirtæki sem getur rekið sig með 35 prósent hagnaði af tekjum. Það er bara staðreynd.“ Skattar og tollar Vesturbyggð Bítið Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Halldór gestur í tilefni af Skattadeginum svokallaða sem er á morgun. Þar mun Halldór fara með fyrirlesturinn „Erlend fjárfesting? Nei takk,“ þar sem hann mun segja frá því viðmóti sem fyrirtækið á Bíldudal hafi mætt. Enginn innanlands vildi fjárfesta „Á einfaldri íslensku er þetta náttúrulega þannig að skattayfirvöld eru að mjólka okkur til blóðs og rúmlega það. Ef við værum ekki í eigu sterks móðurfyrirtækis sem á fjölda annarra fyrirtækja, með höfuðstöðvar í Cork á Írlandi, þá værum við dauð.“ Halldór rifjar upp að fyrirtækið hafi verið stofnað um aldamótin af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Nú sé það með þrjátíu manns í vinnu en enginn innlendur aðili fékkst til þess að fjármagna verkefnið. Upphaflega hafi sex til sjö manns átt að vinna hjá fyrirtækinu en fjárfesting Íranna tryggt að það gæti stækkað. „Það náðist í þetta írska fyrirtæki sem hafði reynslu og hafði mikla markaðsgetu og þekkingu af þessari starfsemi og það fékkst ekki einu sinni einn íslenskur banki til að fjármagna þetta. Bank of Scotland fjármagnaði þetta, íslensku bankarnir ætluðu nú ekki að fara í þennan hundsrass á hjara veraldar og hætta fé sínu í það.“ Meira en veltan á einu ári Halldór segir að til einföldunar snúist málið um það að skattayfirvöldum finnist að Íslenska kalkþörungafélagið eigi að greiða tekjuskatt með móðurfélagi sínu í Írlandi. „En tekur ekki tillit til þess að móðurfélagið er miklu meira heldur en bara það sem kemur frá Íslandi í kalkþörungum. Móðurfélagið er með allskonar aðrar verksmiðjur. Við höfum nú reynt að útskýra þetta fram og til baka en allt kemur fyrir ekki.“ Hann segir að ef ekki væri eins fjársterkur aðili að baki fyrirtækisins myndi það ekki hafa bolmagn í að borga slík gjöld sem lögð eru á það. Halldór tekur fram að félaginu þyki hið eðlilegasta mál að borga sína skatta, það geri félagið og borgi einnig auðlindagjöld. „Ef við værum ekki í eigu svona sterks móðurfélags þá hefðum við ekki haft bolmagn í þetta, vegna þess að bara álagningin á okkur, eins og við séum með 35 prósent hagnað í tekjum þegar við eigum ekki séns á að fara yfir 12 prósent hagnað í tekjum,“ segir Halldór. „Það eru ábyggilega ekki mörg fyrirtæki með 35 prósent hagnað af tekjum. Það er lagt á okkur þannig og 25 prósent álag. Þannig það eru lagðir á okkur 2,4 milljarðar bara svona, það er meira en veltan á einu ári.“ Halldór segir félagið hafa fengið samanburðarkönnun á stöðu annarra sambærilegra fyrirtækja í Evrópu. Þau séu að meðaltali rukkuð um 12 prósent skatt. Hann segir Skattinn ekki sinna leiðbeiningarhlutverki sínu. Írarnir í sjokki Hvernig nenna Írarnir að standa í þessu? „Þeir eru svolítið sjokkeraðir núna vegna þess að þeir voru dregnir til landsins á sínum tíma. Nú einhvern veginn fá þeir bara að heyra: „Helvítis útlendingar sem eru að misnota auðlindir okkar og vilja síðan ekki borga neina skatta.“ Halldór segir gríðarlega þörf fyrir slíka fjárfestingu eins og þá sem írska félagið hafi lagt til. Hún hafi haft gríðarleg áhrif samfélaginu á Bíldudal til heilla. Halldór segir félagið á Bíldudal vilja borga alla sína skatta. Þeir megi þó ekki verða til þess að reka félagið í þrot. Vísir/Vilhelm „Stjórnvöld segja, við viljum erlenda fjárfestingu en þetta mál, og því miður miklu fleiri eru svona, þannig að það fer ekki saman hljóð og mynd.“ Nenna Írarnir í þessa baráttu? „Já. Þeir ætla að taka þessa baráttu með okkur. Við allavega verðum að fara með þetta fyrir dómstóla.“ Hvað ef þið tapið þessu máli hér á Íslandi? Fer það lengra? Hver er framtíð Íslenska kalkþörungafélagsins? „Þetta er svo góð spurning að það er ekki hægt að svara henni. Þetta gæti tekið mörg ár fyrir dómstólum. Það er fyrirtaka á morgun, enn og aftur í héraðsdómi, þetta er nú bara rétt að byrja þar. Hún snýst um dómkvadda matsmenn og eitthvað slíkt. Þannig að það er örugglega mjög langt ferli framundan í því.“ Þið teljið réttinn það mikið ykkar megin að þið viljið fara með þetta þessa leið? „Já, við erum svolítið eins og drukknandi maður sem er að reyna að ná sér í súrefni. Af því að við erum ekki fyrirtæki sem getur rekið sig með 35 prósent hagnaði af tekjum. Það er bara staðreynd.“
Skattar og tollar Vesturbyggð Bítið Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira