Árið 2023 það hlýjasta í sögunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 14:00 Slökkviliðsmaður berst við sinueld á Vatnsleysuströnd. Vísir/Vilhelm Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Hitastigið var því afar nærri því að fara yfir 1,5 gráðu mörkin, sem vísindamenn hafa sagt að skipti verulegu máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þjóðir heims sammæltust um það árið 2015 í Parísarsamkomulaginu að halda hlýnun jarðar af völdum mannkyns innan þessara marka. Fram kemur í umfjöllun BBC að vísindamenn hafi ekki getað séð fyrir að árið í ár yrði eins hlýtt og raun ber vitni. Í upphafi árs hafi hitamet sjaldan fallið en eftir því sem liðið hafi á árið hafi hitamet fallið nánast hvern einasta dag. Þau hafi fallið 116 daga í röð á milli 15. ágúst og 8. desember. Þess er getið að áhrifa hækkandi hitastigs hafi gætt víða á plánetunni, meðal annars í miklum gróðureldum í Norður-Ameríku, þurrkum og flóðum í austari hluta Afríku svo dæmi séu tekin. Þá hefur hiti sjávar aldrei verið eins mikill og bráðnun jökla aldrei meiri, meðal annars við Suðurskautslandið og á norðurhveli jarðar. BBC hefur eftir Zeke Hausfather, bandarískum vísindamanni, að margar spurningar vakni um þá ofsafengnu hlýnun sem orðið hafi árið 2023. Hann lætur þess getið að El Niño veðurfyrirbrigðið útskýri að hluta hátt hitastig á árinu, en þó alls ekki að öllu leyti. Veðurfyrirbrigðinu fylgir allajafna hlýrra loftslag en vísindamenn hafi ekki búist við þeim áhrifum sem fram hafi komið nú. Með El Niño er átt við breytingar sem verða að meðaltali á fimm ára fresti á staðvindum í Kyrrahafinu, sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Andstæða þess er La Nina þegar sjávarhitinn verður óvenju kaldur. Um er að ræða fyrirbrigði sem bera ábyrgð á hnattrænum sveiflum í veðri frá ári til árs. Tekið er fram í umfjöllun BBC að hitastigið árið 2023 hafi þó verið töluvert hærra en síðast þegar áhrifa El Nino gætti og því sé ekki eingöngu hægt að rekja hitastigið til þess. Árin 2016 og 1998, þegar áhrifa El Nino gætti, voru meðal þeirra hlýjustu á skrá en 2023 er mun hlýrra en þau ár. Haft er eftir vísindamönnum að það sé til mikils að vinna í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun ef takist að koma í veg fyrir hækkun hitastigs jarðar um sem nemur 1,5 gráðu. Það sé alveg ljóst að hlýnunin sé af manna völdum en BBC hefur eftir Frederike Otto, vísindamanni við Imperial College háskóla, að hver gráða skipti máli. „Jafnvel þó hitastigið endi á að hækka um 1,6 gráðu í staðinn, þá er það mun betra en að gefast upp þannig að hitastigið hækki um þrjár gráður, sem er það sem núverandi stefna mun færa okkur,“ segir Otto. „Hvert brot úr gráðu skiptir máli.“ Fréttir ársins 2023 Loftslagsmál Veður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Hitastigið var því afar nærri því að fara yfir 1,5 gráðu mörkin, sem vísindamenn hafa sagt að skipti verulegu máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þjóðir heims sammæltust um það árið 2015 í Parísarsamkomulaginu að halda hlýnun jarðar af völdum mannkyns innan þessara marka. Fram kemur í umfjöllun BBC að vísindamenn hafi ekki getað séð fyrir að árið í ár yrði eins hlýtt og raun ber vitni. Í upphafi árs hafi hitamet sjaldan fallið en eftir því sem liðið hafi á árið hafi hitamet fallið nánast hvern einasta dag. Þau hafi fallið 116 daga í röð á milli 15. ágúst og 8. desember. Þess er getið að áhrifa hækkandi hitastigs hafi gætt víða á plánetunni, meðal annars í miklum gróðureldum í Norður-Ameríku, þurrkum og flóðum í austari hluta Afríku svo dæmi séu tekin. Þá hefur hiti sjávar aldrei verið eins mikill og bráðnun jökla aldrei meiri, meðal annars við Suðurskautslandið og á norðurhveli jarðar. BBC hefur eftir Zeke Hausfather, bandarískum vísindamanni, að margar spurningar vakni um þá ofsafengnu hlýnun sem orðið hafi árið 2023. Hann lætur þess getið að El Niño veðurfyrirbrigðið útskýri að hluta hátt hitastig á árinu, en þó alls ekki að öllu leyti. Veðurfyrirbrigðinu fylgir allajafna hlýrra loftslag en vísindamenn hafi ekki búist við þeim áhrifum sem fram hafi komið nú. Með El Niño er átt við breytingar sem verða að meðaltali á fimm ára fresti á staðvindum í Kyrrahafinu, sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Andstæða þess er La Nina þegar sjávarhitinn verður óvenju kaldur. Um er að ræða fyrirbrigði sem bera ábyrgð á hnattrænum sveiflum í veðri frá ári til árs. Tekið er fram í umfjöllun BBC að hitastigið árið 2023 hafi þó verið töluvert hærra en síðast þegar áhrifa El Nino gætti og því sé ekki eingöngu hægt að rekja hitastigið til þess. Árin 2016 og 1998, þegar áhrifa El Nino gætti, voru meðal þeirra hlýjustu á skrá en 2023 er mun hlýrra en þau ár. Haft er eftir vísindamönnum að það sé til mikils að vinna í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun ef takist að koma í veg fyrir hækkun hitastigs jarðar um sem nemur 1,5 gráðu. Það sé alveg ljóst að hlýnunin sé af manna völdum en BBC hefur eftir Frederike Otto, vísindamanni við Imperial College háskóla, að hver gráða skipti máli. „Jafnvel þó hitastigið endi á að hækka um 1,6 gráðu í staðinn, þá er það mun betra en að gefast upp þannig að hitastigið hækki um þrjár gráður, sem er það sem núverandi stefna mun færa okkur,“ segir Otto. „Hvert brot úr gráðu skiptir máli.“
Fréttir ársins 2023 Loftslagsmál Veður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira