Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 06:43 Samkvæmt Bandaríkjaher er um að ræða 26. árás Húta á skotmörk á Rauða hafi frá því í nóvember. AP/Bandaríski sjóherinn Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. Samkvæmt Associated Press létu uppreisnarmenn Húta, sem njóta stuðnings Íran, til skarar skríða þrátt fyrir fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, þar sem árásir Húta verða mögulega fordæmdar. Hútar hafa sagt árásunum ætlað að þrýsta á um að Ísrael láti af árásum sínum á Gasa en skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael. Árásirnar hafa hins vegar stofnað birgðaflutningum um hafsvæðið í hættu og aukið líkurnar á hefndarárásum Bandaríkjamanna á Jemen. Þessar síðustu árásir áttu sér stað skammt frá hafnarborgunum Hodeida og Mokha í Jemen og lýstu skipverjar í nágrenninu því að hafa séð dróna og eldflaugar á lofti. Þá barst hvatning frá herskipum á svæðinu til annarra skipa um að sigla á sem mestum hraða. Samkvæmt Bandaríkjamönnum var um að ræða átján dróna og nokkrar eldflaugar, sem var grandað af vopnum USS Eisenhower, USS Gravely, USS Laboon, USS Mason og HMS Diamond. Hútar, sem hafa haft höfuðborg Jemen á sínu valdi frá 2014, hafa ekki gengist við árásinni en Bandaríkjamenn segja hana þá 26. sem uppreisnarhópurinn gerir á skip á Rauða hafi frá því í nóvember. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Bretland Hernaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Samkvæmt Associated Press létu uppreisnarmenn Húta, sem njóta stuðnings Íran, til skarar skríða þrátt fyrir fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, þar sem árásir Húta verða mögulega fordæmdar. Hútar hafa sagt árásunum ætlað að þrýsta á um að Ísrael láti af árásum sínum á Gasa en skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael. Árásirnar hafa hins vegar stofnað birgðaflutningum um hafsvæðið í hættu og aukið líkurnar á hefndarárásum Bandaríkjamanna á Jemen. Þessar síðustu árásir áttu sér stað skammt frá hafnarborgunum Hodeida og Mokha í Jemen og lýstu skipverjar í nágrenninu því að hafa séð dróna og eldflaugar á lofti. Þá barst hvatning frá herskipum á svæðinu til annarra skipa um að sigla á sem mestum hraða. Samkvæmt Bandaríkjamönnum var um að ræða átján dróna og nokkrar eldflaugar, sem var grandað af vopnum USS Eisenhower, USS Gravely, USS Laboon, USS Mason og HMS Diamond. Hútar, sem hafa haft höfuðborg Jemen á sínu valdi frá 2014, hafa ekki gengist við árásinni en Bandaríkjamenn segja hana þá 26. sem uppreisnarhópurinn gerir á skip á Rauða hafi frá því í nóvember.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Bretland Hernaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira