Var nálægt því að hætta en Adam Silver talaði hann af því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. janúar 2024 21:31 Draymond Green var nálægt því að leggja skóna á hilluna. AP Photo/Nate Billings Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta, hefur viðurkennt að hann hafi næstum verið búinn að leggja skóna á hilluna eftir að hafa verið dæmdur í leikbann og misst af tólf leikjum. Green hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og virtist einkar illa fyrir kallaður fyrr á leiktíðinni. Hann fékk fimm leikja bann í nóvember fyrir að taka Rudy Gobert, leikmann Minnesota Timberwolves, hálstaki. Hann var svo dæmdur í bann í byrjun desember og er nú snúinn aftur eftir að hafa misst af tólf leikjum. Þá missti Green af leikjum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð eftir að hafa traðkað á bringu Domantas Sabonis, leikmanns Sacramento King. Hinn 33 ára gamli Green skrifaði undir nýjan samning síðasta sumar upp á 100 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Leikbannið í desember varð til þess að Green varð af tæpum tveimur milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 275 milljónum íslenskra króna. Green hefur nú opinberað það að hann hafi verið nálægt því að hætta en Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, talaði hann af því. „Ég talaði við Adam Silver, framkvæmdastjóra deildarinnar. Ég sagði honum að þetta væri of mikið fyrir mig og ég ætlaði mér að hætta. Adam sagði mér að ég væri að taka ákvörðun í flýti og hann myndi ekki leyfa mér að gera það.“ This is too much. It s all becoming too much for me, and I m going to retire. Draymond Green told Adam Silver he contemplated retirement during their meeting before his indefinite suspension. pic.twitter.com/rgv6VIPwJi— Complex Sports (@ComplexSports) January 8, 2024 „Við áttum langt og gott samtal. Það hjálpaði mér mikið og er ég mjög þakklátur að spila í deild sem er með framkvæmdastjóra eins og Adam,“ sagði Green í hlaðvarpinu sínu. Green er með 9,7 stig, 5,5 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Green hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og virtist einkar illa fyrir kallaður fyrr á leiktíðinni. Hann fékk fimm leikja bann í nóvember fyrir að taka Rudy Gobert, leikmann Minnesota Timberwolves, hálstaki. Hann var svo dæmdur í bann í byrjun desember og er nú snúinn aftur eftir að hafa misst af tólf leikjum. Þá missti Green af leikjum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð eftir að hafa traðkað á bringu Domantas Sabonis, leikmanns Sacramento King. Hinn 33 ára gamli Green skrifaði undir nýjan samning síðasta sumar upp á 100 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Leikbannið í desember varð til þess að Green varð af tæpum tveimur milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 275 milljónum íslenskra króna. Green hefur nú opinberað það að hann hafi verið nálægt því að hætta en Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, talaði hann af því. „Ég talaði við Adam Silver, framkvæmdastjóra deildarinnar. Ég sagði honum að þetta væri of mikið fyrir mig og ég ætlaði mér að hætta. Adam sagði mér að ég væri að taka ákvörðun í flýti og hann myndi ekki leyfa mér að gera það.“ This is too much. It s all becoming too much for me, and I m going to retire. Draymond Green told Adam Silver he contemplated retirement during their meeting before his indefinite suspension. pic.twitter.com/rgv6VIPwJi— Complex Sports (@ComplexSports) January 8, 2024 „Við áttum langt og gott samtal. Það hjálpaði mér mikið og er ég mjög þakklátur að spila í deild sem er með framkvæmdastjóra eins og Adam,“ sagði Green í hlaðvarpinu sínu. Green er með 9,7 stig, 5,5 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira