Stúlkan fæddist 13. ágúst síðastliðinn og hefur nú fengið nafnið Rósey Cesilie Nelson en millinafnið kemur frá norskum rótum Fransisku. Á Instagram skrifa Fransiska og Gunni:
„Hæ, ég heiti Rósey Cesilie Nelson. Fyrra nafnið datt pabba mínum í hug á fæðingardeildinni og seinna er nafn norsku ömmu minnar.“
Ásamt myndum af litlu dömunni birtu þau létt og skemmtilegt myndband af Gunna.
„Sælt veri fólkið, tyllið ykkur endilega og sýnið ykkar bestu hliðar. Ég ætla að fá að tilkynna nafn á lítilli stúlku,“ segir Gunni á myndbandinu og syngur nafnið svo listilega á bláan karókí míkrafón.